Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rikki G skilar lyklunum að FM957

Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar FM957. Hann mun þó áfram vera hluti af morgunþættinum Brennslunni, en í öðru sæti. Egill Ploder hefur tekið við starfi hans.

„Sam­band okkar hefur alltaf verið flókið“

„Mig langar að vera góð fyrirmynd og vil vera partur af breytingunni sem við konur erum að gera og vinna í,“ segir hin tvítuga Embla Sól Laxdal, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Var mjög heit fyrir lýtalækninum

„Ég elska að vera lengi að mála mig og hlusta á gellu hlaðvarp. Ég elska enn meira að fara í langa sjóðandi heita sturtu,“ segir Tara Sif Birgisdóttir, þjálfari, dansari og fasteignasali, sem lýsir sjálfri sér sem jákvæðri og hreinskilinni girly-girl.

Flytur ekki inn í lúxusíbúðina

Holtsteinn ehf., félag í eigu Þormóðs Jónssonar markaðsmanns hefur sett smekklega og endurnýjaða 138 fermetra íbúð við Efstaleiti í Reykjavík á sölu. Rut Káradóttir inn­an­húss­arki­tekt sá um hönnunina sem er hin glæsilegasta.

Tróð Bjarna og fjöl­skyldu í Toyota Yaris

Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, skutlaði Bjarna í þaulsetnum Toyota Yaris á landsfund flokksins í Laugardalshöll um helgina.

Stjörnulífið: Kær­leiks­ríkir menn á Bessa­stöðum

Marsmánuður er genginn í garð og veturinn mætti aftur með snjókomu, lægðum og öðru fjöri. Mánuðurinn virðist þó fara vel í stjörnur landsins sem hafa það huggulegt í hversdagsleikanum, baka bollur, fagna kærleikanum, í fríi erlendis og skella sér á skíði. 

Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrí­tugt

„Ég held að þetta sé ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Þetta er smá ævintýri og við fáum að leyfa innri prinsessunni eða dívunni að blómstra,“ segir Móeiður Sif Skúladóttir, 37 ára flugfreyja og einkaþjálfari, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland. 

Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs

Leikkonan og flugfreyjan Kristín Pétursdóttir hefur skapað sér og fjölskyldu sinni einstaklega fallegt og hlýlegt heimili í íbúð við Njálsgötu í hjarta Reykjavíkur. Eignin er 69 fermetrar að stærð í reisulegu húsi sem hefur verið í eigu fjölskyldu hennar allt frá árinu 1930.

Sjá meira