Viðskipti Björgólfur fjárfestir í Póllandi Novator Telecom Poland, félag undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur gert kauptilboð í þrettán prósenta hlut í pólska símafélaginu Netia. Novator hefur þegar eignast tíu prósenta hlut og stefnir að því að eignast fjórðungshlut í félaginu. Markaðsvirði þess hlutar er um tólf milljarðar króna. Viðskipti innlent 19.12.2005 12:15 Björgólfur Thor fjárfestir ársins í Búlgaríu Björgólfur Thor Björgólfsson var í gærkvöldi útnefndur fjárfestir ársins í Búlgaríu af búlgarska ríkisútvarpinu. Fyrirtæki Björgólfs Thors, Novator, fjárfesti nýverið í búlgarska landssímanum, BTC, og námu þau viðskipti nærri 100 milljörðum íslenskra króna. Innlent 17.12.2005 16:38 Fasteignaverð hækkaði um 3,1% Fasteignaverð hækkaði um 3,1% í nóvember frá fyrri mánuði, samkvæmt Fasteignamati ríkisins. Greiningardeild KB banka segir þetta töluvert umfram væntingar markaðsaðila, sem og greiningardeildarinnar. Viðskipti innlent 17.12.2005 11:02 Baugur enn í kauphugleiðingum Danska viðskiptablaðið Börsen fullyrðir í dag að Baugur sé að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur fyrir 30 milljarða króna. Innlent 16.12.2005 20:04 Útgáfa fyrir 13 milljarða í vikunni Erlendir aðilar hafa gefið út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir um þrettán milljarða króna í þessari viku. Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum er því komin í tæpa hundra fimmtíu og tvo milljaðra króna. Innlent 16.12.2005 17:55 SAS hyggst segja upp allt að 300 flugmönnum Norræna flugfélagið SAS hyggst á næstunni segja upp allt að þrjú hundruð flugmönnum í sparnaðarskyni. Frá þessu er greint á vefmiðli danska blaðsins Politiken. Þar er greint frá því að félagið hafi átt í viðræðum við flugmenn í þessari viku vegna fyrirhugaðra uppsagna, en SAS hefur átt á brattann að sækja undanfarin misseri. Erlent 16.12.2005 16:17 Íslandsbanki áformar að opna skrifstofu í Kína Alþjóða- og fjárfestingasvið Íslandsbanka áformar að opna skrifstofu í Shanghai, Kína á næsta ári. Skrifstofan mun auðvelda bankanum að þjónusta viðskiptavini Íslandsbanka í Kína og Asíu. Bjarni Ármannsonn, forstjóri Íslandsbanka, segist segir æ fleiri Norsk og Íslensk fyrir þegar komin með eða hafa í hyggju að koma á starfsemi í Kína og Asíu. Íslandsbanki er fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja til að koma á fót skrifstofu í Asíu. Innlent 15.12.2005 16:04 Undirritaður fríverslunarsamningur milli EFTA og Suður Kóreu Í dag var undirritaður fríverslunarsamningur EFTA ríkjanna og Suður Kóreu. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd. Undirritunin fór fram í Hong Kong þar sem ráðherrarnir sitja nú ráðherrafund Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Innlent 15.12.2005 15:26 Baugur Group gengur frá kaupum í Þætti eignarhaldsfélagi Baugur Group hefur gengið frá kaupum á tuttugu prósent hluti í Þætti eignarhaldsfélagi ehf. Kaupverðið verður greitt í reiðufé og hlutabréfum í Íslandsbanka. Þáttur sem áður var að fullu í eigu Milestone ehf., mun um leið taka yfir rúmlega sextán komma fjögur prósenta eignahlut Milstone í Íslandsbanka og ríflega sextíu og sex prósenta hluti í Sjóvá. Innlent 14.12.2005 17:01 Lýsing tekur sex milljarða sambankalán Eignarleigufyrirtækið Lýsing hefur tekið sex milljarða króna sambankalán með þátttöku sex evrópskra banka auk KB banka. