Körfubolti

Fréttamynd

Finn það á æfingunum að alvaran er að byrja

Helena Sverrisdóttir verður á morgun fyrsta íslenska körfuboltakonan sem spilar í Euroleague-deildinni, Meistaradeild kvennakörfuboltans, þegar hún og félagar hennar í slóvakíska liðinu Dobri Anjeli skella sér til Póllands.

Körfubolti
Fréttamynd

Helgi Már samdi við nýtt félag í Svíþjóð

Landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon er búinn að semja við nýtt lið í sænska körfuboltanum en hann mun spila með 08 Stockholm HR í vetur. Helgi Már lék í fyrra með Uppsala Basket en hafði áður spilað með Solna Vikings og er þetta því þriðja félagið hans í sænska körfuboltanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Byggja 7 þúsund manna völl á flugmóðurskipi

Fyrsti körfuboltaleikurinn á flugmóðurskipi verður leikinn 11. nóvember í San Diego í Bandaríkjunum. Forsvarsmenn bandaríska háskólakörfuboltans hafa, með leyfi bandaríska sjóhersins, ákveðið að byggja sjö þúsund manna völl á dekki flugmóðurskipsins USS Carl Vinson.

Körfubolti
Fréttamynd

Frakkar enduðu sigurgöngu Rússa og mæta Spánverjum í úrslitaleiknum

Frakkar eru komnir í úrslitaleik Evrópumótsins í fyrsta sinn eftir átta stiga sigur á Rússum í kvöld, 79-71, í undanúrslitunum á EM í körfu í Litháen. Frakkar mæta Spánverjum í úrslitaleiknum á sunnudaginn en Rússar spila á undan um bronsið við Makedóníumenn. Rússar voru búnir að vinna alla níu leiki sína á mótinu fyrir leikinn í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Makedónar réðu ekkert við Navarro - Spánverjar í úrslitin á EM í körfu

Evrópumeistarar Spánverja eru komnir í úrslitaleikinn á þriðja Evrópumótinu í röð eftir tólf stiga sigur á Makedóníu, 92-80, í undanúrslitunum á EM í körfu í Litháen. Spánverjar lentu í vandræðum í þessum leik á móti spútnikliði Makedóníu en fyrirliðinn Juan Carlos Navarro átti stórleik og var öðrum fremur maðurinn á bak við sigur Spánverja.

Körfubolti
Fréttamynd

Undanúrslitin klár á EM í körfu - Rússar unnu Serba

Rússar héldu sigurgöngu sinni áfram á Evrópumótinu í körfubolta og tryggðu sér sæti í undanúrslitunum á EM í Litháen með því að vinna tíu stiga sigur á Serbum, 77-67, í átta liða úrslitunum í kvöld. Rússar mæta Frökkum í undanúrslitunum á morgun en í hinum leiknum mætast Spánverjar og Makedónar.

Körfubolti
Fréttamynd

Makedónía sló óvænt út heimamenn í Litháen á EM í körfu

Makedónía tryggði sér óvænt undanúrslitaleik á móti Evrópumeisturum Spánar á Evrópumótinu í körfubolta í Litháen eftir tveggja stiga dramatískan sigur á gestgjöfum Litháen, 67-65, í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. Makedónía hefur aldrei áður komist svona langt í úrslitakeppni EM í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Spánverjar komnir í undanúrslitin á EM í körfu - unnu Slóvena létt

Evrópumeistarar Spánverja urðu í dag fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á EM í körfubolta í Litháen eftir sannfærandi 22 stiga sigur á Slóvenum, 86-64, í átta liða úrslitunum. Spánverjar mæta sigurvegaranum úr leik Litháen og Makedóníu sem spila sinn leik seinna í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Rússland eina taplausa liðið á EM í körfu

Í gær kláraðist milliriðlakeppnin á EM í körfubolta sem nú fer fram í Litháen. Fjórðungsúrslitin hefjast á morgun en Finnar máttu bíta í það súra epli að falla úr leik á lokadegi milliriðlakeppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Litháar sendu Þjóðverja heim á EM í körfu

Litháen varð í kvöld fjórða og síðasta liðið úr milliriðli eitt á Evrópumótinu í körfubolta í Litháen til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Litháar unnu þá níu stiga sigur á Þjóðverjum, 84-75, en Þjóðverjar gátu slegið gestgjafana út úr keppninni með sigri.

Körfubolti
Fréttamynd

Frakkar hvíldu bestu mennina sína í stórtapi á móti Spánverjum

Evrópumeistarar Spánverja urðu fyrstir til að vinna Frakka á Evrópumótinu í körfubolta í dag þegar þeir unnu 27 stiga stórsigur, 96-69, í lokaleik liðanna í milliriðli eitt. Bæði lið voru búin að tryggja sér tvö efstu sætin í riðlinum sem og sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Rússar með sjöunda sigurinn í röð á EM í körfu

Rússar héldu sigurgöngu sinni áfram á EM í körfubolta í Litháen í kvöld með því að vinna 16 stiga sigur á Grikkjum, 83-67. Grikkir eru samt þegar búnir að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum eftir að Slóvenar töpuðu í dag en Finnland og Slóvenía mætast í hreinum úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið í lokaumferðinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Þjóðverjar unnu Tyrki og héldu voninni á lífi

Þjóðverjar eiga enn möguleika á því að komast í átta liða úrslitin á EM í körfubolta í Litháen eftir 73-67 sigur á Tyrkjum í æsispennandi leik í milliriðli eitt í dag. Annan leikinn í röð þurftu Tyrkir að sætta sig við að missa niður forskot en þýska liðið skoraði aðeins 6 stig í fyrsta leikhlutanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena spilar í þröngum búningi í vetur og verður númer 24

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í slóvakíska liðinu Dobri Anjeli Kosice hýsa æfingamót þessa dagana þar sem taka þátt lið frá Slóvakíu, Póllandi, Rúmeníu og Ungverjalandi. Þetta eru fyrstu leikir Helenu með liðinu og fyrstu leikir hennar sem atvinnumaður í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Spánverjar fóru illa með Serba á EM í körfu

Spánverjar unnu sannfærandi 25 stiga sigur á Serbíu, 84-59, í leik liðanna í dag í milliriðli EM í körfubolta í Litháen. Spánverjar unnu alla fjóra leikhlutana og voru með ellefu stiga forskot í hálfleik, 43-32.

Körfubolti
Fréttamynd

Frakkar enn ósigraðir - Finnar mæta Rússum í dag

Frakkar héldu sigurgöngu sinni áfram á EM í körfubolta í Litháen í gær þegar þeir unnu 68-64 sigur á Tyrkjum. Frakkar hafa unnið alla sex leiki sína í keppninni til þessa og eru efstir í sínum milliriðli en keppni í hinum milliriðlinum hefst í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Finnland í milliriðla á EM

Finnska landsliðið gerði sér lítið fyrir og tryggði sér í dag sæti í milliriðlakeppninni á EM í körfubolta sem fer nú fram í Litháen.

Körfubolti