Bóluefni AstraZeneca gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu í dag Bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 gæti fengið skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í dag. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun funda um bóluefnið í dag og ætti niðurstaða varðandi leyfið að liggja fyrir eftir þann fund. 29.1.2021 09:35
Landsbjörg auglýsir útboð á þremur nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur auglýst útboð á þremur nýjum björgunarskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 29.1.2021 08:06
Fengu bætur vegna skýrslu um búsáhaldabyltinguna Alls hafa 23 einstaklingar fengið greiddar bætur frá ríkinu vegna mistaka sem voru gerð við birtingu skýrslu sem unnin var af lögreglu um búsáhaldabyltinguna. 29.1.2021 07:38
Allt að 25 stiga frost við Mývatn Í nótt hefur verið hægur vindur á landinu og víða léttskýjað en við slíkar aðstæður um miðjan vetur sjást oft háar frosttölur. 29.1.2021 07:03
Ísland flokkað sem grænt svæði hjá Sóttvarnastofnun Evrópu Ísland hefur nú fengið grænan lit í litakóðunarkerfið Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. 29.1.2021 06:23
450 afbrigði greinst á landamærunum en þrettán innanlands Frá 15 júní á síðasta ári og til dagsins í dag hafa alls um 450 afbrigði kórónuveirunnar greinst við landamæraskimun hér á landi. Á sama tíma hafa aðeins þrettán afbrigði greinst innanlands. 28.1.2021 12:27
„Kemur vel til greina“ að slaka fyrr á samkomutakmörkunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það koma vel til greina að slaka á samkomutakmörkunum fyrir 17. febrúar ef innanlandssmit halda áfram að vera fá og nýgengi innanlandssmita sömuleiðis. 28.1.2021 11:37
Tveir greindust með veiruna innanlands Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeir voru báðir í sóttkví við greiningu. 28.1.2021 10:54
Óskarsverðlaunaleikkonan Cloris Leachman látin Óskarsverðlaunaleikkonan Cloris Leachman er látin, 94 ára að aldri. Frá þessu er greint á vef Variety en þar segir að Leachman hafi látist af náttúrulegum orsökum. 28.1.2021 08:30
Bein útsending: Janúarráðstefna Festu Janúarráðstefna Festu fer fram þann 28. janúar 2021 frá kl 9.00 og stendur til kl 12.00. 28.1.2021 08:30