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að með lántökunni sé Lýsing fyrst og fremst að mæta miklum vexti útlána á þessu ári. Viðskipti innlent 14.12.2005 15:32 Kögun kaupir meira hlutafél í Hands ASA Kögun hf. hefur eignast til viðbótar fyrri eign 18,8 milljónir hluta í norska félaginu Hands ASA og á því 107,7 milljónir hluta samtals. Kögun hf. hefur eftir þetta yfirráð yfir 90 prósentum hlutafjár í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kögun í dag. Viðskipti innlent 14.12.2005 15:05 Ragnhildur Geirsdóttir ráðin forstjóri Promens hf. Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, hefur verið ráðin forstjóri Promens hf. frá 1. janúar næstkomandi. Ragnhildur starfaði hjá FL Group frá árinu 1999, sem framkvæmdastjóri rekstrarstýringar frá 2003 og sem forstjóri félagsins á árinu 2005. Viðskipti innlent 14.12.2005 13:00 Telur að HB Grandi komi aftur inn í Úrvalsvísitöluna HB Grandi er ekki lengur í hópi fimmtán stærstu og virkustu fyrirtækja landsins. Um áramót verður fyrirtækið síðasta sjávarútvegsfyrirtækið til að falla úr úrvalsvísitölunni. Sérfræðingur hjá Greiningardeild KB banka telur að HB Grandi komi aftur inn í úrvalsvísitöluna á miðju næsta ári. Innlent 14.12.2005 00:32 Bankastjóri kaupir bréf Ingólfur Helgason, forstjóri KB banka á Íslandi, keypti í gær 400 þúsund hluti í bankanum á genginu 665. Jafngildir það 266 milljónum króna. Eftir viðskiptin á Ingólfur um 2,8 milljónir hluta í KB banka. Viðskipti innlent 12.12.2005 21:03 Verið að skoða erindi Íbúðalánasjóðs Fjármálaeftirlitið hefur tekið til skoðunar erindi Íbúðalánasjóðs vegna umdeildra viðskipta KB banka með íbúðalánabréf á útboðsdegi Íbúðalánasjóðs í nóvember. Að sögn Jónasar Fr. Jónssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, er verið að skoða erindi Íbúðalánasjóðs en ekki er þó að vænta neinna viðbragða frá Fjármálaeftirlitinu fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Innlent 12.12.2005 21:43 Ráðinn til KEA Bjarni Hafþór Helgason hefur verið ráðinn fjárfestingastjóri Kaupfélags Eyfirðinga og mun hann hefja störf hjá félaginu í byrjun nýs árs. Fjárfestingastjóri er nýtt starf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga en í því felst framkvæmdastjórn tveggja dótturfélaga KEA, fjárfestingafélaganna Hildings og Upphafs, en stofnfé þeirra er samtals um 1,7 milljarðar króna. Viðskipti innlent 11.12.2005 21:55 Vilja öflugt net tvísköttunarsamninga Tvísköttunarsamningar eru ein af meginforsendum þess að viðskipti milli landa verði arðbær segir í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Íslands. Nú séu 23 slíkir samningar í gildi við Ísland og þeim þurfi að fjölga. Viðskipti innlent 10.12.2005 21:29 Spenna um framtíðarsýn Símans Eitt stærsta viðskiptaleyndarmálið þessa dagana er, í hverju síminn ætlar að fjárfesta eftir að hann eykur hlutafé sitt um 35 milljarða króna, eins og allt stefnir í. Innlent 9.12.2005 12:01 Bjarni Hafþór ráðinn til KEA Bjarni Hafþór Helgason hefur verið ráðinn fjárfestingastjóri KEA og hefur hann störf um áramót. Hann mun annast framkvæmdastjórn fjárfestingafélaganna Hildings og Upphafs en þau eru dótturfélög KEA. Innlent 9.12.2005 10:56 Síminn sækir 35 milljarða Starfsheimildir Símans verða rýmkaðar á hluthafafundi. Forstjóri Orkuveitunnar telur Símann undirbúa sölu á raforku. Stjórnendur Símans staðfesta ekkert en ætla að auka hlutafé og fara inn á nýja markaði. Innlent 8.12.2005 23:06 Huga þurfi að ráðandi matvöruverslunum Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ber saman umhverfi matvöruverslana í Bretlandi og Íslandi. