Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 11:42 DeAndre Kane fékk slæmt höfuðhögg og spilaði ekkert í seinni hálfleiknum. S2 Sport DeAndre Kane skoraði átján stig á aðeins fimmtán mínútum í sigri Grindavíkur á Þór í lokaleik sjöttu umferðar Bónus deildar karla en kvöldið hans endaði mjög snögglega í fyrri hálfleiknum. Bónus körfuboltakvöld hrósaði kappanum mikið og fór líka yfir höfuðmeiðsli hans í leiknum. „Maður talar oft um Kane í kringum einhver leiðinleg mál en Sævar á endanum er þetta einn besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hann er stórkostlegur leikmaður. Körfuboltalega séð þá finnur þú engan galla í hans leik. Hann er stórkostlegur varnarmaður og hann skilur leikinn vel. Hann fer á körfuna og er mjög góður að klára upp við körfuna. Hann er með gott skot,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Þeir eru það sem ættu að skína mest „Þetta er bara karakter og auðvitað eru það þessir aukaþættir sem gerir það að verkum að það er talað meira um þá heldur en hæfileika hans á körfuboltavellinum. Þeir eru það sem ættu að skína mest,“ sagði Sævar. Stefán Árni vildi fá að vita meira um Kane sem varnarmann og af hverju leikmenn eiga erfitt með að festa svefn kvöldið fyrir leik á móti Kane. Sjáum þessa sprengju í honum ennþá „Þessi maður er búinn að spila á hæsta kaliberi. Við sjáum það alveg í hans leik þótt að það sé farið að liða á seinni part ferilsins hjá honum. Við sjáum þessa sprengju í honum ennþá. Þegar hann notar þetta vel, þegar mikið er undir, þá getur hann lokað á allt saman varnarlega. Hann er líka frábær í hjálparvörn,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Hann gerir kröfur til allra í kringum sig og skiljanlega. Hann er frábær á póstinum [með bakið í körfuna að bjóða sig inn í teig] og eins og Sævar þá getur hann eiginlega allt. Hann er þannig lagað góður í öllu,“ sagði Teitur. „Hann er ekki að ana því fram. Það er voðalega auðvelt fyrir hann að láta Devon Tomas njóta sín,“ sagði Teitur sem sér mikinn þroska í leik Kane. Ræddu höfuðhöggið Körfuboltakvöld sýndi líka meiðslin sem urðu til þess að Kane spilaði ekkert í seinni hálfleiknum. Þar fékk sjúkraþjálfarinn hrós fyrir að taka Kane út úr leiknum. Þegar Kane fór að riða í höndum sjúkraþjálfarans og Ólafs Ólafssonar þá varð öllum ljóst að það var enginn leikþáttur í gangi því höggið virkaði ekki mikið á myndum af atvikinu. Það má sjá umfjöllunina um Kane hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld ræddi frábæra frammistöðu Kane og höfuðhöggið hans Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
„Maður talar oft um Kane í kringum einhver leiðinleg mál en Sævar á endanum er þetta einn besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hann er stórkostlegur leikmaður. Körfuboltalega séð þá finnur þú engan galla í hans leik. Hann er stórkostlegur varnarmaður og hann skilur leikinn vel. Hann fer á körfuna og er mjög góður að klára upp við körfuna. Hann er með gott skot,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Þeir eru það sem ættu að skína mest „Þetta er bara karakter og auðvitað eru það þessir aukaþættir sem gerir það að verkum að það er talað meira um þá heldur en hæfileika hans á körfuboltavellinum. Þeir eru það sem ættu að skína mest,“ sagði Sævar. Stefán Árni vildi fá að vita meira um Kane sem varnarmann og af hverju leikmenn eiga erfitt með að festa svefn kvöldið fyrir leik á móti Kane. Sjáum þessa sprengju í honum ennþá „Þessi maður er búinn að spila á hæsta kaliberi. Við sjáum það alveg í hans leik þótt að það sé farið að liða á seinni part ferilsins hjá honum. Við sjáum þessa sprengju í honum ennþá. Þegar hann notar þetta vel, þegar mikið er undir, þá getur hann lokað á allt saman varnarlega. Hann er líka frábær í hjálparvörn,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Hann gerir kröfur til allra í kringum sig og skiljanlega. Hann er frábær á póstinum [með bakið í körfuna að bjóða sig inn í teig] og eins og Sævar þá getur hann eiginlega allt. Hann er þannig lagað góður í öllu,“ sagði Teitur. „Hann er ekki að ana því fram. Það er voðalega auðvelt fyrir hann að láta Devon Tomas njóta sín,“ sagði Teitur sem sér mikinn þroska í leik Kane. Ræddu höfuðhöggið Körfuboltakvöld sýndi líka meiðslin sem urðu til þess að Kane spilaði ekkert í seinni hálfleiknum. Þar fékk sjúkraþjálfarinn hrós fyrir að taka Kane út úr leiknum. Þegar Kane fór að riða í höndum sjúkraþjálfarans og Ólafs Ólafssonar þá varð öllum ljóst að það var enginn leikþáttur í gangi því höggið virkaði ekki mikið á myndum af atvikinu. Það má sjá umfjöllunina um Kane hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld ræddi frábæra frammistöðu Kane og höfuðhöggið hans
Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira