Stjörnulífið: Maraþon, ástin og seiðandi kroppar í sólinni Liðin vika var með eindæmum viðburðarrík hjá stjörnum landsins. Mannlífið iðaði um helgina þar sem Menningarnótt var haldin hátíðlega með fjölbreyttri dagskrá. Sömuleiðis reimuðu fjölmargir á sig hlaupaskóna og tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Þá var ástin og rómantíkin áberandi á samfélagsmiðlum. 26.8.2024 09:18
Tónlistarveisla á Menningarnótt sýnd í beinni útsendingu Árleg tónlistarveisla Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt, laugardaginn 24. ágúst. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 og verða sýndir í opinni dagskrá á Stöð 2 og í beinu streymi hér á Vísi. 23.8.2024 20:02
Hafþór ekki lengur vinsælasti Íslendingurinn á Instagram Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur tekið fram úr aflraunamanninum Hafþóri Júlíusi Björnssyni sem vinsælasti Íslendingurinn á samfélagsmiðlinum Instagram. Laufey er nú með rétt rúmlega 4,4 milljónir fylgjenda en Hafþór er með 4,3 milljónir. 23.8.2024 14:02
Myndaveisla: Suðræn stemning og hlátrasköll Íslenska gamanþáttaröðin Flamingo bar var frumsýnd í Bíó Paradís í gærkvöldi. Húsfyllir var á frumsýningunni og góð stemning meðal gesta sem voru hvattir til að mæta í sumarlegum klæðnaði. 23.8.2024 12:34
Ástfangin í eitt ár Hildur Sif Hauksdóttir, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna, og Páll Orri Pálsson lögfræðingur fögnuðu eins árs sambandsafmæli sínu í gær. Parið opinberaði samband sitt í febrúar á þessu ári og virðist ástin blómstra. 23.8.2024 10:46
„Sorgin er fylgifiskur framtíðar minnar“ „Ég græt þegar minningarnar um Ölmu systur hellast yfir mig og sorgin bankar. En það varir aldrei lengi því það er stutt í brosið yfir öllu því stórkostlega sem hún gaf mér,“ segir hugmynda- og þúsundþjalasmiðurinn Jón Gunnar Geirdal sem missti systur sína eftir tveggja ára baráttu við krabbamein árið 2020. Jón Gunnar er kvæntur, á fjögur börn og lítur þakklætis augum á lífið. 23.8.2024 07:02
Lekker hæð í Laugardalnum Við Silfurteig í Laugarneshverfinu er að finna glæsilega 148 fermetra sérhæð. Eignin er á neðstu hæð í þriggja hæða húsi sem var byggt árið 1948. Ásett verð er 127, 7 milljónir. 22.8.2024 15:05
Jökull leikur sjálfan sig í Glæstum vonum: „Þetta er kannski meira í gríni gert“ Jökull Júlíusson söngvari hljómsveitarinnar Kaleo segir það hafi verið skemmtilegt ævintýri að leika sjálfan sig í sápuóperunni Glæstum vonum. Hann fékk boð um hlutverkið í þáttunum eftir að hafa komið fram í veislu hjá Andrea Bocelli. 22.8.2024 13:17
Jói Fel orðinn afi Einn frægasti veitingamaður landsins Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel, er orðinn afi. Hann greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. 22.8.2024 10:32
Táraflóð eftir óvænt atriði brúðgumans Rakel Orradóttir, markþjálfi og áhrifavaldur, og Rannver Sigurjónsson kírópraktor, giftu sig við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju 17. ágúst síðastliðinn. Nýbökuðu hjónin svífa um á bleiku skýi og njóta nú hveitibrauðsdaganna á fimm stjörnu hóteli á grísku eyjunni Krít. Lífið á Vísi ræddi við hjúin um ástina og stóra daginn. 22.8.2024 07:02