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur ástæðu til þess að huga að aðgerðum gegn samþjöppun í matvöruverslun hér á landi. Hún spurði Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra á Alþingi á mánudag hvort hún teldi nauðsynlegt að grípa til sömu aðgerða og í Bretlandi þar sem þingnefnd fjallar nú um aðgerðir gegn samþjöppun og markaðsráðandi stöðu verslunarkeðjunnar Tesco. Viðskipti innlent 7.12.2005 16:34 Vill að Fjármálaeftirlitið kanni viðskipti KB banka Íbúðalánasjóður hefur óskað eftir því að Fjármálaeftirlitið kanni hvort viðskipti KB banka með skuldabréf Íbúðalánasjóðs rétt fyrir lokun markaða hinn 22. nóvember síðastliðinn stangist á við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti og samræmis góðum viðskiptaháttum. Innlent 8.12.2005 07:01 Met í kaupum á erlendum verðbréfum Hrein kaup íslenskra fyrirtækja og lífeyrissjóða á erlendum verðbréfum hafa aldrei verið meiri en í október síðastliðnum. Þá námu kaupin tæpum tuttugu og átta milljörðum króna að því er fram kemur í Morgunkornum Greiningardeildar Íslandsbanka. Innlent 7.12.2005 11:43 Nóbelsverðlauna- hafinn Dr. Linda Buck sest í stjórn DeCODE Dr. Linda Buck hefur tekið sæti í stjórn Íslenskrar erfðagreiningar. Hún hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2004 fyrir rannsóknir sínar á lyktarskyni mannsins. Hún vinnur við Fred Hutchinson Krabbameinsmiðstöðina í Seattle og er einn af vísindamönnum Howard Hughes læknisfræðistofnunarinnar. Hún gegnir einnig stöðu prófessors í lífeðlisfræði við University of Washington. Viðskipti innlent 6.12.2005 20:33 Horfur í heimsbúskapnum góðar samkvæmt OECD Horfur í heimsbúskapnum eru almennt góðar samkvæmt skýrslu OECD um alþjóðlega þróun efnahagsmála sem fjallað er um á vef fjármálaráðuneytisins. Þrátt fyrir umtalsverða hækkun olíuverðs á þessu ári hefur hagvöxtur í heiminum haldist stöðugur og gert er ráð fyrir að svo verði áfram á næsta ári. Viðskipti innlent 6.12.2005 07:48 Næstir á eftir finnska ríkinu Eignarhlutur Straums - Burðaráss í finnska flugfélaginu Finnair er kominn upp í tæp ellefu prósent. Straumur, sem er næststærsti hluthafinn í flugfélaginu á eftir finnska ríkinu, hefur verið að bæta við sig hlutum jafnt og þétt á árinu. Innlent 5.12.2005 22:25 Íbúðalánakerfið nánast úrelt á augabragði Húsnæðislánakerfi hins opinbera varð nánast úrelt á augabragði þegar bankarnir hófu að veita íbúðalán af miklum krafti á síðasta ári. Því er óeðlilegt að Íbúðalánasjóður keppi við bankana án þess að þurfa að hlíta sömu reglum og þeim segir Davíð Oddsson Seðlabankastjóri. Innlent 5.12.2005 14:04 Vaxtahækkunin er ekki of lág 25 punkta vaxtahækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun er ekki lítil hækkun sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri þegar hann svaraði gagnrýni greiningardeilda á vaxtahækkun bankans fyrir helgi. Forstöðumenn greiningardeildanna greinir á um hvort vaxtahækkunin hafi verið nægjanleg. Innlent 5.12.2005 12:01 2000 milljarðar eftir tíu ár Eignir íslenskra lífeyrissjóða verða um tvö þúsund milljarðar króna eftir tíu ár. Um síðustu áramót voru eignir lífeyrissjóða þúsund milljarðar króna og munu þær því tvöfaldast á þessum tíma. Innlent 3.12.2005 21:39 Síðasta vaxtahækkun skilaði sér að fullu "Enn eru verðbólguhorfur ekki nógu góðar. Bankastjórnin hefur því ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur," sagði Davíð Oddsson, seðlabankastjóri í gær, þegar hann kynnti forsendur vaxtaákvörðunar bankans í fyrsta skipti eftir að hann tók við stöðu seðlabankastjóra. Viðskipti innlent 2.12.2005 21:08 « ‹ 167 168 169 170 171 172 173 174 175 … 223 ›
