Innlent Fjórðungur styður framboðið Rúmlega 25 prósent manns á aldrinum 18 til 85 ára segja líklegt að þau myndu kjósa framboð eldri borgara ef það væri í boði við alþingiskosningar í dag. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði dagana 31. ágúst til 13. september. Tæp 70 prósent svöruðu því til að ólíklegt væri að það myndi kjósa slíkt framboð og tæp fimm prósent tóku ekki afstöðu. Innlent 24.9.2006 22:02 Nýr lögmaður ver Aquanetworld Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl., lögmaður Aquanetworld og Mark Ashley Wells, hefur sagt sig frá skuldamáli sem Lesley Ágústsson hefur höfðað vegna fjársvika sem hún telur sig hafa orðið fyrir. Þormóður Skorri Steingrímsson hdl. hefur tekið við málinu og fer aðalmeðferð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 24.9.2006 22:01 Litlir bílar menga minna Mikill munur er á því hversu mikið bifreiðar menga. Þannig blæs BMW fjórum tonnum af koltvísýringi út í andrúmsloftið á ári en Fiat 1,8 tonnum. Þetta kom fram í erindi Sigurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs, á samgönguviku. Innlent 24.9.2006 22:02 Atvinnulausir verði virkir Ný lög um atvinnuleysistryggingar gera ráð fyrir tekjutengdum atvinnuleysisbótum fyrstu þrjá mánuði atvinnuleysis. Þeir sem skrá atvinnulausa skulu einnig aðstoða atvinnulausa við atvinnuleit. Innlent 24.9.2006 21:59 Myndsímar fyrir heyrnarlausa prófaðir Nú er verið að prófa myndsíma sem gerir heyrnarlausum kleift að tala táknmál sín á milli. Félag heyrnarlausra hefur tekið þátt í því að tveir símar þessarar gerðar hafa verið fluttir til landsins. Þetta var meðal þess sem fram kom á málþingi um samskiptatækni heyrnarlausa sem fram fór nú fyrir helgi. Innlent 24.9.2006 22:02 Stundaði svakalega sjálfsritskoðun Ómar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður segist hafa þurft að stunda „svakalega sjálfsritskoðun“ og leggja sig svo mikið fram við það upp á síðkastið vegna þrýstings utan frá að hann geti ekki staðið í því lengur. Þess vegna hafi hann hætt að fjalla um umhverfismál í sjónvarpsfréttum. Innlent 24.9.2006 22:02 Sjúkraflugvél á Ísafirði í vetur Bæjarstjórn Ísafjarðar fagnar þeirri ákvörðun Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra að sjúkraflugvél verði á Ísafirði í vetur. Að undanförnu hefur verið í umræðunni að færa heimahöfn sjúkraflugs fyrir Vestfirði til Akureyrar, en flutningum hefur verið frestað vegna erfiðra aðstæðna í aðflugi til Ísafjarðar á veturna. Heilbrigðisráðherra hefur nú ákveðið að flugvélin verði á Ísafirði. Innlent 24.9.2006 22:01 Forseta Íslands veitt verðlaun Loftslagsstofnunin í Washington, Climate Institute, veitti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, verðlaunin Global Environmental Leadership Award á ársþingi stofnunarinnar. Innlent 24.9.2006 21:59 Skinka handa mömmu Hjartaknúsarinn með barnsandlitið, Cliff Richard, spilar í Höllinni í mars á næsta ári. Samkynhneigð hefur löngum verið borin upp á Cliff en hann neitar öllu slíku. Hann hefur þó aldrei verið við kvenmann kenndur og virðist fá sína útrás með að spila tennis. Innlent 24.9.2006 22:03 Auður Lilja kjörin formaður Auður Lilja Erlingsdóttir var kjörin formaður Ungra vinstri grænna á landsfundi samtakanna fyrr í mánuðinum. Auður Lilja er 27 ára stjórnmálafræðingur og er að ljúka meistaranámi í opinberri stjórnsýslu. Innlent 24.9.2006 22:02 Dregur úr veiði á stórum urriða Heldur hefur dregið úr veiði á stórum urriða í Þingvallavatni. Það gæti bent til þess að ábendingar, sem Þingvallanefnd hafa borist um villimannlegar urriðaveiðar í vatninu, eigi við rök að styðjast. Innlent 24.9.2006 18:56 Alls óvíst að samflot verið við Norðmenn Dómsmálaráðherra Noregs segir alls óvíst að samflot verði haft með Íslendingum um þyrlukaup til norsku strandgæslunnar og íslensku Landhelgisgæslunnar, eins og fyrirhugað var í sparnaðarskyni. Innlent 24.9.2006 18:52 Heyrði byssuskot og þyt í byssukúlum Skotið var af riffli að manni við Óbrynnishóla við Hafnarfjörð í gærkvöldi, en eins og nærri má geta er meðferð skotvopna bönnuð á svæðinu. Innlent 24.9.2006 18:16 Íbúafjöldi Seltjarnarness tvöfaldaður Hugmyndir eru um að tvöfalda íbúafjölda Seltjarnarness með því að búa til heila eyju við sunnanvert Nesið. Slíkar framkvæmdir myndu kalla á mikil samgöngumannvirki í vesturbæ Reykjavíkur, svo að Seltirningar einangruðust ekki. Innlent 24.9.2006 18:31 Vill koma skýrslum um banaslys inn í skólakerfið Formaður rannsóknarnefndar umferðarslysa telur að koma verði kennslu um raunveruleg umferðarslys inn í skólana því áróður í fjölmiðlum fari framhjá stórum hópi ungmenna. Hann segir fulla ástæðu til þess að skoða lífstíl ungmenna því hann spái fyrir um áhættuhegðun þeirra í umferðinni. Innlent 24.9.2006 18:11 Segir afnám toll gera út af við landbúnaðinn Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir það blekkingu að matarverð hér á landi sé fimmtíu prósentum hærra en í nágrannalöndunum eins og Samfylkingin heldur fram. Hann segir alþjóðasamninga ekki leyfa að nýir styrkir til bænda verði teknir upp og því myndi það ganga af landbúnaðinum dauðum að afnema verndartolla á skömmum tíma. Innlent 24.9.2006 18:05 Samfylking ætlar að lækka matvöruverð Samfylkingin ætlar að lækka matarreikning heimilanna um 200.000 krónur á ári. Meðal breytinga sem lagðar eru til eru niðurfelling vörugjalda og lækkun virðisaukaskatts á matvæli. Einnig skuli fella niður alla innflutningstolla á matvælum. Innlent 23.9.2006 21:10 Mun leggja landbúnað í rúst „Svona aðgerðir á svona stuttum tíma munu leggja stóran hluta landbúnaðarins, og úrvinnslugreina hans, í rúst,“ segir Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, um tillögur Samfylkingar til lækkunar á matvælaverði. Innlent 23.9.2006 21:10 Óþokkar dreifa glerbrotum í sandkassa Dagforeldrar í Síðuhverfi á Akureyri þurfa daglega að yfirfara leikvöll í hverfinu til að ganga úr skugga um að glerbrot og tæki til fíkniefnaneyslu stofni börnum ekki í hættu. Svo langt gangi skemmdarverkin að glerbrotum sé stundum dreift á markvissan hátt um sandkassa á leikvellinum. Innlent 23.9.2006 21:10 Átta fluttir á slysadeild Átta voru fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Höfðabakkabrú í Reykjavík um tvöleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slysadeild slasaðist enginn alvarlega. Tildrög slyssins voru þau að lögreglubíll með blikkandi forgangsljós og hljóðmerki ók á móti rauðu ljósi með þeim afleiðingum að hann lenti í árekstri við lítinn fólksbíl sem ekið var yfir á grænu. Innlent 23.9.2006 21:10 Útboð undirbúið Samgönguráðuneytið mun bjóða út flug til Vestmannaeyja, finnist ekki aðrir sem eru tilbúnir til að fljúga þangað án opinberra styrkja. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær ætlar Landsflug að hætta öllu áætlunarflugi milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Ekkert annað flugfélag flýgur sömu leið. Innlent 23.9.2006 21:10 Engan sakaði í flugóhappi Flugvél hvolfdi í lendingu á sandbreiðu við Gæsavötn um hádegi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík var flugmaðurinn einn í vélinni, sem er eins hreyfils, þegar henni hlekktist á í lendingu og endaði á hvolfi um tvö hundruð metrum frá þeim stað þar sem hún lenti fyrst. Innlent 23.9.2006 21:10 Fer undir vatn síðar í vikunni Brúnni yfir Jökulsá á Dal var lokað í gær. Handrið og brúardekk voru fjarlægð en burðarverkið var látið standa. Það mun fara í kaf er byrjað verður að safna vatni í uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunar síðar í vikunni. Innlent 23.9.2006 21:10 Eldur um borð Eldur kviknaði í farþegaskipinu Lagarfljótsorminum snemma í gærmorgun. Vakthafandi lögreglumaður sagði eldinn hafa kviknað út frá rafmagnsofni en greiðlega hefði gengið að slökkva hann. Skemmdir væru þó talsverðar, þá aðallega af sóti og reyk. Innlent 23.9.2006 21:09 Skrúfað frá níu brunahönum Mörg útköll voru hjá lögreglu og slökkviliði í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík í fyrrinótt þar sem skrúfað var frá brunahönum í hverfinu frá klukkan þrjú um nóttina og til klukkan átta fram undir morgun. Alls var vatni hleypt af níu brunahönum. Innlent 23.9.2006 21:09 Sagður ómótstæðilegur og víkingalegur bláskjár Björgólfur Thor Björgólfsson telst vera kynþokkafyllsti auðjöfurinn samkvæmt breska viðskiptablaðinu Financial Times. Þykir hann hafa mikilfenglegt atgervi og ómótstæðilegt bros. Innlent 23.9.2006 21:09 Ekki rætt í utanríkismálanefnd Utanríkismálanefnd Alþingis fjallaði ekki um samkomulag um skiptingu landgrunns í Síldarsmugunni milli Íslands, Danmerkur, Færeyja og Noregs, sem undirritað var á miðvikudag, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, fulltrúa Vinstri grænna í nefndinni. Innlent 23.9.2006 21:10 Umferðarátak skilar sér ekki Umferðarslys varð þegar sportbifreið var ekið á miklum hraða aftan á lítinn jeppa í Ártúnsbrekku um klukkan fimm í gær en loka þurfti svæðinu í rúma klukkustund á eftir. Þrennt var flutt á slysadeild en samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni voru meiðslin ekki veruleg. Innlent 23.9.2006 21:09 Afmælismót úti í Eyjum Taflfélag Vestmannaeyja stóð í gær fyrir afmælismóti í tilefni af því að áttatíu ár eru liðin frá stofnun þess. Keppendur voru bæði Eyjamenn og gestir en alls tóku 48 skákmenn þátt á mótinu. Innlent 23.9.2006 21:10 Segir sjávarflóðahættu í Reykjavík vera vanmetna Skipulagsfræðingur segir sjávarflóðavarnargarða of lága og landfyllingar viðkvæmar vegna vanmats á flóðahættu í Reykjavík. Sérfræðingar telja að sjávarhæð við borgina muni rísa um allt að metra á næstu öld. Innlent 23.9.2006 21:10 « ‹ 233 234 235 236 237 238 239 240 241 … 334 ›
Fjórðungur styður framboðið Rúmlega 25 prósent manns á aldrinum 18 til 85 ára segja líklegt að þau myndu kjósa framboð eldri borgara ef það væri í boði við alþingiskosningar í dag. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði dagana 31. ágúst til 13. september. Tæp 70 prósent svöruðu því til að ólíklegt væri að það myndi kjósa slíkt framboð og tæp fimm prósent tóku ekki afstöðu. Innlent 24.9.2006 22:02
Nýr lögmaður ver Aquanetworld Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl., lögmaður Aquanetworld og Mark Ashley Wells, hefur sagt sig frá skuldamáli sem Lesley Ágústsson hefur höfðað vegna fjársvika sem hún telur sig hafa orðið fyrir. Þormóður Skorri Steingrímsson hdl. hefur tekið við málinu og fer aðalmeðferð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 24.9.2006 22:01
Litlir bílar menga minna Mikill munur er á því hversu mikið bifreiðar menga. Þannig blæs BMW fjórum tonnum af koltvísýringi út í andrúmsloftið á ári en Fiat 1,8 tonnum. Þetta kom fram í erindi Sigurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs, á samgönguviku. Innlent 24.9.2006 22:02
Atvinnulausir verði virkir Ný lög um atvinnuleysistryggingar gera ráð fyrir tekjutengdum atvinnuleysisbótum fyrstu þrjá mánuði atvinnuleysis. Þeir sem skrá atvinnulausa skulu einnig aðstoða atvinnulausa við atvinnuleit. Innlent 24.9.2006 21:59
Myndsímar fyrir heyrnarlausa prófaðir Nú er verið að prófa myndsíma sem gerir heyrnarlausum kleift að tala táknmál sín á milli. Félag heyrnarlausra hefur tekið þátt í því að tveir símar þessarar gerðar hafa verið fluttir til landsins. Þetta var meðal þess sem fram kom á málþingi um samskiptatækni heyrnarlausa sem fram fór nú fyrir helgi. Innlent 24.9.2006 22:02
Stundaði svakalega sjálfsritskoðun Ómar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður segist hafa þurft að stunda „svakalega sjálfsritskoðun“ og leggja sig svo mikið fram við það upp á síðkastið vegna þrýstings utan frá að hann geti ekki staðið í því lengur. Þess vegna hafi hann hætt að fjalla um umhverfismál í sjónvarpsfréttum. Innlent 24.9.2006 22:02
Sjúkraflugvél á Ísafirði í vetur Bæjarstjórn Ísafjarðar fagnar þeirri ákvörðun Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra að sjúkraflugvél verði á Ísafirði í vetur. Að undanförnu hefur verið í umræðunni að færa heimahöfn sjúkraflugs fyrir Vestfirði til Akureyrar, en flutningum hefur verið frestað vegna erfiðra aðstæðna í aðflugi til Ísafjarðar á veturna. Heilbrigðisráðherra hefur nú ákveðið að flugvélin verði á Ísafirði. Innlent 24.9.2006 22:01
Forseta Íslands veitt verðlaun Loftslagsstofnunin í Washington, Climate Institute, veitti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, verðlaunin Global Environmental Leadership Award á ársþingi stofnunarinnar. Innlent 24.9.2006 21:59
Skinka handa mömmu Hjartaknúsarinn með barnsandlitið, Cliff Richard, spilar í Höllinni í mars á næsta ári. Samkynhneigð hefur löngum verið borin upp á Cliff en hann neitar öllu slíku. Hann hefur þó aldrei verið við kvenmann kenndur og virðist fá sína útrás með að spila tennis. Innlent 24.9.2006 22:03
Auður Lilja kjörin formaður Auður Lilja Erlingsdóttir var kjörin formaður Ungra vinstri grænna á landsfundi samtakanna fyrr í mánuðinum. Auður Lilja er 27 ára stjórnmálafræðingur og er að ljúka meistaranámi í opinberri stjórnsýslu. Innlent 24.9.2006 22:02
Dregur úr veiði á stórum urriða Heldur hefur dregið úr veiði á stórum urriða í Þingvallavatni. Það gæti bent til þess að ábendingar, sem Þingvallanefnd hafa borist um villimannlegar urriðaveiðar í vatninu, eigi við rök að styðjast. Innlent 24.9.2006 18:56
Alls óvíst að samflot verið við Norðmenn Dómsmálaráðherra Noregs segir alls óvíst að samflot verði haft með Íslendingum um þyrlukaup til norsku strandgæslunnar og íslensku Landhelgisgæslunnar, eins og fyrirhugað var í sparnaðarskyni. Innlent 24.9.2006 18:52
Heyrði byssuskot og þyt í byssukúlum Skotið var af riffli að manni við Óbrynnishóla við Hafnarfjörð í gærkvöldi, en eins og nærri má geta er meðferð skotvopna bönnuð á svæðinu. Innlent 24.9.2006 18:16
Íbúafjöldi Seltjarnarness tvöfaldaður Hugmyndir eru um að tvöfalda íbúafjölda Seltjarnarness með því að búa til heila eyju við sunnanvert Nesið. Slíkar framkvæmdir myndu kalla á mikil samgöngumannvirki í vesturbæ Reykjavíkur, svo að Seltirningar einangruðust ekki. Innlent 24.9.2006 18:31
Vill koma skýrslum um banaslys inn í skólakerfið Formaður rannsóknarnefndar umferðarslysa telur að koma verði kennslu um raunveruleg umferðarslys inn í skólana því áróður í fjölmiðlum fari framhjá stórum hópi ungmenna. Hann segir fulla ástæðu til þess að skoða lífstíl ungmenna því hann spái fyrir um áhættuhegðun þeirra í umferðinni. Innlent 24.9.2006 18:11
Segir afnám toll gera út af við landbúnaðinn Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir það blekkingu að matarverð hér á landi sé fimmtíu prósentum hærra en í nágrannalöndunum eins og Samfylkingin heldur fram. Hann segir alþjóðasamninga ekki leyfa að nýir styrkir til bænda verði teknir upp og því myndi það ganga af landbúnaðinum dauðum að afnema verndartolla á skömmum tíma. Innlent 24.9.2006 18:05
Samfylking ætlar að lækka matvöruverð Samfylkingin ætlar að lækka matarreikning heimilanna um 200.000 krónur á ári. Meðal breytinga sem lagðar eru til eru niðurfelling vörugjalda og lækkun virðisaukaskatts á matvæli. Einnig skuli fella niður alla innflutningstolla á matvælum. Innlent 23.9.2006 21:10
Mun leggja landbúnað í rúst „Svona aðgerðir á svona stuttum tíma munu leggja stóran hluta landbúnaðarins, og úrvinnslugreina hans, í rúst,“ segir Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, um tillögur Samfylkingar til lækkunar á matvælaverði. Innlent 23.9.2006 21:10
Óþokkar dreifa glerbrotum í sandkassa Dagforeldrar í Síðuhverfi á Akureyri þurfa daglega að yfirfara leikvöll í hverfinu til að ganga úr skugga um að glerbrot og tæki til fíkniefnaneyslu stofni börnum ekki í hættu. Svo langt gangi skemmdarverkin að glerbrotum sé stundum dreift á markvissan hátt um sandkassa á leikvellinum. Innlent 23.9.2006 21:10
Átta fluttir á slysadeild Átta voru fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Höfðabakkabrú í Reykjavík um tvöleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slysadeild slasaðist enginn alvarlega. Tildrög slyssins voru þau að lögreglubíll með blikkandi forgangsljós og hljóðmerki ók á móti rauðu ljósi með þeim afleiðingum að hann lenti í árekstri við lítinn fólksbíl sem ekið var yfir á grænu. Innlent 23.9.2006 21:10
Útboð undirbúið Samgönguráðuneytið mun bjóða út flug til Vestmannaeyja, finnist ekki aðrir sem eru tilbúnir til að fljúga þangað án opinberra styrkja. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær ætlar Landsflug að hætta öllu áætlunarflugi milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Ekkert annað flugfélag flýgur sömu leið. Innlent 23.9.2006 21:10
Engan sakaði í flugóhappi Flugvél hvolfdi í lendingu á sandbreiðu við Gæsavötn um hádegi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík var flugmaðurinn einn í vélinni, sem er eins hreyfils, þegar henni hlekktist á í lendingu og endaði á hvolfi um tvö hundruð metrum frá þeim stað þar sem hún lenti fyrst. Innlent 23.9.2006 21:10
Fer undir vatn síðar í vikunni Brúnni yfir Jökulsá á Dal var lokað í gær. Handrið og brúardekk voru fjarlægð en burðarverkið var látið standa. Það mun fara í kaf er byrjað verður að safna vatni í uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunar síðar í vikunni. Innlent 23.9.2006 21:10
Eldur um borð Eldur kviknaði í farþegaskipinu Lagarfljótsorminum snemma í gærmorgun. Vakthafandi lögreglumaður sagði eldinn hafa kviknað út frá rafmagnsofni en greiðlega hefði gengið að slökkva hann. Skemmdir væru þó talsverðar, þá aðallega af sóti og reyk. Innlent 23.9.2006 21:09
Skrúfað frá níu brunahönum Mörg útköll voru hjá lögreglu og slökkviliði í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík í fyrrinótt þar sem skrúfað var frá brunahönum í hverfinu frá klukkan þrjú um nóttina og til klukkan átta fram undir morgun. Alls var vatni hleypt af níu brunahönum. Innlent 23.9.2006 21:09
Sagður ómótstæðilegur og víkingalegur bláskjár Björgólfur Thor Björgólfsson telst vera kynþokkafyllsti auðjöfurinn samkvæmt breska viðskiptablaðinu Financial Times. Þykir hann hafa mikilfenglegt atgervi og ómótstæðilegt bros. Innlent 23.9.2006 21:09
Ekki rætt í utanríkismálanefnd Utanríkismálanefnd Alþingis fjallaði ekki um samkomulag um skiptingu landgrunns í Síldarsmugunni milli Íslands, Danmerkur, Færeyja og Noregs, sem undirritað var á miðvikudag, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, fulltrúa Vinstri grænna í nefndinni. Innlent 23.9.2006 21:10
Umferðarátak skilar sér ekki Umferðarslys varð þegar sportbifreið var ekið á miklum hraða aftan á lítinn jeppa í Ártúnsbrekku um klukkan fimm í gær en loka þurfti svæðinu í rúma klukkustund á eftir. Þrennt var flutt á slysadeild en samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni voru meiðslin ekki veruleg. Innlent 23.9.2006 21:09
Afmælismót úti í Eyjum Taflfélag Vestmannaeyja stóð í gær fyrir afmælismóti í tilefni af því að áttatíu ár eru liðin frá stofnun þess. Keppendur voru bæði Eyjamenn og gestir en alls tóku 48 skákmenn þátt á mótinu. Innlent 23.9.2006 21:10
Segir sjávarflóðahættu í Reykjavík vera vanmetna Skipulagsfræðingur segir sjávarflóðavarnargarða of lága og landfyllingar viðkvæmar vegna vanmats á flóðahættu í Reykjavík. Sérfræðingar telja að sjávarhæð við borgina muni rísa um allt að metra á næstu öld. Innlent 23.9.2006 21:10