Hundruð ókunnugra syrgðu með ekklinum í útför fórnarlambs í skotárásinni í El Paso Hundruð ókunnugra létu sjá sig til þess að sýna Antonio Basco samhug og stuðning er eiginkona hans var borinn til grafar í El Paso í Bandaríkjunum í gær. Hún var skotin til bana í skotárásinni í borginni sem varð 22 að bana fyrr í mánuðinum. 17.8.2019 22:31
Enn kviknar skógareldur á Kanarí Álag hefur aukist á slökkviliðsmenn á Kanarí-eyjum eftir að þriðji skógareldurinn á rúmri viku á kviknaði á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. 17.8.2019 21:17
Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17.8.2019 20:38
Enginn með alla rétta í hundrað milljón króna lottó-útdrætti Enginn var með allar lottótölurnar réttar í Lottó 5/40 þegar dregið var í kvöld. Það var til mikils að vinna en rétt rúmlega 100 milljónir voru í boði fyrir þann sem hefði verið með allar tölur réttar. 17.8.2019 19:38
Atlantshafssigling Gretu Thunberg eins og „útilega í rússíbana“ Í dag eru fjórir dagar liðnir af tveggja vikna siglingu sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg á leið hennar yfir Atlantshafið frá Bretlandi til Bandaríkjanna á tvær loftslagsráðstefnur. 17.8.2019 18:17
Hlutabréf General Electric hríðféllu eftir ásakanir um gríðarleg fjársvik Maðurinn sem koma auga á umfangsmikið pýramída-svindl Bernie Madoff hefur birt skýrslu þar sem hann sakar bandaríska stórfyrirtækið General Electric um að fela gríðarlegt meint tap fyrirtækisins með ólögmætum bókhaldsfærslum. Hann segir hin meintu fjársvik vera umfangsmeira en Enron-málið á sínum tíma 15.8.2019 23:21
Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15.8.2019 22:31
Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. 15.8.2019 21:07
Íslendingurinn í Noregi gæti sloppið við refsingu Íslenski karlmaðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Stavangri eftir ólæti um borð í flugvél Wizz Air á leið til Íslands frá Búdapest í dag hefur verið sleppt úr haldi. Hann gæti sloppið við refsingu. 15.8.2019 20:29
Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15.8.2019 20:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent