
Rússarannsóknin

Mueller vill ræða við Trump
Lögmenn forsetans hafa rætt það hvernig þeir gætu komið í veg fyrir eða takmarkað slíkt samtal.

Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar
Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn.

Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð
"Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“

Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbert
George Papadopoulos virðist hafa vitað af tölvuárásum Rússa gegn Demókrataflokknum minnst tveimur mánuðum áður en það varð opinbert.

Erlendur fréttaannáll Fréttablaðsins: Ár Trumps, hamfara og baráttufólks
Fréttablaðið tók saman það helsta sem gerðist í heimsmálunum á árinu. Hamfarir, nýr Bandaríkjaforseti, hernaður og kosningar voru þar einna efst á baugi. Tvær þjóðir börðust af hörku fyrir sjálfstæði og konur rufu þögnina.

Banki á Kýpur með tengsl við Rússland til rannsóknar hjá FBI
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur beðið yfirvöld á Kýpur um upplýsingar er varða fjárhag banka sem nú hefur verið lokað en var notaður af ríkum, rússneskum stjórnmálamönnum.

Kjarnorkuvá, tíst og gervifréttir: Fyrsta ár Donalds Trump Bandaríkjaforseta
Fáir hafa sett meiri svip á árið sem er að líða en Donald Trump Bandaríkjaforseti, hvort sem það er til góðs eða ills.

Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása
Einhverjir stuðningsmenn Trump hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna.

Segist ekki ætla að reka rannsakandann
Bandaríkjaforsetinn Donald Trump þvertekur fyrir sögusagnir þess efnis að hann hafi í hyggju að reka Robert Mueller,

Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu
Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna,

Trump og starfsmenn hans gagnrýna alríkislögregluna harðlega
Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar.

Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“
Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.

Lögmaður Trump neitar því að Deutsche Bank hafi fengið stefnu
Greint hefur verið frá því að sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafi krafið bankann um gögn um reikninga Trump-fjölskyldunnar.

Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni
Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun.

Krefst gagna um fjármál Trump-fjölskyldunnar frá Deutsche Bank
Rannsókn sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins virðist í auknum mæli beinast að innsta hring Donalds Trump forseta.

Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs.

Trump segir orðspor FBI í molum
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum.

Fréttamaður ABC settur í straff eftir ranga frétt um Flynn
Frétt ABC um hvað fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump væri tilbúinn að bera vitni um var leiðrétt á föstudag. Fréttamaðurinn hefur nú verið settur í launalaust leyfi.

Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump
Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta.

Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt
Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag.

Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“
Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni.

Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins.

Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump
Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra.

Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni
Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur.

Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum
Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar.

Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner
Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði.

Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum
Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum.

Dómsmálaráðherra Trump íhugar að láta rannsaka demókrata
Þrátt fyrir fullyrðingar um annað eftir kosningasigur Donalds Trump er dómsmálaráðuneyti hans að íhuga að láta rannsaka pólitíska andstæðinga forsetans.

Flynn segir ásakanirnar vera fáránlegar
Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump hafnar því að hafa ætlað sér láta ræna tyrkneska klerknum Fetullah Gülen og fá hann framseldan til Tyrklands gegn greiðslu.

Rannsaka þátt Flynn í meintri áætlun um að ræna Gülen
Robert Mueller rannsakar nú hvort að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn hafi átt einhverja aðild að meintri áætlun um að ræna tyrkneska klerknum Fethullah Gülen og framselja hann til Tyrklands.