Fótbolti

Fréttamynd

Shearer sá dýrasti miðað við gengi

Alan Shearer gekk í raðir Newcastle United sumarið 1996. Þáverandi framherji Blackburn Rovers var keyptur á 15 milljónir punda. Ef það væri yfirfært yfir á daginn í dag myndi Shearer kosta litlar 222 milljónir punda.

Enski boltinn
Fréttamynd

Baldur Sig heim í Völsung

Hinn 36 ára Baldur Sigurðsson hefur ákveðið að söðla um og ganga í raðir Völungs, uppeldisfélag síns. Lék Baldur síðast með Völsungi árið 2004.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sveindís Jane hlaðin lofi eftir frábæra frammistöðu

Sveindís Jane Jónsdóttir nýtti heldur betur tækifærið er hún byrjaði stórleik Wolfsburg og Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hún lagði upp bæði mörk Wolfsburg í 2-0 sigri og átti risastóran þátt í að liðið er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Saksóknari undir feld í máli Arons og Eggerts

Saksóknari hjá Embætti héraðssaksóknara hefur nú til skoðunar hvort gefin verði út ákæra í máli knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Rannsókn lögreglu er lokið, ákærusvið lögreglu hefur skilað málinu til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Skytturnar vonast til að Wolfs­burg sofni á verðinum undir lok leiks

Arsenal mætir Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Skytturnar skoruðu undir lok leiks en Wolfsburg á það til að sofna á verðinum undir lok leikja.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúmlega fjórar milljónir flúið frá upphafi innrásar

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að rúmlega fjórar milljónir Úkraínumanna hafi flúið land undan innrás Rússa til nágrannaríkja. Flestir hafa leitað hælis í Póllandi, eða um 2,3 milljónir manna. Innan Úkraínu eru 6,5 milljónir manna á vergangi.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Barcelona alltaf farið með sigur af hólmi gegn Real Madríd

Barcelona vann í gær frábæran 5-2 sigur á Real Madríd er félögin mættust í síðari leik átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Börsungar fóru einnig með sigur af hólmi í fyrri leiknum og hafa því unnið allar viðureignir liðanna.

Fótbolti