HÍ býður almenningi að sitja námskeið í þjóðhagfræði Hagfræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða áhugasömum að að sækja sér að kostnaðarlausu háskólafyrirlestra í þjóðhagfræði handa byrjendum nú í haust. 24.8.2018 14:38
Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24.8.2018 14:15
Kvörtun til Persónuverndar varpar ljósi á hatrammar nágrannadeilur Ábúendum í dreifbýli í ónefndu sveitarfélagi hefur verið gert að breyta sjónarhorni myndavélar sem þau notuðu til að vakta nærumhverfi sitt. Nágranni þeirra á næsta bæ kvartaði undan vöktuninni og sagðist upplifa sig undur stöðugu eftirliti nágrannanna. Samskipti nágrannanna eru rakin í úrskurði Persónuverndar og ljóst er að töluvert hefur gengið á þeirra á milli. 24.8.2018 11:15
HK brotlegt við persónuverndarlög gegn ungum iðkenda Íþróttafélagið HK í Kópavogi gerðist brotlegt við persónuverndarlög þegar því láðist að láta forráðamann ungrar stúlku vita að starfsmaður íþróttafélagsins hafði miðlað nafni stúlkunnar til þriðja aðila 24.8.2018 10:11
Kókosolía ekki eitur en sýna ætti mikla hófsemi í neyslu hennar Innflutningur á kókosolíu til neyslu hef aukist umtalsvert á undanförnum árum. Varhugavert er þó að neyta hennar í miklu magni vegna aukinnar hættu á hjartasjúkdómum að mati hjartalæknis. 23.8.2018 19:00
Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 22.8.2018 19:30
Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21.8.2018 16:01
Hundur réðst á eiganda sinn í Vestmannaeyjum Eigandinn, kona á fertugsaldri, hlaut töluverða áverka við augu og var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar. 21.8.2018 15:45
Bakgrunnur þeirra sem komi að íþróttastarfi verði skoðaður Óheimilt verður að ráða til starfa hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga ef tillögur starfshóps sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðherra vegna #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna ganga eftir. 21.8.2018 14:35
Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21.8.2018 13:34