varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina.

Nokkrir dagar í Ís­lands­banka­skýrslu

Umsagnarfrestur um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka rennur út í dag og nokkrir dagar eru væntanlega í birtingu.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra Bretlands og sá þriðji á þessu ári. Stjórnarandstaðan kallar eftir kosningum og segir Íhaldsmenn ekki geta teflt fram nýjum leiðtoga í hverjum mánuði.

Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand

Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda.

Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn

Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn.

Frederik­sen boðar til þing­kosninga 1. nóvember

Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 1. nóvember næstkomandi. Frá þessu greindi forsætisráðherrann á blaðamannafundi klukkan 11 í morgun.

Sjá meira