Þórgnýr Einar Albertsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Umfangsmikil leit að hryðjuverkamanni

Sprengjuárás á neðanjarðarlest í Lundúnum er rannsökuð sem hryðjuverk. Hundruð lögreglumanna leituðu árásarmannsins í gær en talið er að hann hafi flúið af vettvangi.

Kókaín og gras áfram vinsælt

Mest er verslað með gras, amfetamín og kókaín á ólöglegum fíkniefnamarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÁÁ um mánaðarlega könnun á verðlagi á slíkum efnum sem gerð var á innrituðum sjúklingum á Vogi.

Ekki víst að flensa verði jafn skæð hér og í Ástralíu

Heilbrigðisstofnun Bretlands (NHS) hefur varað við því að sjúkrahús þurfi nú að búa sig undir skæðan inflúensufaraldur. Frá þessu greindu breskir miðlar í gær. "Það er í raun ekkert hægt að segja fyrr en inflúensa byrjar um hvort hún verði verri hér en í fyrra. Þótt hún hafi verið verri í Ástralíu er ekki hægt að segja að það verði eins á norðurhveli jarðar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Bretar muni sjá eftir Brexit

Bretar munu sjá eftir því að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á Evrópuþinginu í gær.

Vetnissprengjan gæti hafa verið öflugri en talið var

Vetnissprengjan sem norðurkóreski herinn sprengdi neðanjarðar fyrr í mánuðinum gæti hafa verið mun öflugri en upphaflega var talið. Þetta sýna niðurstöður Kóreustofnunar John Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum.

Fimm fórust á hjúkrunar­heimili í Flórída eftir Irmu

Fimm létust á hjúkrunar­heimili í Flórída í gær eftir að fellibylurinn Irma gekk þar yfir. Hjúkrunarheimilið, sem er í Hollywood í Flórída, hefur verið rafmagnslaust dögum saman og var það rýmt í gær enda afar heitt þar inni þar sem loftræsting virkar ekki.

Höldum áfram segir Solberg

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir tveggja flokka minnihlutastjórn flokks síns, Hægriflokksins, með Framfaraflokknum, geta haldið samstarfi sínu áfram.

Sjá meira