Fréttir Ríkisstjórnin eflir íslenska kvikmyndagerð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu í dag ásamt fulltrúum samtaka kvikmyndagerðarmanna samkomulag til næstu fjögurra ára um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar. Innlent 14.11.2006 17:06 Hægt að banna ungum ökumönnum að aka á tilteknum tímum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp til breytinga á umferðarlögum. Frumvarpið felur það í sér að hægt verður að gera ökutæki upptæk ef ökumaður gerist sekur um gróf og endurtekin brot á umferðarlögum. Í frumvarpinu er lagt til að settar verði reglur um stigskipt ökuskírteini. Heimilt verður þannig að banna yngri ökumönnum að aka á bifreið á tilteknum tíma sólarhrings, takmarka farþegafjölda þeirra og takmarka vélarafl ökutækjanna sem þeir stýra. Innlent 14.11.2006 16:51 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Ívari Smára Guðmundssyni. Lögregla telur ástæðu til að ætla að Ívar Smári geti verið varasamur og er fólk hvatt til að vera á varðbergi. Ívar er refsifangi af Litla Hrauni og er að afplána 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Hann strauk frá fangaflutningsmönnum við Héraðsdóm Reykjavíkur um kl. 15:00 í dag. Hann var klæddur í svartan stuttermabol og græna hettupeysu þegar hann hljóp frá fangaflutningsmönnum. Ívar er 26 ára gamall. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ívars eru vinsamlega beðnir um hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444-1000. Innlent 14.11.2006 16:51 S-Afríka leyfir hjónabönd samkynhneigðra Erlent 14.11.2006 16:48 Málfrelsi á undanhaldi Erlent 14.11.2006 16:46 Gekk ítrekað í skrokk á barnsmóður sinni Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárásir á fyrrum sambýliskonu sína og barnsmóður. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir húsbrot, brot á nálgunarbanni og fíkniefnalagabrot. Hann var sýknaður af vopnalagabroti. Innlent 14.11.2006 16:30 Rússar sagðir vera að ná undir sig gasmarkaði Evrópu Efnahagssérfræðingar NATO hafa varað við því að Rússar kunni að vera að búa til bandalag gasframleiðsluríkja allt frá Alsír til Mið-Asíu, sem noti gasið sem pólitískt vopn gegn Evrópu. Erlent 14.11.2006 16:21 Taka á upp svartlista Evrópusambandsins á flugrekstraraðilum Innleiða á reglur um svartlista Evrópusambandsins á flugrekstraraðilum. Svartlistarnir fela í sér bann við flugi einstakra flugrekenda eða bann á öllu flugi frá einstökum ríkjum. Innlent 14.11.2006 16:18 Berrassaðir nágrannar Í Svíþjóð er leyfilegt að mynda nágranna sína berrassaða, jafnvel í ástarleikjum, bara ef þeir vita ekki af því. Þetta er niðurstaða sem kemur eftir tveggja ára vangaveltur. Erlent 14.11.2006 16:04 Lækjargata lokuð til norðurs vegna framkvæmda Lækjargata verður lokuð til norðurs við Hverfisgötu næstu tíu dagana vegna framkvæmda. Lokað verður í fyrramáli klukkan tíu. Innlent 14.11.2006 15:52 365 mótmæla frumvarpi um Ríkisútvarpið Fjölmiðlafyrirtækið 365 mótmælir frumvarpi um Ríkisútvarpið sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. 