Innlent Draumalandið í sérútgáfu Stefnt er að sérútgáfu Draumalandsins eftir Andra Snæ Magnason fyrir jólin. Draumalandið hefur verið prentað í fjórtán þúsund eintökum og stefnir flest í að hún verði ekki bara metsölubók ársins heldur sú bók sem mest hefur selst á einu ári á Íslandi frá upphafi. Meðal ítarefnis í sérútgáfunni verða ýmis skrif um bókina og áhrif hennar. Fjölmargir hafa fengið boð um að skrifa um bókina og áhrif hennar, meðal annars Björk, Björn Bjarnason, Bubbi Morthens, Friðrik Sophusson og Jónsi í Sigur Rós. Innlent 6.9.2006 21:54 Áhorfandi slasaðist í stúkunni Íslenskur áhorfandi slasaðist á landsleik Íslendinga og Dana í gær, þegar hann féll í tröppum í norðurenda nýju áhorfendastúkunnar á leið út eftir leikinn. Innlent 6.9.2006 21:55 Síbrotamaður hlaut 6 mánuði Tuttugu og átta ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir ýmis lögbrot. Innlent 6.9.2006 21:55 Þriggja vikna gæsluvarðhald Sextán ára piltur hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Hann er grunaður um að hafa stungið 25 ára gamlan karlmann í bakið með hnífi í Laugardal aðfaranótt þriðjudags. Honum er einnig gert að sæta geðrannsókn. Innlent 6.9.2006 21:55 Formlegt samstarf hafið Nemendum við Háskóla Íslands gefst í haust tækifæri til að sækja framhaldsnámskeið í mannerfðafræði í umsjón vísindamanna og sérfræðinga Íslenskrar erfðagreiningar og Háskóla Íslands. Innlent 6.9.2006 21:55 Gamla slippnum og verbúðinni lokað Gamli slippurinn í Vestmannaeyjum verður lagður niður um næstu mánaðamót og síðasta verbúðin þar í bæ mun heyra sögunni til í nóvember næstkomandi. Innlent 6.9.2006 21:55 Missti stjórn á bifreiðinni Ökumaður á tvítugsaldri missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún valt við bæinn Grjótgarð í Hörgárbyggð, skammt norðan Akureyrar um tvö leytið í fyrrinótt. Innlent 6.9.2006 21:55 Fékk sextán mánaða dóm Guðni Steinar Snæbjörnsson, 23 ára gamall Reykvíkingur, var í gær dæmdur í sextán mánaða fangelsi fyrir að eiga í kynferðislegum samskiptum við 14 ára gamla stúlku á hótelherbergi í Burnley. Frá þessu greindi fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær. Innlent 6.9.2006 21:55 Hlaut þriggja mánaða dóm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi 83 ára gamlan mann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals í gær. Innlent 6.9.2006 21:54 Stóriðjustefna eða ekki? Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir vel koma til greina að reisa þrjú ný álver á næstunni og greiða fyrir framkvæmdum í Helguvík. Í sumar sagði hann hins vegar að stjórnvöld hefðu í raun enga stóriðjustefnu. Innlent 7.9.2006 00:05 Bónus ódýrasta lágvöruverslunin samkvæmt könnun ASÍ Bónus er ódýrasta lágvöruverðsverslunin, samkvæmt verðkönnun ASÍ, en ef lækka ætti matvöruverð enn frekar þyrfti að vinna bug á innflutningshöftum og fákeppni. Þetta segir hagfræðingur Alþýðusambandsins. Innlent 6.9.2006 20:19 Eyða um efni fram sem aldrei fyrr Íslendingar eyða nú um efni fram - og fjárfesta - sem aldrei fyrr. Viðskiptahallinn tvöfaldaðist á fyrri helmingi ársins miðað við árið í fyrra og var hvorki meira né minna en 124 milljarðar króna. Innlent 6.9.2006 20:08 Danir númeri of stórir Íslenska landsliðið í knattspyrnu þurfti að sætta sig við 2-0 tap fyrir Dönum á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni EM. Danska liðið hafði sterk tök á leiknum frá upphafi og eftir að þeir Dennis Rommendahl og Jon Dahl Tomasson höfðu komið liðinu í 2-0 eftir rúman hálftíma, var sigur Dana aldrei í hættu. Innlent 6.9.2006 20:03 Danir yfir í hálfleik Nú er búið að flauta til leikhlés í viðureign Íslendinga og Dana á Laugardalsvelli í undankeppni EM í knattspyrnu. Skemmst er frá því að segja að Danir hafa verið miklu betri í fyrri hálfleiknum og leiða verðskuldað 2-0. Það voru Dennis Rommendahl og Jon Dahl Tomasson sem skoruðu mörk danska liðsins á 5. og 33. mínútu. Innlent 6.9.2006 18:58 Nafnaskipti fyrirtækja Rótgróin íslensk fyrirtæki sem hasla sér völl á erlendum markaði þurfa í síauknum mæli að leggja gamla nafninu og búa til nýtt. Flest nöfn sem finna má í orðabókum eru frátekin. Innlent 6.9.2006 18:23 Háspennubilun veldur rafmagnsleysi Háspennubilun varð rétt fyrir klukkan sex í dag og er stór hluti Mosfellsbæjar og Barðastaðir í Grafarvogi rafmagnslaus. Verið er að leita að orsök bilunarinnar og ekki liggur fyrir hvenær rafmagn kemst aftur á. Innlent 6.9.2006 18:25 Þriggja vikna gæsluvarðhald vegna hnífsstungu Sextán ára piltur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. september vegna gruns um að hann hafi stungið 25 ára gamla karlmann í bakið með hnífi í Laugardal aðfararnótt þriðjudags. Innlent 6.9.2006 16:39 Vilja athugun á jarðgöngum um Tröllaskaga Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa skorað á þingmenn og ríkisvaldið að gera ítarlega hagkvæmnathugun á því að grafa jarðgöng í gegnum Tröllaskaga milli Hjaltadals og Eyjafjarðar. Innlent 6.9.2006 16:02 Erlendir miðlar sýna afmæli leiðtogafundar áhuga Von er á stórum hópi erlendra fjölmiðlamanna til landsins í næsta mánuði vegna 20 ára afmælis leiðtogafundar Ronalds Reagans og Míkhaíls Gorbatstjovs hér á landi. Innlent 6.9.2006 15:43 16 mánaða dómur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku Tuttugu og þriggja ára Íslendingur var í dag dæmdur í 16 mánaða fangelsi í Burnley fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára gamalli enskri stúlku fyrr á árinu. Líklegt er að hann afpláni aðeins átta mánuði af dómnum en hann hefur þegar setið í gæsluvarðhaldi í sjö mánuði sem dregst frá dómi. Innlent 6.9.2006 15:30 Tónlistarhús kynnt á Feneyja-tvíæringnum Tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem reisa á við hafnarbakkann í Reykjavík verður kynnt á Feneyja-tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag sem Ísland tekur þátt í fyrsta sinn í ár. Sýningin verður haldin dagana 10. september til 19. nóvember og fjallar hún um lykilþætti sem snúa að þróun stórra borga um allan heim Innlent 6.9.2006 15:11 Farþegum um FLE fjölgar um 10 prósent í ágúst Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 10 prósent í ágúst miðað við sama tíma í fyrra, úr tæpum 245 þúsund farþegum árið 2005 í rúmlega 269 þúsund farþega nú. Innlent 6.9.2006 15:08 Dregið verði verulega úr rjúpnaveiðum Náttúrufræðistofnun leggur til að dregið verði verulega úr rjúpnaveiðum í ár vegna óvæntra atburða sem orðið hafa í rjúpnastofninum. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að talningar sýni að stofninn sé á niðurleið um allt land eftir aðeins tvö ár í uppsveiflu og viðkoman er lélega annað árið í röð. Innlent 6.9.2006 14:29 Íbúum fækkar um 2% á Vestfjörðum Íbúum á Vestfjörðum fækkaði um 150 eða um 2% á tímabilinu 1. júlí 2005 til 1. júlí 2006, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Fréttavefur Bæjarins besta greinir frá því að íbúar Vestfjarða séu nú rúmlega 7.500 talsins. Fólksfækkun var eilítið minni í hitteðfyrra eða um 1,8%. Íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað um tæplega 1.300 síðan árið 1997, eða um 14,5%. Innlent 6.9.2006 14:25 Hátt á 20 strætisvagnar ekki í notkun Hátt á tuttugu strætisvagnar Strætó bs. standa óhreyfðir þessa dagana vegna niðurfellingu strætóferða á tíu mínútna fresti. Aðstoðarframkvæmdarstjóri Strætó bs. segir að vagnarnir muni með tíð og tíma leysa þá eldri af. Innlent 6.9.2006 13:49 ISPCAN verðlaunar Barnahús Alþjóðlegu barnaverndarsamtökin ISPCAN veittu í dag Barnahúsi verðlaun fyrir starf í þágu barna á heimsráðstefnu samtakanna í New York. Samkvæmt tilkynningu frá Barnahúsi er stofnuni verðlaunuð fyrir þáttaskil á meðferð kynferðisbrotamála á Íslandi, einkum með tilliti til þarfa og réttinda barna. Innlent 6.9.2006 13:44 Sex fíkniefnamál hjá lögreglu í gær Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af sjö aðilum í sex óskyldum fíkniefnamálum í gær. Þrjú málanna komu upp á tónleikum í Laugardalshöll en þar voru einnig höfð afskipti af örfáum tónleikagestum vegna ölvunar. Innlent 6.9.2006 12:18 Menntamálanefnd fundi vegna stöðu erlendra barna Fulltrúar Samfylkingarinnar í menntamálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því við formann nefndarinnar að fundað verði eins fljótt auðið er vegna frétta af því að mörg erlend börn á grunnskólaaldri fái ekki að stunda nám í grunnskóla. Innlent 6.9.2006 12:35 Íbúar í Árbænum ósáttir við niðurfellingu s5 Íbúar í Árbæjarhverfi, Selási, Ártúnsholti og Norðlingaholti hafa stofnað undirbúningshóp sem mótmælir því harðlega að hraðleið strætó S5 hafi verið felld niður sem og ferðir á tíu mínútna fresti. Aðstoðarframkvæmdarstjóri Strætó bs. segir að þar tapi Strætó bs tæplega milljón á dag, þá hafi eitthvað orðið undan að láta. Innlent 6.9.2006 12:06 Kemur til greina að greiða fyrir álveri í Helguvík Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir vel koma til greina að greiða fyrir framkvæmdum við álver í Helguvík. Þá segir hann ekkert því til fyrirstöðu að þrjú álver verði reist á Íslandi á næstu árum. Innlent 6.9.2006 12:07 « ‹ 258 259 260 261 262 263 264 265 266 … 334 ›
Draumalandið í sérútgáfu Stefnt er að sérútgáfu Draumalandsins eftir Andra Snæ Magnason fyrir jólin. Draumalandið hefur verið prentað í fjórtán þúsund eintökum og stefnir flest í að hún verði ekki bara metsölubók ársins heldur sú bók sem mest hefur selst á einu ári á Íslandi frá upphafi. Meðal ítarefnis í sérútgáfunni verða ýmis skrif um bókina og áhrif hennar. Fjölmargir hafa fengið boð um að skrifa um bókina og áhrif hennar, meðal annars Björk, Björn Bjarnason, Bubbi Morthens, Friðrik Sophusson og Jónsi í Sigur Rós. Innlent 6.9.2006 21:54
Áhorfandi slasaðist í stúkunni Íslenskur áhorfandi slasaðist á landsleik Íslendinga og Dana í gær, þegar hann féll í tröppum í norðurenda nýju áhorfendastúkunnar á leið út eftir leikinn. Innlent 6.9.2006 21:55
Síbrotamaður hlaut 6 mánuði Tuttugu og átta ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir ýmis lögbrot. Innlent 6.9.2006 21:55
Þriggja vikna gæsluvarðhald Sextán ára piltur hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Hann er grunaður um að hafa stungið 25 ára gamlan karlmann í bakið með hnífi í Laugardal aðfaranótt þriðjudags. Honum er einnig gert að sæta geðrannsókn. Innlent 6.9.2006 21:55
Formlegt samstarf hafið Nemendum við Háskóla Íslands gefst í haust tækifæri til að sækja framhaldsnámskeið í mannerfðafræði í umsjón vísindamanna og sérfræðinga Íslenskrar erfðagreiningar og Háskóla Íslands. Innlent 6.9.2006 21:55
Gamla slippnum og verbúðinni lokað Gamli slippurinn í Vestmannaeyjum verður lagður niður um næstu mánaðamót og síðasta verbúðin þar í bæ mun heyra sögunni til í nóvember næstkomandi. Innlent 6.9.2006 21:55
Missti stjórn á bifreiðinni Ökumaður á tvítugsaldri missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún valt við bæinn Grjótgarð í Hörgárbyggð, skammt norðan Akureyrar um tvö leytið í fyrrinótt. Innlent 6.9.2006 21:55
Fékk sextán mánaða dóm Guðni Steinar Snæbjörnsson, 23 ára gamall Reykvíkingur, var í gær dæmdur í sextán mánaða fangelsi fyrir að eiga í kynferðislegum samskiptum við 14 ára gamla stúlku á hótelherbergi í Burnley. Frá þessu greindi fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær. Innlent 6.9.2006 21:55
Hlaut þriggja mánaða dóm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi 83 ára gamlan mann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals í gær. Innlent 6.9.2006 21:54
Stóriðjustefna eða ekki? Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir vel koma til greina að reisa þrjú ný álver á næstunni og greiða fyrir framkvæmdum í Helguvík. Í sumar sagði hann hins vegar að stjórnvöld hefðu í raun enga stóriðjustefnu. Innlent 7.9.2006 00:05
Bónus ódýrasta lágvöruverslunin samkvæmt könnun ASÍ Bónus er ódýrasta lágvöruverðsverslunin, samkvæmt verðkönnun ASÍ, en ef lækka ætti matvöruverð enn frekar þyrfti að vinna bug á innflutningshöftum og fákeppni. Þetta segir hagfræðingur Alþýðusambandsins. Innlent 6.9.2006 20:19
Eyða um efni fram sem aldrei fyrr Íslendingar eyða nú um efni fram - og fjárfesta - sem aldrei fyrr. Viðskiptahallinn tvöfaldaðist á fyrri helmingi ársins miðað við árið í fyrra og var hvorki meira né minna en 124 milljarðar króna. Innlent 6.9.2006 20:08
Danir númeri of stórir Íslenska landsliðið í knattspyrnu þurfti að sætta sig við 2-0 tap fyrir Dönum á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni EM. Danska liðið hafði sterk tök á leiknum frá upphafi og eftir að þeir Dennis Rommendahl og Jon Dahl Tomasson höfðu komið liðinu í 2-0 eftir rúman hálftíma, var sigur Dana aldrei í hættu. Innlent 6.9.2006 20:03
Danir yfir í hálfleik Nú er búið að flauta til leikhlés í viðureign Íslendinga og Dana á Laugardalsvelli í undankeppni EM í knattspyrnu. Skemmst er frá því að segja að Danir hafa verið miklu betri í fyrri hálfleiknum og leiða verðskuldað 2-0. Það voru Dennis Rommendahl og Jon Dahl Tomasson sem skoruðu mörk danska liðsins á 5. og 33. mínútu. Innlent 6.9.2006 18:58
Nafnaskipti fyrirtækja Rótgróin íslensk fyrirtæki sem hasla sér völl á erlendum markaði þurfa í síauknum mæli að leggja gamla nafninu og búa til nýtt. Flest nöfn sem finna má í orðabókum eru frátekin. Innlent 6.9.2006 18:23
Háspennubilun veldur rafmagnsleysi Háspennubilun varð rétt fyrir klukkan sex í dag og er stór hluti Mosfellsbæjar og Barðastaðir í Grafarvogi rafmagnslaus. Verið er að leita að orsök bilunarinnar og ekki liggur fyrir hvenær rafmagn kemst aftur á. Innlent 6.9.2006 18:25
Þriggja vikna gæsluvarðhald vegna hnífsstungu Sextán ára piltur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. september vegna gruns um að hann hafi stungið 25 ára gamla karlmann í bakið með hnífi í Laugardal aðfararnótt þriðjudags. Innlent 6.9.2006 16:39
Vilja athugun á jarðgöngum um Tröllaskaga Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa skorað á þingmenn og ríkisvaldið að gera ítarlega hagkvæmnathugun á því að grafa jarðgöng í gegnum Tröllaskaga milli Hjaltadals og Eyjafjarðar. Innlent 6.9.2006 16:02
Erlendir miðlar sýna afmæli leiðtogafundar áhuga Von er á stórum hópi erlendra fjölmiðlamanna til landsins í næsta mánuði vegna 20 ára afmælis leiðtogafundar Ronalds Reagans og Míkhaíls Gorbatstjovs hér á landi. Innlent 6.9.2006 15:43
16 mánaða dómur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku Tuttugu og þriggja ára Íslendingur var í dag dæmdur í 16 mánaða fangelsi í Burnley fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára gamalli enskri stúlku fyrr á árinu. Líklegt er að hann afpláni aðeins átta mánuði af dómnum en hann hefur þegar setið í gæsluvarðhaldi í sjö mánuði sem dregst frá dómi. Innlent 6.9.2006 15:30
