Hryðjuverk í London

Fréttamynd

Skýrar andstæður

George W. Bush Bandaríkjaforseti telur að andstæðurnar á milli þjóðarleiðtoganna í Gleneagles í Skotlandi og tilræðismannanna í New York gætu ekki verið skarpari.

Erlent
Fréttamynd

Talað um fjórar sprengingar

Samkvæmt nýjustu fréttaskeytum voru sprengingarnar í London fjórar en fyrr í dag var talið að þær hefðu ekki verið færri en sex. Breska útvarpið greinir frá skelfilegum aðstæðum á vettvangi: fólk sem misst hefur útlimi og er mjög illa leikið.

Erlent
Fréttamynd

Sjónarvottar segja fleiri látna

Breska útvarpið, BBC, segir að árás hafi verið gerð á Lundúnir. Yfirvöld vilja ekki segja neitt um hvað kann að hafa gerst en engir aðrir velkjast í vafa um að hryðjuverkaárásir hafi verið gerðar. Fjöldi fólks hefur slasast og og staðfestu hefur verið að tveir féllu. Sjónarvottar sem breskir fjölmiðlar ræða við greina frá mun fleiri föllnum.

Erlent
Fréttamynd

Hið minnsta 37 látnir

Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum í dag. Tala þeirra sem fórust hefur verið mjög á reiki í dag. Reuters-fréttaþjónustan hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist.

Erlent
Fréttamynd

Tíu létust við King´s Cross

CNN greindi rétt í þessu frá því að tíu hefðu farist í árásinni við King´s Cross stöðina. Ferðir Eurostar-lesta um Ermasundsgöngin hafa verið felldar niður í kjölfar árásanna. Víðar í Evrópu berast fregnir sem ýta undir óttann: tvær stórar verslunarmiðstöðvar hafa til að mynda verið rýmdar í Búdapest og í Varsjá varð mikið uppnám vegna bruna í megin stjórnarbyggingunni þar.

Erlent
Fréttamynd

37 látnir; al-Qaida ábyrg

Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásum í Lundúnum í dag. Hópur tengdur al-Qaida kveðst bera ábyrgð á sjö sprengingum á fjórum stöðum í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Hóta Dönum og Ítölum sömu meðferð

"Hin Leynilegu samtök heilags stríðs al-Kaida í Evrópu" sem lýst hafi sig ábyrg fyrir hryðjuverkunum í London í gær hafa hótað Dönum og Ítölum sömu örlögum styðji þessar þjóðir áfram við bakið á Bandaríkjamönnum í hernaði þeirra í Írak og Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Þrjátíu og átta biðu bana

Mannskæðasta árás sem Lundúnabúar hafa orðið fyrir frá stríðslokum var gerð í gær. Fjögur sprengjutilræði voru framin á háannatíma í lestum og strætisvögnum borgarinnar. Að minnsta kosti 38 biðu bana og 700 slösuðust, sumir mjög alvarlega.

Erlent
Fréttamynd

Fullkomið öryggi útilokað

Sérfræðingar í hryðjuverkavörnum segja að aldrei verði hægt að koma algjörlega í veg fyrir árásir á borð við þær sem gerðar voru á Lundúnir í gær. Vopna- og sprengiefnaleit á hverjum einasta farþega væri alltof kostnaðar- og tafsöm til að hún væri réttlætanleg.

Erlent
Fréttamynd

A.m.k. tveir látnir og 90 slasaðir

Hið minnsta tveir eru látnir og 90 eru slasaðir eftir sprengingarnar í Lundúnum í morgun. Að sögn talsmanns lögreglunnar var um sex sprengingar að ræða.

Erlent