Íþróttir Björgvin annar Björgvin Björgvinsson, skíðamaður frá Dalvík, lenti í öðru sæti á stigamóti í stórsvigi í Ástralíu í dag. Hann var 14/100 á eftir sigurvegaranum. Björgvin fær 15,57 FIS stig fyrir vikið sem er hans besti árangur. Áður hafði hann best náð 26,76 punktum í stórsvigi. Sport 13.10.2005 19:45 Owen hafnaði tilboði Everton Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen hjá spænska stórliðinu Real Madrid hefur hafnað tilboði Everton um að ganga til liðs við félagið. Everton bauð 10 milljónir punda í Owen en því var hafnað en Owen hafði ekki áhuga á að fara til liðsins. Sport 13.10.2005 19:44 Mæta Dönum í dag Íslendingar mæta Dönum í dag í milliriðli á heimsmeistaramóti undir 21 árs landsliða í handbolta í Ungverjalandi. Strákarnir steinlágu fyrir Egyptum í gær með 25 mörkum gegn 30. Árni þór Sigtryggsson var markahæstur og skoraði átta mörk. Þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð á mótinu. Sport 13.10.2005 19:44 Gerrard enn frá vegna meiðsla Steven Gerrard fyrirliði Evrópumeistara Liverpool leikur ekki með í kvöld þegar liðið fær CSKA Sofia í heimsókn á Anfield í síðari leik liðanna í þriðju umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Sport 13.10.2005 19:44 Armstrong segist saklaus Hjólreiðakappinn Lance Armstrong hefur enn eina ferðina verið sakaður um að hafa neitt ólöglegra lyfja og nú fyrir stuttu hélt franska blaðið L´equipe því fram að hann hefði notað ólögleg lyf árið 1999. Sport 13.10.2005 19:44 Víkingur og Fjölnir saman Víkingur og Fjölnir tefla fram sameiginlegu liði í meistaraflokki karla í handknattleik á komandi keppnistímabili en frá þessu var gengið í gærkvöldi. Gunnar Magnússon mun þjálfa liðið en hann hefur þjálfað Víking undanfarin ár. Sport 13.10.2005 19:44 Schumacher ekki á leið frá Ferrari Heimsmeistarinn Michael Schumacher segist ekki vera á leið frá Ferrari yfir í McLaren Mercedes eins og fram kom í fréttum í gærkvöld, en hann átti nýverið fund með forráðamönnum liðsins. Sport 13.10.2005 19:44 Lárus tekur við Aftureldingu Lárus Grétarsson mun stýra annarrar deildarliðinu Aftureldingu í Mosfellsbæ í síðustu þremur leikjum liðsins en Ólafur Geir Magnússon var látinn taka pokann sinn um síðustu helgi eftir afleitt gengi liðsins að undanförnu. Afturelding er í níunda sæti og í mikilli fallhættu.</font /> Sport 13.10.2005 19:44 Búið að velja búlgarska liðið Þjálfari Búlgarska landsliðsins í knattspyrnu, Hristo Stoichkov, hefur valið 20 leikmenn fyrir landsleikina gegn Svíum og Íslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins. Átta leikmenn leika utan Búlgaríu og þeirra þekktastir eru án efa Stilian Petrov hjá Glasgow Celtic og Dimitar Berbatov hjá Bayer Leverkusen. Sport 13.10.2005 19:44 Bergur bætti eigin Íslandsmet FH-ingurinn Bergur Ingi Pétursson bætti Íslandsmet sín í tveimur flokkum (19-20 ára og 21-22 ára) í sleggjukasti um 1,18 metra og var aðeins 30 sentimetra frá íslandsmetinu í karlaflokki en það er í eigu Guðmundar Karlssonar, Bergur Ingi kastaði 65,98 metra á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. ÍR sigraði örugglega í heildarstigakeppni mótsins með 316 stig en FH var í öðru sæti með 195 Sport 13.10.2005 19:44 Dagný Linda fær nýjan þjálfara Skíðakonan Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri hefur fengið nýjan þjálfara. Hann heitir Dejan Poljansek og er frá Slóveníu. Hann hefur þjálfað Heimsbikarlið Slóvena í karla og kvennaflokki frá árinu 1986 ásamt því að þjálfa hinn þekkta skíðamann Jure Kosir. Sport 13.10.2005 19:44 Sigurður og Ísak Íslandsmeistarar Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson á Mitshubishi Lancer tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í rallakstri þegar þeir sigruðu í 26. alþjóðlega Reykjavíkurrallinu. Þeir urðu 8 mínútum og 22 sekúndum á undan Guðmundi Guðmundssyni og Jóni Bergssyni á Subaru Impreza. Sport 13.10.2005 19:43 Schumacher ver ekki titilinn McLaren ökumaðurinn finnski, Kimi Raikkonen bar sigur úr bítum í Formúlu 1 kappakstrinum í Tyrklandi í dag og er þetta fimmti sigur hans á tímabilinu. Eftir úrslit dagsins er ljóst að sjöfaldur heimsmeistarinn, Michael Schumacher tekst ekki að verja heimsmeistaratitilinn. Sport 13.10.2005 19:43 Urðu aftur strandblaksmeistarar Einar Sigurðsson og Brynjar Pétursson urðu í gær Íslandsmeistarar í strandblaki annað árið í röð. Þær Karen Gunnarsdóttir og Birna Baldursdóttir endurtóku einnig leikinn frá því í fyrra og vörðu Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki. Sport 13.10.2005 19:43 Sigurður og Ísak juku forystu sína Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson juku í morgun forystu sína í 22. Reykjavíkurrallinu. Forysta þeirra á þá Guðmund Guðmundsson og Jón Bergsson var eftir tvær sérleiðir í morgun 5 mínútur og 18 sekúndur. Þeir Sigurður Bragi og Ísak voru hálfri mínútu á undan þeim að aka Uxahryggjaleið og náðu síðan tveimur og hálfri mínútu á þá Guðmund og Jón á Kaldadal. Sport 13.10.2005 19:43 Höiom sigraði annað árið í röð Svíinn Måns Höiom sigraði í Reykjavíkurmaraþoninu annað árið í röð en hann hljóp kílómetrana 42 á tveimur klukkustundum, 29 mínútum og 10 sekúndum. Bryndís Ernstdóttir sigraði hins vegar í kvennaflokki á tímanum 2 klukkustundum, 55 mínútum og 39 sekúndum. Sport 13.10.2005 19:43 Á ein von um gullpottinn Rússneska stúlkan Tatjana Lebedeva sigraði í þrístökki á gullmótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í gærkvöldi. Lebedeva, sem keppti ekki á heimsmeistaramótinu í Finnlandi fyrr í þessum mánuði vegna meiðsla, stökk 14 metra og 94 sentímetra. Hún er eini íþróttamaðurinn sem enn þá á von um að vinna eina milljón dollara en það er upphæðin sem þeir íþróttmenn skipta með sér takist þeim að vinna öll sex gullmót keppnistíðarinnar. Sport 13.10.2005 19:43 Aldrei fleiri í Reykjavíkurmarþoni Klukkan tíu hófst Reykjavíkurmaraþonið í Lækjargötu. Klukkan ellefu verður ræst út í skemmtiskokkið en fólk getur enn skráð sig í það í Íslandsbanka í Lækjargötu. Hálfmaraþonið hefst svo klukkan hálftólf. Aldrei hafa fleiri erlendir hlauparar skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið eða yfir 600 manns sem hlaupa mismunandi vegalengdir. Þá er gert ráð fyrir að met verði slegið í maraþoninu sem hófst núna klukkan tíu en þar hlaupa yfir 300 manns 42 kílómetra. Sport 13.10.2005 19:43 Meistaramót Íslands Meistaramót Íslands 15-22 ára fer fram á Sauðárkróki um helgina í umsjón UMSS. 180 keppendur er skráðir til leiks og koma þeir frá 16 félögum og héraðssamböndum. Keppnin er bæði einstakling- og stigakeppni milli félaga, en keppt er í þremur aldursflokkum beggja kynja. Sport 13.10.2005 19:43 Breyting á kvennalandsliðinu Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu hefur orðið að gera eina breytingu á landsliðshópi sínum vegna leiks Íslendinga og Hvít Rússa í undankeppni heimsmeistaramótsins. Katrín Jónsdóttir getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Í hennar stað kemur Gréta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðabliki en hún er nýliði í landsliðinu. Sport 13.10.2005 19:43 Reykjavíkurrallið Þegar átta sérleiðir eru búnar í 26. alþjóða Reykjavíkurrallinu hafa Guðmundur Guðmundsson og Jón Bergsson á Subaru Impreza forystu. Þeir eru samtals á 52 mínútum og 19 sekúndum. Sport 13.10.2005 19:43 2500 skráðir í maraþonið Um 2500 manns hafa skráð sig til keppni í Reykjavíkurþaraþoninu sem þreytt verður á morgun í 22. sinn. Skráning fer fram í TBR-húsinu við Gnoðarvog og henni lýkur klukkan 21 í kvöld. Um 600 erlendir keppendur hafa boðað komu sína. Þá ætla rúmlega 300 manns að hlaupa heilt maraþonhlaup. Sport 13.10.2005 19:43 Dröfn semur við Goppingen Dröfn Sæmundsdóttir handknattleikskona úr FH hefur skrifað undir eins árs samning við Goppingen í Þýskalandi sem leikur í 2. deild. Gunnar Berg Viktorsson sem leikur með Krónau Östringen þarf að gangast undir aðra aðgerð á öxl í dag og verður frá keppni í allt að fimm mánuði. Gunnar fékk sýkingu í öxlina eftir fyrstu aðgerðina og verður í fyrsta lagi klár í slaginn í febrúar á næsta ári. Sport 13.10.2005 19:42 Landsliðið í körfu vann Holland Íslenska landsliðið í körfuknattleik vann í gær sinn annan sigur á Hollendingum á tveimur dögum , 82 - 75 , í framlengdum leik í Groningen í Hollandi, en staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn 71 - 71. Sport 13.10.2005 19:42 Evrópukeppnin í handbolta Valsmenn mæta Ljubuski frá Bosníu eða Sjundea frá Finnlandi í 2. umferð í Evrópukeppni - félagsliða í handknattleik nái þeir að sigra Tbilisi frá Georgíu í fyrstu umferð keppninnar, en báðir leikirnir fara fram hér á landi 10 og 11 september. Sport 13.10.2005 19:42 Ísland 41 - Kongó 15 í handbolta Íslenska unglingalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 21. árs og yngri vann Kongó 41 - 15 í fysta leik liðsins á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ungverjalandi. Staðan í hálfleik var 20 - 7 Íslendingum í vil. Sport 13.10.2005 19:42 Landsliðið hefur fallið um 26 sæti Sport 13.10.2005 19:42 Ólafur Örn og Hannes meiddir Ólafur Örn Bjaranson sem leikur með Brann í Noregi og Hannes Þ Sigurðsson sem leikur með Viking í Stavangri verða fjarri góðu gamni vegna meiðsla þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Suður Afríkumönnum á Laugardalsvelli í kvöld klukkan átta. Sport 13.10.2005 19:42 Maradona kominn með sjónvarpsþátt Argentíska knattspyrnuhetjan Diego Maradona er byrjaður með sjónvarpsþátt sem kallast "Kvöld með númer tíu", sem er tilvísun í númerið sem Maradona var með á bakinu sem leikmaður. Gestirnir í fyrsta þættinum voru af dýrari gerðinni, en þar bar hæst langt spjall Maradona við brasilísku goðsögnina Pele. Sport 13.10.2005 19:42 Ragna og Sara úr leik á HM Sara Jónsdóttir og Ragna Ingólfsdóttir féllu úr leik í 1. umferð í tvíliðaleik á heimsmeistaramótinu í badminton í Anaheim í Kaliforníu sem hófst í gær. Mótherjar þeirra voru frá Hong Kong sem unnu 15-13 og 15-5. Sport 13.10.2005 19:42 « ‹ 330 331 332 333 334 ›