365 rekur meðal annars NFS. Í formlegri umsögn um frumvarp til laga um Ríkisútvarpið sem 365 hefur sent Alþingi segir meðal annars að með lögfestingu frumvarpsins telji 365 að enn frekar verði aukið á forskot RÚV á íslenskum markaði ljósvakamiðla og um leið vegið að starfsemi einkarekinna fjölmiðla. Að mati 365 er sú stefna í "hróplegu ósamræmi við þjóðfélagsstrauma í íslensku samfélagi og þau sjónarmið um jafnræði sem sífellt hafa fengið meira vægi, m.a. í löggjöf og samningum sem Ísland á aðild að." Innlent 14.11.2006 15:35 Sendiherrar fara oft út bakdyramegin Algengt er að sendiherrar erlendra ríkja fari bakdyramegin út úr utanríkisráðuneytinu, að sögn siðameistara þar. Innlent 14.11.2006 15:16 Akureyrarbær styrkir Flugsafn Íslands Akureyrarbær og Flugsafn Íslands hafa skrifað undir samning um framlag bæjarins til byggingar safnahúss undir starfsemi safnsins. Innlent 14.11.2006 15:04 Tugir teknir vegna lóðabrasks á sólarströndum Spánar Tugir embættismanna hafa verið handteknir fyrir lóðabrask á Miðjarðarhafsströnd Spánar, þar sem fjölmargir Íslendingar eiga hús. Meðal hinna handteknu eru borgarstjórar og borgarfulltrúar sem eru grunaðir um mútuþægni. Erlent 14.11.2006 14:47 Þyrlur Gæslunnar að fara frá Höfn Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-Líf og nýja leiguþyrla Gæslunnar, eru nú að leggja af stað frá Höfn í Hornafirði. Þyrlurnar hafa verið þar í viðbragðsstöðu vegna erlends flutningaskips, sem lenti í háska rúmar hundrað sjómílur suðaustur af landinu, þegar aðalvél þess bilaði í nótt. Skipið siglir á ný fyrir eigin vélarafli áleiðis til Reyðarfjarðar þangað sem skipið er væntanlegt klukkan sex í kvöld. Innlent 14.11.2006 14:47 Hagnaður Wal-Mart jókst um 11,5 prósent Hagnaður bandarísku verslanakeðjunnar Wal-Mart á þriðja fjórðungi ársins nam 2,7 milljörðum dala eða tæpum 187 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 11,5 prósenta aukning á milli ára. Afkoman í Bandaríkjunum var slök en þeim mun betri í öðrum löndum. Viðskipti erlent 14.11.2006 14:47 Rætt um stóriðju á Suðurlandi Iðnaðarráðherra var sakaður um tvískinnung á Alþingi í dag þegar hann segði enga stóriðjustefnu hér á landi heldur væri það á valdi sveitarfélaganna sjálfra að taka ákvörðun um orkufrekan iðnað. álversáform í Þorlákshöfn voru gagnrýnd í utandagskrárumræðu, sem Álfheiður Ingadóttir, VG. hóf. Innlent 14.11.2006 14:31 Öxnadalsheiði fær á ný Innlent 14.11.2006 14:24 "Jihad" er ekki heilagt stríð Islamskur heimspekingur sem átti fund með Benedikt páfa segir að hann sé enginn sérfræðingur í trúfræðum múslima, en þyrsti í meiri fróðleik um trúna og vilji eiga einlægar viðræður við fylgjendur hennar. Erlent 14.11.2006 14:06 Einn og hálfan tíma tók að rétta vörubílinn af Búið er ná vörubíl aftur á hjólin eftir að hann valt við verslun í Lágmúla í dag. Vörubíllinn var að hífa gifsplötur við verslunina á tólfta tímanum í dag þegar ein af undirstöðum bílsins gaf sig og hann valt á hliðina. Hvorki bílstjóra né vegfarendur sakaði. Innlent 14.11.2006 13:36 Danir vilja hermenn sína heim frá Írak Meirihluti Dana er andvígur því að hafa danska hermenn áfram í Írak, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í Jótlandspóstinum í dag. Um 470 danskir hermenn eru í Írak. Erlent 14.11.2006 13:11 Heimdallur gagnrýnir fjölmiðlafrumvarpið Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að falla frá hugmyndum um hámarkseignarhlutdeild, sem fram koma í svonefndu fjölmiðlafrumvarpi. Innlent 14.11.2006 12:28 Rúmlega 100 rænt Vopnaðir uppreisnarmenn rændu í morgun rúmlega hundrað starfsmönnum menntamálaráðuneytisins í Bagdad, höfuðborg Íraks. Aðeins karlmönnum var rænt. Erlent 14.11.2006 12:31 Rannsakað sem manndráp af gáleysi Banaslysið á Reykjanesbraut á laugardagskvöld er rannsakað sem manndráp af gáleysi. Mennirnir tveir sem komust lífs af úr slysinu hafa verið úrskurðaðir í farbann til nóvemberloka og hafa réttarstöðu sakborninga. Innlent 14.11.2006 12:25 Skipið á leið til Reyðarfjarðar Erlent flutningaskip, sem lenti í háska í roki og stórsjó rúmar hundrað sjómílur suðaustur af landinu þegar aðalvél þess bilaði í nótt, siglir á ný fyrir eigin vélarafli áleiðis til Reyðarfjarðar. Hættan er talin liðin hjá. Innlent 14.11.2006 12:16 Öxnadalsheiðin er ófær Ófært er um Öxnadalsheiði en þar er stórhríð. Stórhríð er einnig á Þverárfjalli og á leiðinni í Fljótin. Verið er að opna milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Færð er víðast hvar þung. Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Innlent 14.11.2006 11:36 Fjögurra klukkustunda kynlífsmyndband af Britney Spears Ótti ríkir í herbúðum Britney Spears eftir að upplýst var að eiginmaður hennar Kevin Federline, hefur undir höndum fjögurra klukkustunda myndband af þeim hjónum í villtum ástarleikjum. Erlent 14.11.2006 11:30 Óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Matsfyrirtækið Fitch Ratings birti í dag árlega skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf. Fyrirtækið staðfesti óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt AA- og AAA fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Horfur fyrir lánshæfismatið eru enn neikvæðar, að mati Fitch. Viðskipti innlent 14.11.2006 11:04 Óbreytt verðbólga í Bretlandi Verðbólga í Bretlandi mældist 2,4 prósent í október sem er óbreytt frá mánuðinum á undan og lægra en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Þetta er sagt auka líkurnar á því að stýrivaxtahækkunin í síðustu viku verði sú síðasta í bráð. Viðskipti erlent 14.11.2006 10:57 Íhuga að leyfa konum að kjósa Stjórnvöld í Saudi-Arabíu eru að íhuga að leyfa konum að bjóða sig fram og kjósa í sveitastjórnarkosningum. Hinsvegar verður þeim ekki leyft að keyra bíl, í bráð, enda beri stjórnvöld ábyrgð á þeim. Erlent 14.11.2006 10:46 « ‹ 319 320 321 322 323 324 325 326 327 … 334 ›
Ríkisstjórnin eflir íslenska kvikmyndagerð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu í dag ásamt fulltrúum samtaka kvikmyndagerðarmanna samkomulag til næstu fjögurra ára um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar. Innlent 14.11.2006 17:06
Hægt að banna ungum ökumönnum að aka á tilteknum tímum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp til breytinga á umferðarlögum. Frumvarpið felur það í sér að hægt verður að gera ökutæki upptæk ef ökumaður gerist sekur um gróf og endurtekin brot á umferðarlögum. Í frumvarpinu er lagt til að settar verði reglur um stigskipt ökuskírteini. Heimilt verður þannig að banna yngri ökumönnum að aka á bifreið á tilteknum tíma sólarhrings, takmarka farþegafjölda þeirra og takmarka vélarafl ökutækjanna sem þeir stýra. Innlent 14.11.2006 16:51
Lögreglan lýsir eftir strokufanga Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Ívari Smára Guðmundssyni. Lögregla telur ástæðu til að ætla að Ívar Smári geti verið varasamur og er fólk hvatt til að vera á varðbergi. Ívar er refsifangi af Litla Hrauni og er að afplána 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Hann strauk frá fangaflutningsmönnum við Héraðsdóm Reykjavíkur um kl. 15:00 í dag. Hann var klæddur í svartan stuttermabol og græna hettupeysu þegar hann hljóp frá fangaflutningsmönnum. Ívar er 26 ára gamall. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ívars eru vinsamlega beðnir um hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444-1000. Innlent 14.11.2006 16:51
Gekk ítrekað í skrokk á barnsmóður sinni Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárásir á fyrrum sambýliskonu sína og barnsmóður. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir húsbrot, brot á nálgunarbanni og fíkniefnalagabrot. Hann var sýknaður af vopnalagabroti. Innlent 14.11.2006 16:30
Rússar sagðir vera að ná undir sig gasmarkaði Evrópu Efnahagssérfræðingar NATO hafa varað við því að Rússar kunni að vera að búa til bandalag gasframleiðsluríkja allt frá Alsír til Mið-Asíu, sem noti gasið sem pólitískt vopn gegn Evrópu. Erlent 14.11.2006 16:21
Taka á upp svartlista Evrópusambandsins á flugrekstraraðilum Innleiða á reglur um svartlista Evrópusambandsins á flugrekstraraðilum. Svartlistarnir fela í sér bann við flugi einstakra flugrekenda eða bann á öllu flugi frá einstökum ríkjum. Innlent 14.11.2006 16:18
Berrassaðir nágrannar Í Svíþjóð er leyfilegt að mynda nágranna sína berrassaða, jafnvel í ástarleikjum, bara ef þeir vita ekki af því. Þetta er niðurstaða sem kemur eftir tveggja ára vangaveltur. Erlent 14.11.2006 16:04
Lækjargata lokuð til norðurs vegna framkvæmda Lækjargata verður lokuð til norðurs við Hverfisgötu næstu tíu dagana vegna framkvæmda. Lokað verður í fyrramáli klukkan tíu. Innlent 14.11.2006 15:52
365 mótmæla frumvarpi um Ríkisútvarpið Fjölmiðlafyrirtækið 365 mótmælir frumvarpi um Ríkisútvarpið sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. 365 rekur meðal annars NFS. Í formlegri umsögn um frumvarp til laga um Ríkisútvarpið sem 365 hefur sent Alþingi segir meðal annars að með lögfestingu frumvarpsins telji 365 að enn frekar verði aukið á forskot RÚV á íslenskum markaði ljósvakamiðla og um leið vegið að starfsemi einkarekinna fjölmiðla. Að mati 365 er sú stefna í "hróplegu ósamræmi við þjóðfélagsstrauma í íslensku samfélagi og þau sjónarmið um jafnræði sem sífellt hafa fengið meira vægi, m.a. í löggjöf og samningum sem Ísland á aðild að." Innlent 14.11.2006 15:35
Sendiherrar fara oft út bakdyramegin Algengt er að sendiherrar erlendra ríkja fari bakdyramegin út úr utanríkisráðuneytinu, að sögn siðameistara þar. Innlent 14.11.2006 15:16
Akureyrarbær styrkir Flugsafn Íslands Akureyrarbær og Flugsafn Íslands hafa skrifað undir samning um framlag bæjarins til byggingar safnahúss undir starfsemi safnsins. Innlent 14.11.2006 15:04
Tugir teknir vegna lóðabrasks á sólarströndum Spánar Tugir embættismanna hafa verið handteknir fyrir lóðabrask á Miðjarðarhafsströnd Spánar, þar sem fjölmargir Íslendingar eiga hús. Meðal hinna handteknu eru borgarstjórar og borgarfulltrúar sem eru grunaðir um mútuþægni. Erlent 14.11.2006 14:47
Þyrlur Gæslunnar að fara frá Höfn Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-Líf og nýja leiguþyrla Gæslunnar, eru nú að leggja af stað frá Höfn í Hornafirði. Þyrlurnar hafa verið þar í viðbragðsstöðu vegna erlends flutningaskips, sem lenti í háska rúmar hundrað sjómílur suðaustur af landinu, þegar aðalvél þess bilaði í nótt. Skipið siglir á ný fyrir eigin vélarafli áleiðis til Reyðarfjarðar þangað sem skipið er væntanlegt klukkan sex í kvöld. Innlent 14.11.2006 14:47
Hagnaður Wal-Mart jókst um 11,5 prósent Hagnaður bandarísku verslanakeðjunnar Wal-Mart á þriðja fjórðungi ársins nam 2,7 milljörðum dala eða tæpum 187 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 11,5 prósenta aukning á milli ára. Afkoman í Bandaríkjunum var slök en þeim mun betri í öðrum löndum. Viðskipti erlent 14.11.2006 14:47
Rætt um stóriðju á Suðurlandi Iðnaðarráðherra var sakaður um tvískinnung á Alþingi í dag þegar hann segði enga stóriðjustefnu hér á landi heldur væri það á valdi sveitarfélaganna sjálfra að taka ákvörðun um orkufrekan iðnað. álversáform í Þorlákshöfn voru gagnrýnd í utandagskrárumræðu, sem Álfheiður Ingadóttir, VG. hóf. Innlent 14.11.2006 14:31
