
Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um þær tilslakanir sem gripið verður til nú á miðnætti, þegar tvö hundruð mega koma saman og opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist. Við tökum stöðuna á Landspítalanum og hittum hressa framhaldsskóla krakka sem fagna því ákaft að geta loks haldið skólaböll á ný.