Viðskipti Síminn seldur þremur fjárfestum Síminn verður seldur í einu lagi en að lágmarki til þriggja fjárfesta. Um þetta hafa formenn stjórnarflokkanna náð samkomulagi samkvæmt heimildum <em>Morgunblaðsins</em>. Segir þar að samkomulagið feli það í sér að hver hópur tilboðsgjafa verði að vera samansettur af þremur viðskiptahópum eða einstaklingum og má enginn þeirra eiga meira en 40-45 prósenta hlut. Innlent 13.10.2005 18:59 Skýrsla um söluferlið er tilbúin Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir nefndina hafa skilað endanlegri skýrslu um sölu Landssíma Íslands til ráðherranefndar um einkavæðingu. Í skýrslunni er mælt fyrir einni leið við sölu Símans. Innlent 13.10.2005 18:59 Nýr ritstjóri Viðskiptablaðsins Gunnlaugur Árnason, blaðamaður Reuters-fréttasamsteypunnar í Lundúnum, hefur verið ráðinn ritstjóri Viðskiptablaðsins. Jónas Haraldsson, sem gengt hefur starfi ritstjóra frá áramótum, mun taka við starfi fréttastjóra þegar Gunnlaugur kemur til starfa í byrjun maí. Mun Gunnlaugur móta ritstjórnarstefnu blaðsins og stjórna fréttaflutningi. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59 Bræðsla líður undir lok í borginni Í athugun er hjá HB Granda að flytja síldar- og loðnubræðslu félagsins úr Örfirisey í Reykjavík til Vopnafjarðar. HB Grandi starfrækir nú þegar fiskimjölsverksmiðju á Vopnafirði eftir sameiningu félagsins við Tanga fyrr á árinu. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59 Telja efnahagslífið vel statt Um 76 prósent forráðamanna íslenskra fyrirtækja telja aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar. Sjö prósent forráðamanna íslenskra fyrirtækja telja aðstæður í efnahagslífinu slæmar. Þetta kemur fram í könnun IMG-Gallup fyrir fjármálaráðuneytið og Seðlabankann en könnunin var birt í vefriti fjármálaráðuneytisins í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59 Sjávarútvegsfyrirtækjum fækkar Aðeins þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verða skráð í Kauphöll Íslands þegar Samherji á Akureyri verður væntanlega afskráður þar í sumar í kjölfar yfirtökutilboðs aðaleigendanna og samstarfsfélaga þeirra á öllu öðru hlutafé í félaginu. Sjávarútvegsfyrirtækin eru því á hraðri útleið úr Kauphöllinni. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59 Fyrirtækjum fækkað úr 75 í 31 Fyrirtækjum í Kauphöll Íslands hefur fækkað úr 75 árið 2000 niður í 31 núna og aðeins þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verða skráð þar þegar Samherji á Akureyri verður afskráður í sumar. Sú afskráning gerist í kjölfar yfirtökutilboðs aðaleigendanna og samstarfsfélaga þeirra á öllu öðru hlutafé í félaginu. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59 KB banki hækkar vexti KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána frá og með 1. apríl. Vaxtabreytingin er gerð í kjölfar tilkynningar Seðlabankans fyrr í vikunni um hækkun stýrivaxta um 0,25 prósentustig. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59 Öll nema þrjú hækkuðu í verði Hlutabréf allra fyrirtækja utan þriggja í Kauphöll Íslands hækkuðu í verði á fyrsta fjórðungi ársins. Mest hækkuðu hlutabréf í FL Group, sem áður hét Flugleiðir, Bakkavör og Þormóði ramma - Sæberg en öll þessi félög hafa hækkað yfir 30 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59 Landsbankinn hækkar einnig Landsbankinn mun hækka óverðtryggða vexti inn- og útlána um allt að 0,25 prósentustig á morgun, 1. apríl. Ákvörðun um vaxtahækkun er tekin í kjölfar 0,25 prósentustiga stýrivaxtahækkunar Seðlabankans sem tilkynnt var á dögunum. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59 Krónan minnsta flotgengismyntin Ummæli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra um að gengissveiflur íslensku krónunnar hlytu að kalla á að upptaka evrunnar hérlendis yrði skoðuð hefur endurvakið umræðu um kosti og galla aðildar Íslands að evrópska myntbandalaginu. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 18:59 Nafninu breytt í Kaupþing banki Aðalfundur Kaupþings Búnaðarbanka sem haldinn var 18. mars sl. samþykkti að breyta nafni félagsins í Kaupþing banki hf.<span style="mso-spacerun: yes"> </span>Hið nýja heiti félagsins er nú þegar orðið virkt í viðskiptakerfi Kauphallarinnar. Þetta kemur fram á vef Kauphallarinnar í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59 Tugir kvartana á viku Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, telur að hlutfallstengd þóknun fasteignasala sé tímaskekkja. Sanngjarnt sé að taka til dæmis upp tímagjald eins og tíðkast víða. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, neitar að láta hafa nokkuð eftir sér. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59 Samskip sækir inn í Rússland Samskip hafa opnað nýjar skrifstofur í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Í tilkynningu segir að þetta sé til að sinna ört vaxandi starfsemi félagsins í þessum löndum og efla enn frekar sókn Samskipa inn á rússneska markaðinn og áfram austur á bóginn. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41 Hluthafar njóta ekki hagnaðar Forstjóri Kauphallarinnar segir áhyggjuefni að einungis þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verði skráð í Kauphöllinni þegar Samherji verður afskráður í sumar. Fyrirtækjum í Kauphöllinni hefur fækkað úr 75 í 31 á síðustu fimm árum. Aðjúnkt í viðskiptafræðum segir þröngu eignarhaldi um að kenna og óraunhæfum væntingum um ofurgróða. Þá njóti hluthafar ekki alltaf hagnaðar sem skyldi. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59 Somerfield opnar bókhald sitt Líklegt þykir að stjórn bresku verslunarkeðjunnar Somerfield ákveði á fundi sínum í dag að opna bókhald sitt fyrir þremur tilboðsgjöfum sem hafa hug á því að kaupa fyrirtækið. Baugur Group hefur tilkynnt stjórn Somerfield að fyrirtækið vilji kaupa verslunarkeðjuna og hyggist leika leikinn til enda. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59 Hlutaféð seldist allt í áskrift Nýtt hlutafé í Landsbankanum upp á tæpa tíu milljarða seldist allt í áskrift til hluthafa og er útboðinu lokið. Miðað við efnahag er bankinn nú orðinn þriðja stærsta fyrirtæki á Íslandi. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59 Söluferli Símans ófrágengið Ákvörðun um hvernig staðið verður að sölu Símans verður tekin á allra næstu dögum, að sögn Davíðs Oddssonar utanríksiráðherra sem fundaði með Halldóri Ásgrímssyni um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Innlent 13.10.2005 18:58 SÍF selur 55% í Iceland Seafood SÍF hefur selt 55% hlut í dótturfélagi sínu, Iceland Seafood International, sem stofnað var um hefðbundið sölu- og markaðsstarf félagsins með sjávarafurðir. Kaupandi hlutarins er fjárfestingafélagið Feldir ehf. Eftir þessar breytingar verður Iceland Seafood með veltu upp á tæpar 400 milljónir evra og um 250 starfsmenn. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:58 Upptaka evru til skoðunar Forsætisráðherra segir upptöku evrunnar eitt þeirra atriða sem hljóti að koma til skoðunar þegar sveiflur á gengi íslensku krónunnar eru athugaðar. Seðlabankastjóri vill endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð, enda drógust útlán hans saman um 59 milljarða króna á síðasta ári. Þetta koma fram á ársfundi Seðlabankans í dag. Innlent 13.10.2005 18:58 Og Fjarskipti hafa ekki kvartað Samkeppnisstofnun hefur ekki fengið formlegar athugasemdir frá Og Fjarskiptum eða beiðni um endurupptöku nýrra reglna sem hún setti fjarskipta- og fjölmiðlasamsteypum Og Vodafone og 365 ljósvakamiðlum, og samsteypu Símans og Skjás eins. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:58 Evran verður til skoðunar Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir aðstæður einstakar í efnahagslífinu nú meðan stóriðjuframkvæmdir standa yfir. Þær eigi sér ekki fordæmi og ekki séu til töfraformúlur til að leysa þau vandamál sem upp kunni að koma, hvort sem litið sé til almennrar hagstjórnar eða þrengri þátta eins og vinnumarkaðar. Þetta kom fram í ræðu forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans. Innlent 13.10.2005 18:58 Minna um íbúðarkaup Dregið hefur úr áhuga almennings á íbúðarkaupum frá því um áramót, samkvæmt nýrri könnun Gallups á væntingarvísitölu. Greiningardeild Íslandsbanka telur að ef til vill sé tímabundin mettun að eiga sér stað eftir mikil viðskipti að undanförnu og líklegt sé að að verðhækkun á íbúðarhúsnæði dragi úr áhuga á kaupum. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:58 Taprekstur sveitarfélaga Taprekstur sveitarfélaganna árið 2004 nam tæpum tíu milljörðum króna samkvæmt yfirliti sem Hagstofa Íslands birti í gær. Mest var tapið á síðasta ársfjórðungnum; 4,2 milljarðar króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:58 ESB samþykkir líklega Wolfowitz Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós, eða svo gott sem, á að Paul Wolfowitz verði næsti forstjóri Alþjóðabankans. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir háttsettum mönnum innan ESB eftir að Wolfowitz kom fyrir stjórn sambandsins í morgun til að svara spurningum um stefnu sína og framtíðarsýn. Erlent 13.10.2005 18:58 Sala Símans rædd í ríkisstjórn Sala Landssímans verður rædd á ríkisstjórnarfundi sem hófst á tíunda tímanum en ráðherranefnd um einkavæðingu tekur lokaákvörðun um söluferlið. Einkavæðingarnefnd hefur ekki endanlega gengið frá skýrslu um málið en þar munu fáir endar vera lausir. Innlent 13.10.2005 18:58 Wolfowitz heillar Evrópumenn Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Paul Wolfowitz verði bankastjóri Alþjóðabankans. Hann ræddi við fjármála- og þróunarmálaráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brussel í gær og þótti komast vel frá þeim fundi. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:58 Yfirtökutilboð í Samherja Stærstu eigendur sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja á Akureyri munu á næstu fjórum vikum gera öðrum hluthöfum í fyrirtækinu yfirtökutilboð en í morgun keypti Fjárfestingafélagið Fjörður hf. 7,33 prósenta hlut í fyrirtækinu. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:58 Óska endurupptöku samrunamáls Forsvarsmenn Og fjarskipta, sem meðal annars eiga 365 ljósvakamiðla, ætla að óska eftir því við samkeppnisyfirvöld að mál vegna samruna annars vegar Og fjarskipta og 365 ljósvakamiðla og hins vegar Landsíma Íslands og íslenska sjónvarpsfélagsins verði tekið upp aftur. Ástæðan er sögð vera sú að ekki hafi verið gætt samræmis milli félagsins og Landssímans þegar skilyrði fyrir sameiningu hafi verið sett. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:58 Mesta einkavæðing í Færeyjum Mesta einkavæðing í sögu Færeyja er fyrirhuguð í haust þegar fiskeldisfyrirtækið Færeyjar Seafood og United Seafood, sem rekur frystihúsin og annast fisksölu til útlanda, verða seld. Eftir efnahagshremmingarnar sem gengu yfir eyjarnar fyrir rúmum áratug fjármagnaði Atvinnulífsstofnunin, sem líkja má við Byggðastofnun hér á landi, rekstur og uppbyggingu félaganna fyrir fjármuni færeyska ríkisins sem á fyrirtækin núna. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:58 « ‹ 192 193 194 195 196 197 198 199 200 … 223 ›
Síminn seldur þremur fjárfestum Síminn verður seldur í einu lagi en að lágmarki til þriggja fjárfesta. Um þetta hafa formenn stjórnarflokkanna náð samkomulagi samkvæmt heimildum <em>Morgunblaðsins</em>. Segir þar að samkomulagið feli það í sér að hver hópur tilboðsgjafa verði að vera samansettur af þremur viðskiptahópum eða einstaklingum og má enginn þeirra eiga meira en 40-45 prósenta hlut. Innlent 13.10.2005 18:59
Skýrsla um söluferlið er tilbúin Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir nefndina hafa skilað endanlegri skýrslu um sölu Landssíma Íslands til ráðherranefndar um einkavæðingu. Í skýrslunni er mælt fyrir einni leið við sölu Símans. Innlent 13.10.2005 18:59
Nýr ritstjóri Viðskiptablaðsins Gunnlaugur Árnason, blaðamaður Reuters-fréttasamsteypunnar í Lundúnum, hefur verið ráðinn ritstjóri Viðskiptablaðsins. Jónas Haraldsson, sem gengt hefur starfi ritstjóra frá áramótum, mun taka við starfi fréttastjóra þegar Gunnlaugur kemur til starfa í byrjun maí. Mun Gunnlaugur móta ritstjórnarstefnu blaðsins og stjórna fréttaflutningi. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59
Bræðsla líður undir lok í borginni Í athugun er hjá HB Granda að flytja síldar- og loðnubræðslu félagsins úr Örfirisey í Reykjavík til Vopnafjarðar. HB Grandi starfrækir nú þegar fiskimjölsverksmiðju á Vopnafirði eftir sameiningu félagsins við Tanga fyrr á árinu. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59
Telja efnahagslífið vel statt Um 76 prósent forráðamanna íslenskra fyrirtækja telja aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar. Sjö prósent forráðamanna íslenskra fyrirtækja telja aðstæður í efnahagslífinu slæmar. Þetta kemur fram í könnun IMG-Gallup fyrir fjármálaráðuneytið og Seðlabankann en könnunin var birt í vefriti fjármálaráðuneytisins í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59
Sjávarútvegsfyrirtækjum fækkar Aðeins þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verða skráð í Kauphöll Íslands þegar Samherji á Akureyri verður væntanlega afskráður þar í sumar í kjölfar yfirtökutilboðs aðaleigendanna og samstarfsfélaga þeirra á öllu öðru hlutafé í félaginu. Sjávarútvegsfyrirtækin eru því á hraðri útleið úr Kauphöllinni. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59
Fyrirtækjum fækkað úr 75 í 31 Fyrirtækjum í Kauphöll Íslands hefur fækkað úr 75 árið 2000 niður í 31 núna og aðeins þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verða skráð þar þegar Samherji á Akureyri verður afskráður í sumar. Sú afskráning gerist í kjölfar yfirtökutilboðs aðaleigendanna og samstarfsfélaga þeirra á öllu öðru hlutafé í félaginu. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59
KB banki hækkar vexti KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána frá og með 1. apríl. Vaxtabreytingin er gerð í kjölfar tilkynningar Seðlabankans fyrr í vikunni um hækkun stýrivaxta um 0,25 prósentustig. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59
Öll nema þrjú hækkuðu í verði Hlutabréf allra fyrirtækja utan þriggja í Kauphöll Íslands hækkuðu í verði á fyrsta fjórðungi ársins. Mest hækkuðu hlutabréf í FL Group, sem áður hét Flugleiðir, Bakkavör og Þormóði ramma - Sæberg en öll þessi félög hafa hækkað yfir 30 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59
Landsbankinn hækkar einnig Landsbankinn mun hækka óverðtryggða vexti inn- og útlána um allt að 0,25 prósentustig á morgun, 1. apríl. Ákvörðun um vaxtahækkun er tekin í kjölfar 0,25 prósentustiga stýrivaxtahækkunar Seðlabankans sem tilkynnt var á dögunum. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59