"Jihad" er ekki heilagt stríð Islamskur heimspekingur sem átti fund með Benedikt páfa segir að hann sé enginn sérfræðingur í trúfræðum múslima, en þyrsti í meiri fróðleik um trúna og vilji eiga einlægar viðræður við fylgjendur hennar. Erlent 14.11.2006 14:06
Einn og hálfan tíma tók að rétta vörubílinn af Búið er ná vörubíl aftur á hjólin eftir að hann valt við verslun í Lágmúla í dag. Vörubíllinn var að hífa gifsplötur við verslunina á tólfta tímanum í dag þegar ein af undirstöðum bílsins gaf sig og hann valt á hliðina. Hvorki bílstjóra né vegfarendur sakaði. Innlent 14.11.2006 13:36
Danir vilja hermenn sína heim frá Írak Meirihluti Dana er andvígur því að hafa danska hermenn áfram í Írak, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í Jótlandspóstinum í dag. Um 470 danskir hermenn eru í Írak. Erlent 14.11.2006 13:11
Heimdallur gagnrýnir fjölmiðlafrumvarpið Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að falla frá hugmyndum um hámarkseignarhlutdeild, sem fram koma í svonefndu fjölmiðlafrumvarpi. Innlent 14.11.2006 12:28
Rúmlega 100 rænt Vopnaðir uppreisnarmenn rændu í morgun rúmlega hundrað starfsmönnum menntamálaráðuneytisins í Bagdad, höfuðborg Íraks. Aðeins karlmönnum var rænt. Erlent 14.11.2006 12:31
Rannsakað sem manndráp af gáleysi Banaslysið á Reykjanesbraut á laugardagskvöld er rannsakað sem manndráp af gáleysi. Mennirnir tveir sem komust lífs af úr slysinu hafa verið úrskurðaðir í farbann til nóvemberloka og hafa réttarstöðu sakborninga. Innlent 14.11.2006 12:25
Skipið á leið til Reyðarfjarðar Erlent flutningaskip, sem lenti í háska í roki og stórsjó rúmar hundrað sjómílur suðaustur af landinu þegar aðalvél þess bilaði í nótt, siglir á ný fyrir eigin vélarafli áleiðis til Reyðarfjarðar. Hættan er talin liðin hjá. Innlent 14.11.2006 12:16
Öxnadalsheiðin er ófær Ófært er um Öxnadalsheiði en þar er stórhríð. Stórhríð er einnig á Þverárfjalli og á leiðinni í Fljótin. Verið er að opna milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Færð er víðast hvar þung. Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Innlent 14.11.2006 11:36
Fjögurra klukkustunda kynlífsmyndband af Britney Spears Ótti ríkir í herbúðum Britney Spears eftir að upplýst var að eiginmaður hennar Kevin Federline, hefur undir höndum fjögurra klukkustunda myndband af þeim hjónum í villtum ástarleikjum. Erlent 14.11.2006 11:30
Óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Matsfyrirtækið Fitch Ratings birti í dag árlega skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf. Fyrirtækið staðfesti óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt AA- og AAA fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Horfur fyrir lánshæfismatið eru enn neikvæðar, að mati Fitch. Viðskipti innlent 14.11.2006 11:04
Óbreytt verðbólga í Bretlandi Verðbólga í Bretlandi mældist 2,4 prósent í október sem er óbreytt frá mánuðinum á undan og lægra en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Þetta er sagt auka líkurnar á því að stýrivaxtahækkunin í síðustu viku verði sú síðasta í bráð. Viðskipti erlent 14.11.2006 10:57
Íhuga að leyfa konum að kjósa Stjórnvöld í Saudi-Arabíu eru að íhuga að leyfa konum að bjóða sig fram og kjósa í sveitastjórnarkosningum. Hinsvegar verður þeim ekki leyft að keyra bíl, í bráð, enda beri stjórnvöld ábyrgð á þeim. Erlent 14.11.2006 10:46
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent