Blaðamenn fara í verkfall á morgun Fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara nú fyrir stundu án þess að samningar næðust. Verkfall skellur á á morgun. 21.11.2019 21:34
Bloomberg færist nær forsetaframboði Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg hefur skilað inn tilskyldum gögnum sem þarf til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári 21.11.2019 21:15
Apple hætti skyndilega við frumsýningu nýrrar myndar vegna „áhyggja“ Bandaríski tæknirisinn Apple tilkynnti skyndilega í gær að fyrsta kvikmyndin sem framleidd var fyrir Apple TV+ streymisveituna yrði ekki frumsýnd í kvöld, líkt og til stóð. 21.11.2019 19:45
Voðaskot úr sönnunargagni varð saksóknara að bana í dómsal Saksóknari í Suður-Afríku lést í vikunni eftir að skot hljóp úr haglabyssu sem var sönnunargagn í dómsmáli sem hún sótti. 21.11.2019 19:00
Jón er nýr stjórnarformaður Símans Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða, er nýr stjórnarformaður Símans eftir að ný stjórn kjörinn í dag. elga Valfells hefur verið kjörin varaformaður stjórnarinnar. 21.11.2019 17:32
Vitnisburði sendiherrans líkt við tundurskeyti á varnir forsetans Vitnisburði Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu, er líkt við tundurskeyti á varnir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og helstu bandamanna hans gegn rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum forsetans. 20.11.2019 23:23
Tússaðir minnispunktar Trump vekja athygli Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann. 20.11.2019 21:15
Þriðji „hákarlinn“ segir af sér vegna Samherjamálsins James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið einn af hákörlunum í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu 20.11.2019 19:50
Felur stjórn RÚV að stofna dótturfélag fyrir áramót Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, hefur falið stjórn RÚV að hrinda í framkvæmd stofnun dótturfélags fyrir aðra starfsemi RÚV en fjölmiðlun í almannaþágu. Stjórnin hefur til áramóta til þess að stofna dótturfélag. 20.11.2019 18:57
Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20.11.2019 18:15