Krónan minnsta flotgengismyntin Ummæli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra um að gengissveiflur íslensku krónunnar hlytu að kalla á að upptaka evrunnar hérlendis yrði skoðuð hefur endurvakið umræðu um kosti og galla aðildar Íslands að evrópska myntbandalaginu. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 18:59
Nafninu breytt í Kaupþing banki Aðalfundur Kaupþings Búnaðarbanka sem haldinn var 18. mars sl. samþykkti að breyta nafni félagsins í Kaupþing banki hf.<span style="mso-spacerun: yes"> </span>Hið nýja heiti félagsins er nú þegar orðið virkt í viðskiptakerfi Kauphallarinnar. Þetta kemur fram á vef Kauphallarinnar í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59
Tugir kvartana á viku Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, telur að hlutfallstengd þóknun fasteignasala sé tímaskekkja. Sanngjarnt sé að taka til dæmis upp tímagjald eins og tíðkast víða. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, neitar að láta hafa nokkuð eftir sér. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59
Samskip sækir inn í Rússland Samskip hafa opnað nýjar skrifstofur í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Í tilkynningu segir að þetta sé til að sinna ört vaxandi starfsemi félagsins í þessum löndum og efla enn frekar sókn Samskipa inn á rússneska markaðinn og áfram austur á bóginn. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41
Hluthafar njóta ekki hagnaðar Forstjóri Kauphallarinnar segir áhyggjuefni að einungis þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verði skráð í Kauphöllinni þegar Samherji verður afskráður í sumar. Fyrirtækjum í Kauphöllinni hefur fækkað úr 75 í 31 á síðustu fimm árum. Aðjúnkt í viðskiptafræðum segir þröngu eignarhaldi um að kenna og óraunhæfum væntingum um ofurgróða. Þá njóti hluthafar ekki alltaf hagnaðar sem skyldi. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59
Somerfield opnar bókhald sitt Líklegt þykir að stjórn bresku verslunarkeðjunnar Somerfield ákveði á fundi sínum í dag að opna bókhald sitt fyrir þremur tilboðsgjöfum sem hafa hug á því að kaupa fyrirtækið. Baugur Group hefur tilkynnt stjórn Somerfield að fyrirtækið vilji kaupa verslunarkeðjuna og hyggist leika leikinn til enda. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59
Hlutaféð seldist allt í áskrift Nýtt hlutafé í Landsbankanum upp á tæpa tíu milljarða seldist allt í áskrift til hluthafa og er útboðinu lokið. Miðað við efnahag er bankinn nú orðinn þriðja stærsta fyrirtæki á Íslandi. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:59
Söluferli Símans ófrágengið Ákvörðun um hvernig staðið verður að sölu Símans verður tekin á allra næstu dögum, að sögn Davíðs Oddssonar utanríksiráðherra sem fundaði með Halldóri Ásgrímssyni um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Innlent 13.10.2005 18:58
SÍF selur 55% í Iceland Seafood SÍF hefur selt 55% hlut í dótturfélagi sínu, Iceland Seafood International, sem stofnað var um hefðbundið sölu- og markaðsstarf félagsins með sjávarafurðir. Kaupandi hlutarins er fjárfestingafélagið Feldir ehf. Eftir þessar breytingar verður Iceland Seafood með veltu upp á tæpar 400 milljónir evra og um 250 starfsmenn. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:58
Upptaka evru til skoðunar Forsætisráðherra segir upptöku evrunnar eitt þeirra atriða sem hljóti að koma til skoðunar þegar sveiflur á gengi íslensku krónunnar eru athugaðar. Seðlabankastjóri vill endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð, enda drógust útlán hans saman um 59 milljarða króna á síðasta ári. Þetta koma fram á ársfundi Seðlabankans í dag. Innlent 13.10.2005 18:58
Og Fjarskipti hafa ekki kvartað Samkeppnisstofnun hefur ekki fengið formlegar athugasemdir frá Og Fjarskiptum eða beiðni um endurupptöku nýrra reglna sem hún setti fjarskipta- og fjölmiðlasamsteypum Og Vodafone og 365 ljósvakamiðlum, og samsteypu Símans og Skjás eins. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:58
Evran verður til skoðunar Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir aðstæður einstakar í efnahagslífinu nú meðan stóriðjuframkvæmdir standa yfir. Þær eigi sér ekki fordæmi og ekki séu til töfraformúlur til að leysa þau vandamál sem upp kunni að koma, hvort sem litið sé til almennrar hagstjórnar eða þrengri þátta eins og vinnumarkaðar. Þetta kom fram í ræðu forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans. Innlent 13.10.2005 18:58
Minna um íbúðarkaup Dregið hefur úr áhuga almennings á íbúðarkaupum frá því um áramót, samkvæmt nýrri könnun Gallups á væntingarvísitölu. Greiningardeild Íslandsbanka telur að ef til vill sé tímabundin mettun að eiga sér stað eftir mikil viðskipti að undanförnu og líklegt sé að að verðhækkun á íbúðarhúsnæði dragi úr áhuga á kaupum. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:58
Taprekstur sveitarfélaga Taprekstur sveitarfélaganna árið 2004 nam tæpum tíu milljörðum króna samkvæmt yfirliti sem Hagstofa Íslands birti í gær. Mest var tapið á síðasta ársfjórðungnum; 4,2 milljarðar króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:58
ESB samþykkir líklega Wolfowitz Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós, eða svo gott sem, á að Paul Wolfowitz verði næsti forstjóri Alþjóðabankans. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir háttsettum mönnum innan ESB eftir að Wolfowitz kom fyrir stjórn sambandsins í morgun til að svara spurningum um stefnu sína og framtíðarsýn. Erlent 13.10.2005 18:58
Sala Símans rædd í ríkisstjórn Sala Landssímans verður rædd á ríkisstjórnarfundi sem hófst á tíunda tímanum en ráðherranefnd um einkavæðingu tekur lokaákvörðun um söluferlið. Einkavæðingarnefnd hefur ekki endanlega gengið frá skýrslu um málið en þar munu fáir endar vera lausir. Innlent 13.10.2005 18:58
Wolfowitz heillar Evrópumenn Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Paul Wolfowitz verði bankastjóri Alþjóðabankans. Hann ræddi við fjármála- og þróunarmálaráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brussel í gær og þótti komast vel frá þeim fundi. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:58
Yfirtökutilboð í Samherja Stærstu eigendur sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja á Akureyri munu á næstu fjórum vikum gera öðrum hluthöfum í fyrirtækinu yfirtökutilboð en í morgun keypti Fjárfestingafélagið Fjörður hf. 7,33 prósenta hlut í fyrirtækinu. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:58
Óska endurupptöku samrunamáls Forsvarsmenn Og fjarskipta, sem meðal annars eiga 365 ljósvakamiðla, ætla að óska eftir því við samkeppnisyfirvöld að mál vegna samruna annars vegar Og fjarskipta og 365 ljósvakamiðla og hins vegar Landsíma Íslands og íslenska sjónvarpsfélagsins verði tekið upp aftur. Ástæðan er sögð vera sú að ekki hafi verið gætt samræmis milli félagsins og Landssímans þegar skilyrði fyrir sameiningu hafi verið sett. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:58
Mesta einkavæðing í Færeyjum Mesta einkavæðing í sögu Færeyja er fyrirhuguð í haust þegar fiskeldisfyrirtækið Færeyjar Seafood og United Seafood, sem rekur frystihúsin og annast fisksölu til útlanda, verða seld. Eftir efnahagshremmingarnar sem gengu yfir eyjarnar fyrir rúmum áratug fjármagnaði Atvinnulífsstofnunin, sem líkja má við Byggðastofnun hér á landi, rekstur og uppbyggingu félaganna fyrir fjármuni færeyska ríkisins sem á fyrirtækin núna. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:58