Björgvin annar Björgvin Björgvinsson, skíðamaður frá Dalvík, lenti í öðru sæti á stigamóti í stórsvigi í Ástralíu í dag. Hann var 14/100 á eftir sigurvegaranum. Björgvin fær 15,57 FIS stig fyrir vikið sem er hans besti árangur. Áður hafði hann best náð 26,76 punktum í stórsvigi. Sport 13.10.2005 19:45
Owen hafnaði tilboði Everton Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen hjá spænska stórliðinu Real Madrid hefur hafnað tilboði Everton um að ganga til liðs við félagið. Everton bauð 10 milljónir punda í Owen en því var hafnað en Owen hafði ekki áhuga á að fara til liðsins. Sport 13.10.2005 19:44
Mæta Dönum í dag Íslendingar mæta Dönum í dag í milliriðli á heimsmeistaramóti undir 21 árs landsliða í handbolta í Ungverjalandi. Strákarnir steinlágu fyrir Egyptum í gær með 25 mörkum gegn 30. Árni þór Sigtryggsson var markahæstur og skoraði átta mörk. Þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð á mótinu. Sport 13.10.2005 19:44
Gerrard enn frá vegna meiðsla Steven Gerrard fyrirliði Evrópumeistara Liverpool leikur ekki með í kvöld þegar liðið fær CSKA Sofia í heimsókn á Anfield í síðari leik liðanna í þriðju umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Sport 13.10.2005 19:44
Armstrong segist saklaus Hjólreiðakappinn Lance Armstrong hefur enn eina ferðina verið sakaður um að hafa neitt ólöglegra lyfja og nú fyrir stuttu hélt franska blaðið L´equipe því fram að hann hefði notað ólögleg lyf árið 1999. Sport 13.10.2005 19:44
Víkingur og Fjölnir saman Víkingur og Fjölnir tefla fram sameiginlegu liði í meistaraflokki karla í handknattleik á komandi keppnistímabili en frá þessu var gengið í gærkvöldi. Gunnar Magnússon mun þjálfa liðið en hann hefur þjálfað Víking undanfarin ár. Sport 13.10.2005 19:44
Schumacher ekki á leið frá Ferrari Heimsmeistarinn Michael Schumacher segist ekki vera á leið frá Ferrari yfir í McLaren Mercedes eins og fram kom í fréttum í gærkvöld, en hann átti nýverið fund með forráðamönnum liðsins. Sport 13.10.2005 19:44
Lárus tekur við Aftureldingu Lárus Grétarsson mun stýra annarrar deildarliðinu Aftureldingu í Mosfellsbæ í síðustu þremur leikjum liðsins en Ólafur Geir Magnússon var látinn taka pokann sinn um síðustu helgi eftir afleitt gengi liðsins að undanförnu. Afturelding er í níunda sæti og í mikilli fallhættu.</font /> Sport 13.10.2005 19:44
Búið að velja búlgarska liðið Þjálfari Búlgarska landsliðsins í knattspyrnu, Hristo Stoichkov, hefur valið 20 leikmenn fyrir landsleikina gegn Svíum og Íslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins. Átta leikmenn leika utan Búlgaríu og þeirra þekktastir eru án efa Stilian Petrov hjá Glasgow Celtic og Dimitar Berbatov hjá Bayer Leverkusen. Sport 13.10.2005 19:44
Bergur bætti eigin Íslandsmet FH-ingurinn Bergur Ingi Pétursson bætti Íslandsmet sín í tveimur flokkum (19-20 ára og 21-22 ára) í sleggjukasti um 1,18 metra og var aðeins 30 sentimetra frá íslandsmetinu í karlaflokki en það er í eigu Guðmundar Karlssonar, Bergur Ingi kastaði 65,98 metra á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. ÍR sigraði örugglega í heildarstigakeppni mótsins með 316 stig en FH var í öðru sæti með 195 Sport 13.10.2005 19:44
Dagný Linda fær nýjan þjálfara Skíðakonan Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri hefur fengið nýjan þjálfara. Hann heitir Dejan Poljansek og er frá Slóveníu. Hann hefur þjálfað Heimsbikarlið Slóvena í karla og kvennaflokki frá árinu 1986 ásamt því að þjálfa hinn þekkta skíðamann Jure Kosir. Sport 13.10.2005 19:44
Sigurður og Ísak Íslandsmeistarar Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson á Mitshubishi Lancer tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í rallakstri þegar þeir sigruðu í 26. alþjóðlega Reykjavíkurrallinu. Þeir urðu 8 mínútum og 22 sekúndum á undan Guðmundi Guðmundssyni og Jóni Bergssyni á Subaru Impreza. Sport 13.10.2005 19:43
Schumacher ver ekki titilinn McLaren ökumaðurinn finnski, Kimi Raikkonen bar sigur úr bítum í Formúlu 1 kappakstrinum í Tyrklandi í dag og er þetta fimmti sigur hans á tímabilinu. Eftir úrslit dagsins er ljóst að sjöfaldur heimsmeistarinn, Michael Schumacher tekst ekki að verja heimsmeistaratitilinn. Sport 13.10.2005 19:43
Urðu aftur strandblaksmeistarar Einar Sigurðsson og Brynjar Pétursson urðu í gær Íslandsmeistarar í strandblaki annað árið í röð. Þær Karen Gunnarsdóttir og Birna Baldursdóttir endurtóku einnig leikinn frá því í fyrra og vörðu Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki. Sport 13.10.2005 19:43
Sigurður og Ísak juku forystu sína Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson juku í morgun forystu sína í 22. Reykjavíkurrallinu. Forysta þeirra á þá Guðmund Guðmundsson og Jón Bergsson var eftir tvær sérleiðir í morgun 5 mínútur og 18 sekúndur. Þeir Sigurður Bragi og Ísak voru hálfri mínútu á undan þeim að aka Uxahryggjaleið og náðu síðan tveimur og hálfri mínútu á þá Guðmund og Jón á Kaldadal. Sport 13.10.2005 19:43
Höiom sigraði annað árið í röð Svíinn Måns Höiom sigraði í Reykjavíkurmaraþoninu annað árið í röð en hann hljóp kílómetrana 42 á tveimur klukkustundum, 29 mínútum og 10 sekúndum. Bryndís Ernstdóttir sigraði hins vegar í kvennaflokki á tímanum 2 klukkustundum, 55 mínútum og 39 sekúndum. Sport 13.10.2005 19:43
Á ein von um gullpottinn Rússneska stúlkan Tatjana Lebedeva sigraði í þrístökki á gullmótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í gærkvöldi. Lebedeva, sem keppti ekki á heimsmeistaramótinu í Finnlandi fyrr í þessum mánuði vegna meiðsla, stökk 14 metra og 94 sentímetra. Hún er eini íþróttamaðurinn sem enn þá á von um að vinna eina milljón dollara en það er upphæðin sem þeir íþróttmenn skipta með sér takist þeim að vinna öll sex gullmót keppnistíðarinnar. Sport 13.10.2005 19:43
Aldrei fleiri í Reykjavíkurmarþoni Klukkan tíu hófst Reykjavíkurmaraþonið í Lækjargötu. Klukkan ellefu verður ræst út í skemmtiskokkið en fólk getur enn skráð sig í það í Íslandsbanka í Lækjargötu. Hálfmaraþonið hefst svo klukkan hálftólf. Aldrei hafa fleiri erlendir hlauparar skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið eða yfir 600 manns sem hlaupa mismunandi vegalengdir. Þá er gert ráð fyrir að met verði slegið í maraþoninu sem hófst núna klukkan tíu en þar hlaupa yfir 300 manns 42 kílómetra. Sport 13.10.2005 19:43
Meistaramót Íslands Meistaramót Íslands 15-22 ára fer fram á Sauðárkróki um helgina í umsjón UMSS. 180 keppendur er skráðir til leiks og koma þeir frá 16 félögum og héraðssamböndum. Keppnin er bæði einstakling- og stigakeppni milli félaga, en keppt er í þremur aldursflokkum beggja kynja. Sport 13.10.2005 19:43
