Fótbolti

Fréttamynd

Kristjana aftur til Eyja

Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz hefur samið við ÍBV um að leika með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Hún þekkir vel til í Vestmannaeyjum eftir að hafa leikið með liðinu 2020 og 2021.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mark Arons Einars dugði ekki til

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Al Arabi töpuðu í dag sínum öðrum leik í röð í katörsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lokatölur 3-2 Qatar SC í vil en Aron Einar skoraði annað mark sinna manna.

Fótbolti
Fréttamynd

Sir Alex sofnaði yfir leik Man. United og Rea­ding

Hinn 81 árs gamli Sir Alex Ferguson er einn sigursælasti knattspyrnustjóri allra tíma. Það virðist sem honum hafi fundist leikur Manchester United og Reading heldur leiðinlegur en Skotinn virtist sofna þegar myndavélinni var beint að honum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Guð­mundur lagði upp í tapi gegn Olympiacos

Guðmundur Þórarinsson lagði upp mark OFI Crete þegar liðið tapaði 2-1 á útivelli gegn Olympiacos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahóp heimamanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Erik­sen yfir­gaf Old Traf­ford á hækjum

Christian Eriksen yfirgaf Old Trafford, heimavöll Manchester United, á hækjum eftir sigurinn á B-deildarliði Reading í ensku bikarkeppninni í gærkvöld. Eriksen var í byrjunarliði Man United en var tekinn af velli skömmu eftir glannalega tæklingu Andy Carroll.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ca­semiro hefur bætt liðið og móralinn“

„Við fengum fjöldann allan af færum. Við ræddum um það í hálfleik að vera þolinmæðir og þá myndi fyrsta markið koma,“ sagði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, eftir 3-1 sigur liðsins á B-deildarliði Reading í 4. umferð ensku bikarkeppninnar, FA Cup.

Enski boltinn
Fréttamynd

Brasilískt þema á Old Traf­ford: Sjáðu mörkin

Manchester United vann Reading 3-1 í síðasta leik dagsins í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Staðan var markalaus í hálfleik en þrjú mörk í síðari hálfleik skutu heimamönnum áfram. Öll mörk kvöldsins voru skoruð af Brasilíumönnum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Enn eitt jafn­tefli Bæjara

Þriðja leikinn í röð gerðu Þýskalandsmeistarar Bayern München 1-1 jafntefli. Að þessu sinni gegn Eintracht Frankfurt á heimavelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Son gekk frá Preston í seinni hálf­leik

Son Heung-Min skaut Tottenham Hotspur áfram í ensku bikarkeppninni með tveimur mörkum í síðari hálfleik þegar Spurs vann Preston North End 3-0 á útivelli. Þriðja markið skoraði nýi maðurinn Arnaut Danjuma.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mar­tínez skaut Inter í annað sæti

Heimsmeistarinn Lautaro Martínez, framherji Inter og argentíska landsliðsins, skoraði bæði mörk Inter þegar liðið kom til baka og vann 2-1 sigur á Cremonese í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Svava Rós í raðir Gotham

Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í fótbolta, var í dag kynnt sem nýjasti leikmaður bandaríska félagsins Gotham sem er með bækistöðvar sínar í New Jersey.

Fótbolti