Björgólfur fjárfestir í Póllandi Novator Telecom Poland, félag undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur gert kauptilboð í þrettán prósenta hlut í pólska símafélaginu Netia. Novator hefur þegar eignast tíu prósenta hlut og stefnir að því að eignast fjórðungshlut í félaginu. Markaðsvirði þess hlutar er um tólf milljarðar króna. Viðskipti innlent 19.12.2005 12:15
Björgólfur Thor fjárfestir ársins í Búlgaríu Björgólfur Thor Björgólfsson var í gærkvöldi útnefndur fjárfestir ársins í Búlgaríu af búlgarska ríkisútvarpinu. Fyrirtæki Björgólfs Thors, Novator, fjárfesti nýverið í búlgarska landssímanum, BTC, og námu þau viðskipti nærri 100 milljörðum íslenskra króna. Innlent 17.12.2005 16:38
Fasteignaverð hækkaði um 3,1% Fasteignaverð hækkaði um 3,1% í nóvember frá fyrri mánuði, samkvæmt Fasteignamati ríkisins. Greiningardeild KB banka segir þetta töluvert umfram væntingar markaðsaðila, sem og greiningardeildarinnar. Viðskipti innlent 17.12.2005 11:02
Baugur enn í kauphugleiðingum Danska viðskiptablaðið Börsen fullyrðir í dag að Baugur sé að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur fyrir 30 milljarða króna. Innlent 16.12.2005 20:04
Útgáfa fyrir 13 milljarða í vikunni Erlendir aðilar hafa gefið út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir um þrettán milljarða króna í þessari viku. Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum er því komin í tæpa hundra fimmtíu og tvo milljaðra króna. Innlent 16.12.2005 17:55
SAS hyggst segja upp allt að 300 flugmönnum Norræna flugfélagið SAS hyggst á næstunni segja upp allt að þrjú hundruð flugmönnum í sparnaðarskyni. Frá þessu er greint á vefmiðli danska blaðsins Politiken. Þar er greint frá því að félagið hafi átt í viðræðum við flugmenn í þessari viku vegna fyrirhugaðra uppsagna, en SAS hefur átt á brattann að sækja undanfarin misseri. Erlent 16.12.2005 16:17
Íslandsbanki áformar að opna skrifstofu í Kína Alþjóða- og fjárfestingasvið Íslandsbanka áformar að opna skrifstofu í Shanghai, Kína á næsta ári. Skrifstofan mun auðvelda bankanum að þjónusta viðskiptavini Íslandsbanka í Kína og Asíu. Bjarni Ármannsonn, forstjóri Íslandsbanka, segist segir æ fleiri Norsk og Íslensk fyrir þegar komin með eða hafa í hyggju að koma á starfsemi í Kína og Asíu. Íslandsbanki er fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja til að koma á fót skrifstofu í Asíu. Innlent 15.12.2005 16:04
Undirritaður fríverslunarsamningur milli EFTA og Suður Kóreu Í dag var undirritaður fríverslunarsamningur EFTA ríkjanna og Suður Kóreu. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd. Undirritunin fór fram í Hong Kong þar sem ráðherrarnir sitja nú ráðherrafund Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Innlent 15.12.2005 15:26
Baugur Group gengur frá kaupum í Þætti eignarhaldsfélagi Baugur Group hefur gengið frá kaupum á tuttugu prósent hluti í Þætti eignarhaldsfélagi ehf. Kaupverðið verður greitt í reiðufé og hlutabréfum í Íslandsbanka. Þáttur sem áður var að fullu í eigu Milestone ehf., mun um leið taka yfir rúmlega sextán komma fjögur prósenta eignahlut Milstone í Íslandsbanka og ríflega sextíu og sex prósenta hluti í Sjóvá. Innlent 14.12.2005 17:01
Lýsing tekur sex milljarða sambankalán Eignarleigufyrirtækið Lýsing hefur tekið sex milljarða króna sambankalán með þátttöku sex evrópskra banka auk KB banka. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að með lántökunni sé Lýsing fyrst og fremst að mæta miklum vexti útlána á þessu ári. Viðskipti innlent 14.12.2005 15:32
Kögun kaupir meira hlutafél í Hands ASA Kögun hf. hefur eignast til viðbótar fyrri eign 18,8 milljónir hluta í norska félaginu Hands ASA og á því 107,7 milljónir hluta samtals. Kögun hf. hefur eftir þetta yfirráð yfir 90 prósentum hlutafjár í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kögun í dag. Viðskipti innlent 14.12.2005 15:05
Ragnhildur Geirsdóttir ráðin forstjóri Promens hf. Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, hefur verið ráðin forstjóri Promens hf. frá 1. janúar næstkomandi. Ragnhildur starfaði hjá FL Group frá árinu 1999, sem framkvæmdastjóri rekstrarstýringar frá 2003 og sem forstjóri félagsins á árinu 2005. Viðskipti innlent 14.12.2005 13:00
Telur að HB Grandi komi aftur inn í Úrvalsvísitöluna HB Grandi er ekki lengur í hópi fimmtán stærstu og virkustu fyrirtækja landsins. Um áramót verður fyrirtækið síðasta sjávarútvegsfyrirtækið til að falla úr úrvalsvísitölunni. Sérfræðingur hjá Greiningardeild KB banka telur að HB Grandi komi aftur inn í úrvalsvísitöluna á miðju næsta ári. Innlent 14.12.2005 00:32
Bankastjóri kaupir bréf Ingólfur Helgason, forstjóri KB banka á Íslandi, keypti í gær 400 þúsund hluti í bankanum á genginu 665. Jafngildir það 266 milljónum króna. Eftir viðskiptin á Ingólfur um 2,8 milljónir hluta í KB banka. Viðskipti innlent 12.12.2005 21:03
Verið að skoða erindi Íbúðalánasjóðs Fjármálaeftirlitið hefur tekið til skoðunar erindi Íbúðalánasjóðs vegna umdeildra viðskipta KB banka með íbúðalánabréf á útboðsdegi Íbúðalánasjóðs í nóvember. Að sögn Jónasar Fr. Jónssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, er verið að skoða erindi Íbúðalánasjóðs en ekki er þó að vænta neinna viðbragða frá Fjármálaeftirlitinu fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Innlent 12.12.2005 21:43
Ráðinn til KEA Bjarni Hafþór Helgason hefur verið ráðinn fjárfestingastjóri Kaupfélags Eyfirðinga og mun hann hefja störf hjá félaginu í byrjun nýs árs. Fjárfestingastjóri er nýtt starf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga en í því felst framkvæmdastjórn tveggja dótturfélaga KEA, fjárfestingafélaganna Hildings og Upphafs, en stofnfé þeirra er samtals um 1,7 milljarðar króna. Viðskipti innlent 11.12.2005 21:55
Vilja öflugt net tvísköttunarsamninga Tvísköttunarsamningar eru ein af meginforsendum þess að viðskipti milli landa verði arðbær segir í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Íslands. Nú séu 23 slíkir samningar í gildi við Ísland og þeim þurfi að fjölga. Viðskipti innlent 10.12.2005 21:29
Spenna um framtíðarsýn Símans Eitt stærsta viðskiptaleyndarmálið þessa dagana er, í hverju síminn ætlar að fjárfesta eftir að hann eykur hlutafé sitt um 35 milljarða króna, eins og allt stefnir í. Innlent 9.12.2005 12:01
Bjarni Hafþór ráðinn til KEA Bjarni Hafþór Helgason hefur verið ráðinn fjárfestingastjóri KEA og hefur hann störf um áramót. Hann mun annast framkvæmdastjórn fjárfestingafélaganna Hildings og Upphafs en þau eru dótturfélög KEA. Innlent 9.12.2005 10:56
Síminn sækir 35 milljarða Starfsheimildir Símans verða rýmkaðar á hluthafafundi. Forstjóri Orkuveitunnar telur Símann undirbúa sölu á raforku. Stjórnendur Símans staðfesta ekkert en ætla að auka hlutafé og fara inn á nýja markaði. Innlent 8.12.2005 23:06
Huga þurfi að ráðandi matvöruverslunum Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ber saman umhverfi matvöruverslana í Bretlandi og Íslandi. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur ástæðu til þess að huga að aðgerðum gegn samþjöppun í matvöruverslun hér á landi. Hún spurði Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra á Alþingi á mánudag hvort hún teldi nauðsynlegt að grípa til sömu aðgerða og í Bretlandi þar sem þingnefnd fjallar nú um aðgerðir gegn samþjöppun og markaðsráðandi stöðu verslunarkeðjunnar Tesco. Viðskipti innlent 7.12.2005 16:34
Vill að Fjármálaeftirlitið kanni viðskipti KB banka Íbúðalánasjóður hefur óskað eftir því að Fjármálaeftirlitið kanni hvort viðskipti KB banka með skuldabréf Íbúðalánasjóðs rétt fyrir lokun markaða hinn 22. nóvember síðastliðinn stangist á við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti og samræmis góðum viðskiptaháttum. Innlent 8.12.2005 07:01
Met í kaupum á erlendum verðbréfum Hrein kaup íslenskra fyrirtækja og lífeyrissjóða á erlendum verðbréfum hafa aldrei verið meiri en í október síðastliðnum. Þá námu kaupin tæpum tuttugu og átta milljörðum króna að því er fram kemur í Morgunkornum Greiningardeildar Íslandsbanka. Innlent 7.12.2005 11:43
Nóbelsverðlauna- hafinn Dr. Linda Buck sest í stjórn DeCODE Dr. Linda Buck hefur tekið sæti í stjórn Íslenskrar erfðagreiningar. Hún hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2004 fyrir rannsóknir sínar á lyktarskyni mannsins. Hún vinnur við Fred Hutchinson Krabbameinsmiðstöðina í Seattle og er einn af vísindamönnum Howard Hughes læknisfræðistofnunarinnar. Hún gegnir einnig stöðu prófessors í lífeðlisfræði við University of Washington. Viðskipti innlent 6.12.2005 20:33
Horfur í heimsbúskapnum góðar samkvæmt OECD Horfur í heimsbúskapnum eru almennt góðar samkvæmt skýrslu OECD um alþjóðlega þróun efnahagsmála sem fjallað er um á vef fjármálaráðuneytisins. Þrátt fyrir umtalsverða hækkun olíuverðs á þessu ári hefur hagvöxtur í heiminum haldist stöðugur og gert er ráð fyrir að svo verði áfram á næsta ári. Viðskipti innlent 6.12.2005 07:48
Næstir á eftir finnska ríkinu Eignarhlutur Straums - Burðaráss í finnska flugfélaginu Finnair er kominn upp í tæp ellefu prósent. Straumur, sem er næststærsti hluthafinn í flugfélaginu á eftir finnska ríkinu, hefur verið að bæta við sig hlutum jafnt og þétt á árinu. Innlent 5.12.2005 22:25
Íbúðalánakerfið nánast úrelt á augabragði Húsnæðislánakerfi hins opinbera varð nánast úrelt á augabragði þegar bankarnir hófu að veita íbúðalán af miklum krafti á síðasta ári. Því er óeðlilegt að Íbúðalánasjóður keppi við bankana án þess að þurfa að hlíta sömu reglum og þeim segir Davíð Oddsson Seðlabankastjóri. Innlent 5.12.2005 14:04
Vaxtahækkunin er ekki of lág 25 punkta vaxtahækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun er ekki lítil hækkun sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri þegar hann svaraði gagnrýni greiningardeilda á vaxtahækkun bankans fyrir helgi. Forstöðumenn greiningardeildanna greinir á um hvort vaxtahækkunin hafi verið nægjanleg. Innlent 5.12.2005 12:01
2000 milljarðar eftir tíu ár Eignir íslenskra lífeyrissjóða verða um tvö þúsund milljarðar króna eftir tíu ár. Um síðustu áramót voru eignir lífeyrissjóða þúsund milljarðar króna og munu þær því tvöfaldast á þessum tíma. Innlent 3.12.2005 21:39
Síðasta vaxtahækkun skilaði sér að fullu "Enn eru verðbólguhorfur ekki nógu góðar. Bankastjórnin hefur því ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur," sagði Davíð Oddsson, seðlabankastjóri í gær, þegar hann kynnti forsendur vaxtaákvörðunar bankans í fyrsta skipti eftir að hann tók við stöðu seðlabankastjóra. Viðskipti innlent 2.12.2005 21:08