Sáu eldinn hlaupa upp eftir klæðningunni er þeir renndu í hlað Slökkviliðið telur sig vera búið að slökkva eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Eddufelli í Breiðholti fyrr í kvöld. Tilkynnt var um lítinn eld í fyrstu en fljótlega varð ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur við slökkvistarf. 1.1.2019 22:27
Eldur í Eddufelli Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds á svölum í Eddufelli 8 í Breiðholti 1.1.2019 21:44
Kevin Spacey þarf að mæta í dómsal Dómari í Massachussets-ríki Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Kevin Spacey um að leikarinn þurfi ekki að mæta í dómsal þegar honum verður formlega lesin ákæra fyrir að hafa ráðist kynferðislega á dreng á táningsaldri árið 2016. 1.1.2019 21:31
Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári og hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 1.1.2019 20:00
Kjarnorkusprengjukveðja sló ekki í gegn Forsvarsmenn Yfirstjórnar kjarnorkuvopnabúrs Bandaríkjahers hafa beðist afsökunar á nýárskveðju sem birt var á Twitter-reikningi vopnabúrsins í gær. 1.1.2019 19:00
Bíll fór niður um ís Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni kom fjórum ferðalöngum aðstoðar í dag eftir að bíll þeirra hafði farið niður um ís á hálendingu ofan við Laugavatn, við fjallið Gullkistu. 1.1.2019 17:51
New Horizons flaug framhjá Ultima Thule Bandaríska geimfarið New Horizons átti í dag stefnumót við frosna fyrirbærið Ultima Thule í 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðu. Ekkert geimfar hefur áður kannað fyrirbæri í álíka fjarlægð frá heimkynnum mannsins. 1.1.2019 17:32
Vilja rjúfa þúsund íbúa múrinn í Hörgársveit Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. 23.12.2018 23:30
Erlendar fréttir ársins: Brúðkaup aldarinnar 2018, bíl skotið út í geim og „annus horribilis“ hjá Facebook Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. 21.12.2018 09:15
Brá þegar hún fékk plastþræði í kaffisúkkulaði frá Góu Framleiðslustjóri Góu segir plastið hættulaust, um einangrað tilfelli sé að ræða en ef fleiri tilfelli komi upp verði varan innkölluð. 20.12.2018 15:34