Breyting á kvennalandsliðinu Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu hefur orðið að gera eina breytingu á landsliðshópi sínum vegna leiks Íslendinga og Hvít Rússa í undankeppni heimsmeistaramótsins. Katrín Jónsdóttir getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Í hennar stað kemur Gréta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðabliki en hún er nýliði í landsliðinu. Sport 13.10.2005 19:43
Reykjavíkurrallið Þegar átta sérleiðir eru búnar í 26. alþjóða Reykjavíkurrallinu hafa Guðmundur Guðmundsson og Jón Bergsson á Subaru Impreza forystu. Þeir eru samtals á 52 mínútum og 19 sekúndum. Sport 13.10.2005 19:43
2500 skráðir í maraþonið Um 2500 manns hafa skráð sig til keppni í Reykjavíkurþaraþoninu sem þreytt verður á morgun í 22. sinn. Skráning fer fram í TBR-húsinu við Gnoðarvog og henni lýkur klukkan 21 í kvöld. Um 600 erlendir keppendur hafa boðað komu sína. Þá ætla rúmlega 300 manns að hlaupa heilt maraþonhlaup. Sport 13.10.2005 19:43
Dröfn semur við Goppingen Dröfn Sæmundsdóttir handknattleikskona úr FH hefur skrifað undir eins árs samning við Goppingen í Þýskalandi sem leikur í 2. deild. Gunnar Berg Viktorsson sem leikur með Krónau Östringen þarf að gangast undir aðra aðgerð á öxl í dag og verður frá keppni í allt að fimm mánuði. Gunnar fékk sýkingu í öxlina eftir fyrstu aðgerðina og verður í fyrsta lagi klár í slaginn í febrúar á næsta ári. Sport 13.10.2005 19:42
Landsliðið í körfu vann Holland Íslenska landsliðið í körfuknattleik vann í gær sinn annan sigur á Hollendingum á tveimur dögum , 82 - 75 , í framlengdum leik í Groningen í Hollandi, en staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn 71 - 71. Sport 13.10.2005 19:42
Evrópukeppnin í handbolta Valsmenn mæta Ljubuski frá Bosníu eða Sjundea frá Finnlandi í 2. umferð í Evrópukeppni - félagsliða í handknattleik nái þeir að sigra Tbilisi frá Georgíu í fyrstu umferð keppninnar, en báðir leikirnir fara fram hér á landi 10 og 11 september. Sport 13.10.2005 19:42
Ísland 41 - Kongó 15 í handbolta Íslenska unglingalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 21. árs og yngri vann Kongó 41 - 15 í fysta leik liðsins á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ungverjalandi. Staðan í hálfleik var 20 - 7 Íslendingum í vil. Sport 13.10.2005 19:42
Ólafur Örn og Hannes meiddir Ólafur Örn Bjaranson sem leikur með Brann í Noregi og Hannes Þ Sigurðsson sem leikur með Viking í Stavangri verða fjarri góðu gamni vegna meiðsla þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Suður Afríkumönnum á Laugardalsvelli í kvöld klukkan átta. Sport 13.10.2005 19:42
Maradona kominn með sjónvarpsþátt Argentíska knattspyrnuhetjan Diego Maradona er byrjaður með sjónvarpsþátt sem kallast "Kvöld með númer tíu", sem er tilvísun í númerið sem Maradona var með á bakinu sem leikmaður. Gestirnir í fyrsta þættinum voru af dýrari gerðinni, en þar bar hæst langt spjall Maradona við brasilísku goðsögnina Pele. Sport 13.10.2005 19:42
Ragna og Sara úr leik á HM Sara Jónsdóttir og Ragna Ingólfsdóttir féllu úr leik í 1. umferð í tvíliðaleik á heimsmeistaramótinu í badminton í Anaheim í Kaliforníu sem hófst í gær. Mótherjar þeirra voru frá Hong Kong sem unnu 15-13 og 15-5. Sport 13.10.2005 19:42