Blandar saman Pepsi Max, Malti og Appelsíni á jólunum Útvarpskonan Vala Eiríksdóttir verður með fjóra aðventuþætti á Létt Bylgjunni og Íslensku Bylgjunni næstu þrjá sunnudaga og var fyrsti þátturinn á dagskrá í gær. 30.11.2020 13:31
Stjörnulífið: Aðventan fer vel af stað Stjörnulífið þessa helgina heldur áfram að litast af hertum takmörkunum sem tóku gildi á landinu fyrir nokkrum vikum en fyrsti í aðventu var í gær og héldu margir upp á þann dag í faðmi fjölskyldunnar. 30.11.2020 11:31
Staðið vaktina í 25 ár og er farinn að minna á jólasveininn Jólahúsið á Akureyri þekki margir enda hefur Benedikt Ingi Grétarsson og fjölskylda hans lagt sig gríðarlega fram að gera húsið og umhverfið allt um kring eins ævintýralegt og hugsast getur. 30.11.2020 10:29
„Um leið og ég lendi fæ ég símtal frá bræðrum mínum um að hann sé farinn“ Sigmar sló fyrst í gegn í þáttunum 70 mínútur á Popp Tíví um aldamótin og hefur síðan þá verið þjóðþekktur einstaklingur hér á landi. Í dag á hann nokkra veitingastaði og hefur gert það gott á því sviði. Sigmar Vilhjálmsson er gestur vikunnar í Einkalífinu. 29.11.2020 10:00
Enduðu í keppninni fyrir misskilning en unnu að lokum Hinn séríslenski og áfengislausi bjórinn Bríó vann gullverðlaun í alþjóðlegu bjórkeppninni Brewski Awards í Bandaríkjunum nú á dögunum. 27.11.2020 17:01
Sara segist hafa flúið Ísland eftir langt ofbeldissamband Sara Piana sem hefur í gegnum árin verið umtöluð á Íslandi, hefur hingað til ekki farið í viðtöl í íslenskum fjölmiðlum, en fannst tími til kominn að segja sögu sína, einkum og sér í lagi þar sem hún er nú alfarið flutt til landsins og ætlar að hefja hér næsta kafla í sínu lífi. 27.11.2020 15:34
Funheitt dagatal Slökkviliðsins komið út Dagatal Slökkviliðsins er komið út en í því má sjá tólf myndir af föngulegum slökkviliðsmönnum og konum. 27.11.2020 14:30
Perry og Hurwitz trúlofuð Leikarinn Matthew Perry og Holly Hurwitz eru trúlofuð en Perry er frægastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends en þar fór hann með hlutverk Chandler. 27.11.2020 13:32
Atli fær Grammy-tilnefningu Tónlistarmaðurinn Atli Örvarsson er tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire and Saga. 27.11.2020 12:31
Kristján kominn með nafn Svölu á úlnliðinn Kristján Einar Sigurbjörnsson lét í vikunni flúra á sig nafn kærustunnar sinnar Svölu Björgvinsdóttur. Einnig fékk hann sé flúr með nafni dóttur sinnar, Aþenu. Bæði nöfnin skreyta nú úlnlið sjómannsins. 27.11.2020 11:31