Telur virði Ölgerðarinnar þriðjungi yfir markaðsverði Hlutabréf Ölgerðarinnar eru undirverðlögð á markaði ef marka má nýtt verðmat Jakobsson Capital. Aukin framlegð mitt í hrávöruverðshækkunum er helst talin skýrast af stóraukinni sölu og hótela og veitingastaða. 25.1.2023 14:03
Ísafold fjármagnar þriðja sjóðinn og slítur þeim fyrsta Meðaltalsávöxtun lánasjóðsins MF1, sem er í rekstri Ísafold Capital Partners, stefnir í 10,3 prósent á ári frá stofnun við árslok 2015 og fram á vormánuði, þegar sjóðnum verður slitið. Fjármögnun á þriðja sjóði félagsins var nýverið lokið fyrir samtals 7,4 milljarða króna. 24.1.2023 16:33
Verð á ferskum þorski aldrei verið hærra í Noregi Verð á ferskum þorski á norskum fiskmarkaði hefur aldrei verið hærra á þessum tíma árs, samkvæmt gögnum frá Norges Råfisklag, sölusamlagi í Noregi. Þorskverðið á íslenska markaðnum hefur hækkað um fimmtung á milli ára og útlit fyrir frekari verðhækkun. 24.1.2023 12:15
Mest af loðnu fyrir norðan Rannsóknaskip Hafrannsóknarstofnunar, Árni Friðriksson, er nú við loðnuleit. Skipið lagði frá Hafnafirði í síðustu viku og hélt suður fyrir land. Fyrir um viku síðan lagði skipið lykkju á leið sína norðvestur af landinu og hélt síðan til vesturs. Forstjóri Síldarvinslunnar segir ástæðu til bjartýni. 20.1.2023 15:04
Lærdómurinn frá Þýskalandi Hið óhugsandi gerðist þegar Rússland beitti gasvopninu gegn Evrópu. Hvað ef alvöru stríðsátök, til dæmis við Persaflóa, brytust út og olíuverð hækkaði í 200 eða 300 Bandaríkjadali fyrir tunnuna? Þá verður Ísland alveg jafn berskjaldað fyrir þeim hækkunum eins og aðrir. Norðmenn munu selja á heimsmarkaðsverði eftir sem áður, eins og allir aðrir olíuframleiðendur. Við verðum ekki aftur í sömu sápukúlu og síðastliðna 12 mánuði. 18.1.2023 08:00
Ferðamenn straujuðu kortin fyrir 254 milljarða á síðasta ári Erlendar kortafærslur hér á landi á síðasta ári numu nánast sléttum 254 milljörðum króna, að því er kemur fram í nýlegum tölum Seðlabanka Íslands um greiðslumiðlun. 17.1.2023 16:59
Segir Evrópu eiga nægar olíubirgðir í aðdraganda aukinna þvingana Aðildarríki Evrópusambandsins og G7-ríkin búa yfir nægum birgðum af hráolíu, dísilolíu og flugvélaeldsneyti til að komast í gegnum áhrifin af auknum viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi, að sögn Kadri Simpson sem fer fyrir orkumálum Evrópusambandsins. 16.1.2023 11:55
Greiningardeildir bjartsýnni á verðbólguhorfur en Hagar Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn spá því að vísitala neysluverðs hækki í janúar, en árstaktur verðbólgunnar lækki frá því í desember. Samkvæmt spá Íslandsbanka sem birtist nú í morgunsárið mun árstaktur verðbólgunnar lækka í 9,2 prósent þegar janúarmæling Hagstofunnar verður gerð opinber. Fyrr í vikunni spáði Landsbankinn því að árstaktur verðbólgunnar lækkaði í 9,4 prósent í janúar. 13.1.2023 10:56
Svíþjóð stærsti raforkuútflytjandi Evrópu á síðasta ári Svíþjóð seldi um 33 teravattstundir af raforku út fyrir landsteinana á árinu 2022 og velti þar með Frakklandi úr sessi sem stærsta útflytjanda raforku í Evrópu. 12.1.2023 16:05
Ríkið vinnur meirihluta einkamála á sviði skatta fyrir dómstólum Ríkið ber sigur í um 65 prósent þeirra einkamála sem skattaðilar sækja fyrir dómstólum, þrátt fyrir að í öllum tilfellum hafi fyrirtækin sjálf sótt málið. Þetta kemur fram í gagnagrunni Deloitte um einkamál fyrirtækja gagnvart skattayfirvöldum sem spannar aftur til ársins 2005. 11.1.2023 10:09
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent