Körfubolti

Þjóðverjar réðu ekki við Gasol-bræðurna í spænska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marc Gasol lék vel í dag.
Marc Gasol lék vel í dag. Mynd/AFP
Spánn vann níu stiga sigur á Þýskalandi, 77-68, í fyrsta leik liðanna í milliriðli á EM í körfubolta í dag. Spánverjar tryggðu sér sigurinn með því að vinna lokaleikhlutann 21-13 en spænska liðið var þremur stigum yfir í hálfleik, 36-33.

Gasol-bræðurnir, Pau og Marc, voru í aðalhlutverki hjá Spánverjum. Marc Gasol var með 24 stig, 5 fráköst og 9 fiskaðar villur en Pau Gasol bætti við 19 stigum, 7 fráköstum og 6 fiskuðum villum. Þeir kappar nýttu saman 18 af 21 víti sínu í leiknum.

Næstir þeim í stigaskori hjá Evrópumeisturunum voru Juan Carlos Navarro með 14 stig og 5 stoðsendingar og Fernando San Emeterio sem skoraði 12 stig.

Dirk Nowitzki skoraði 19 stig fyrir þýska liðið og Chris Kaman bætti við 15 stigum og 12 fráköstum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×