Skipverjinn féll útbyrðis og drukknaði Skipverji sem fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík féll frá borði báts síns og drukknaði. Umfangsmikil leit hófst að honum eftir að bátur hanns fannst mannlaus, strandaður við Engey. 18.10.2022 13:32
Telur umræðu um aukna greiðslubyrði á villigötum Umræða um aukna greiðslubyrði lána sem bera breytilega vexti er á villigötum að mati Rannveigar Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra. Hún segir mjög algengt að þeir sem hafi tekið slík lán hafi blandað þeim saman við verðtryggð lán, sem mildi áhrif. Tilbúin dæmi sem sýni miklar hækkanir á greiðslubyrði slíkra lána segi ekki alla söguna. 18.10.2022 12:06
Bein útsending: Opinn fundur með fulltrúum Seðlabankans Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund með fulltrúum Seðlabankans klukkan 9.10. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan. 18.10.2022 08:40
Dregur úr virkni og ferðabanni aflétt Lögreglan á Suðurlandi hefur aflétt banni sem sett var á ferðir að Kötlujökli í gær vegna jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli. Dregið hefur úr virkni í dag. 17.10.2022 14:54
Segir Truss hanga á bláþræði eftir u-beygju morgunsins Ríkisstjórn Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hangir á bláþræði að mati stjórnmálaskýranda BBC. Nýr fjármálaráðherra hennar kynnti í morgun efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. 17.10.2022 13:43
Tekist á um vitneskju um hámarkshraða rafhlaupahjóls Tekist var á um það í Héraðsdómstól Norðurland eystra á dögunum hvort að eigandi rafhlaupahjóls á Akureyri hafi mátt vita að rafhlaupahjól hennar kæmist á meiri hraða en 25 km/klst og væri þar af leiðandi skráningarskylt. Í prófunum lögreglu mældist hámarkshraði hjólsins á yfir 50 km/klst. Héraðsdómur taldi þó ekki sannað að eigandanum hafi mátt vera ljóst um þennan hámarkshraða. 17.10.2022 11:11
Gasið flæðir frá Frakklandi til Þýskalands í fyrsta sinn Gas er nú byrjað að flæða frá Frakklandi til Þýskalands í fyrsta sinn. Þetta er hluti af aukinni samvinnu ríkjanna í orkumálum vegna orkukreppu í Evrópu. 13.10.2022 22:58
Gangi ekki að lykilstarfsmanni sé meinaður aðgangur að tilteknum lykilupplýsingum Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að það gangi ekki að framkvæmdastjóri fjármála fyrirtækisins sé meinaður aðgangur að tilteknum fjárhagslegum og rekstrarlegum upplýsingum fyrirtækisins, líkt og raunin er vegna fjölskyldutengsla framkvæmdastjórans við stjórnarformann Sýnar. 13.10.2022 21:07
Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13.10.2022 20:26
Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra samþykkti einróma á opnum fundi nefndarinnar að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til að mæta fyrir þingnefndina. 13.10.2022 20:03