Pósturinn

Fréttamynd

Segja mörgum spurningum um Íslandspóst enn ósvarað

Samkeppniseftirlitið og fyrrverandi og núverandi forstjórar Íslandspósts verða kallaðir fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þar sem mörgum spurningum er ennþá ósvarað um rekstrarvanda Íslandspósts að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur að Póst-og fjarskiptastofnun verði einnig kölluð fyrir nefndina.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisendurskoðun bauðst til að slá á óréttmætar ásakanir

Stjórn Íslandspósts hafnaði því á fundi í febrúar 2017 að tilefni væri til að gera úttekt á félaginu. Réttara væri að beina sjónum að stjórnsýslunni og því skilningsleysi sem rekstur fyrirtækisins mætti þar. Ríkisendurskoðandi hefur gert athugasemdir vegna fjárfestinga Póstsins í dótturfélögum. Afrit af því fást ekki afhent.

Innlent
Fréttamynd

Afskráðu ePóst án samþykkis

Íslandspóstur ohf. afskráði dótturfyrirtæki sitt ePóst þann 13. desember síðastliðinn án samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitið á eftir að taka afstöðu til hvort um brot gegn sátt frá árinu 2017 sé að ræða.

Viðskipti innlent