Tónlistarhús kynnt á Feneyja-tvíæringnum Tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem reisa á við hafnarbakkann í Reykjavík verður kynnt á Feneyja-tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag sem Ísland tekur þátt í fyrsta sinn í ár. Sýningin verður haldin dagana 10. september til 19. nóvember og fjallar hún um lykilþætti sem snúa að þróun stórra borga um allan heim Innlent 6.9.2006 15:11
Farþegum um FLE fjölgar um 10 prósent í ágúst Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 10 prósent í ágúst miðað við sama tíma í fyrra, úr tæpum 245 þúsund farþegum árið 2005 í rúmlega 269 þúsund farþega nú. Innlent 6.9.2006 15:08
Dregið verði verulega úr rjúpnaveiðum Náttúrufræðistofnun leggur til að dregið verði verulega úr rjúpnaveiðum í ár vegna óvæntra atburða sem orðið hafa í rjúpnastofninum. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að talningar sýni að stofninn sé á niðurleið um allt land eftir aðeins tvö ár í uppsveiflu og viðkoman er lélega annað árið í röð. Innlent 6.9.2006 14:29
Íbúum fækkar um 2% á Vestfjörðum Íbúum á Vestfjörðum fækkaði um 150 eða um 2% á tímabilinu 1. júlí 2005 til 1. júlí 2006, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Fréttavefur Bæjarins besta greinir frá því að íbúar Vestfjarða séu nú rúmlega 7.500 talsins. Fólksfækkun var eilítið minni í hitteðfyrra eða um 1,8%. Íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað um tæplega 1.300 síðan árið 1997, eða um 14,5%. Innlent 6.9.2006 14:25
Hátt á 20 strætisvagnar ekki í notkun Hátt á tuttugu strætisvagnar Strætó bs. standa óhreyfðir þessa dagana vegna niðurfellingu strætóferða á tíu mínútna fresti. Aðstoðarframkvæmdarstjóri Strætó bs. segir að vagnarnir muni með tíð og tíma leysa þá eldri af. Innlent 6.9.2006 13:49
ISPCAN verðlaunar Barnahús Alþjóðlegu barnaverndarsamtökin ISPCAN veittu í dag Barnahúsi verðlaun fyrir starf í þágu barna á heimsráðstefnu samtakanna í New York. Samkvæmt tilkynningu frá Barnahúsi er stofnuni verðlaunuð fyrir þáttaskil á meðferð kynferðisbrotamála á Íslandi, einkum með tilliti til þarfa og réttinda barna. Innlent 6.9.2006 13:44
Sex fíkniefnamál hjá lögreglu í gær Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af sjö aðilum í sex óskyldum fíkniefnamálum í gær. Þrjú málanna komu upp á tónleikum í Laugardalshöll en þar voru einnig höfð afskipti af örfáum tónleikagestum vegna ölvunar. Innlent 6.9.2006 12:18
Menntamálanefnd fundi vegna stöðu erlendra barna Fulltrúar Samfylkingarinnar í menntamálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því við formann nefndarinnar að fundað verði eins fljótt auðið er vegna frétta af því að mörg erlend börn á grunnskólaaldri fái ekki að stunda nám í grunnskóla. Innlent 6.9.2006 12:35
Íbúar í Árbænum ósáttir við niðurfellingu s5 Íbúar í Árbæjarhverfi, Selási, Ártúnsholti og Norðlingaholti hafa stofnað undirbúningshóp sem mótmælir því harðlega að hraðleið strætó S5 hafi verið felld niður sem og ferðir á tíu mínútna fresti. Aðstoðarframkvæmdarstjóri Strætó bs. segir að þar tapi Strætó bs tæplega milljón á dag, þá hafi eitthvað orðið undan að láta. Innlent 6.9.2006 12:06
Kemur til greina að greiða fyrir álveri í Helguvík Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir vel koma til greina að greiða fyrir framkvæmdum við álver í Helguvík. Þá segir hann ekkert því til fyrirstöðu að þrjú álver verði reist á Íslandi á næstu árum. Innlent 6.9.2006 12:07