Körfubolti

Fréttamynd

Baron Davis og Vince Carter bestir

Vince Carter hjá New Jersey Nets og Baron Davis, leikmaður Golden State Warriors, voru valdir bestu leikmenn vikunnar í NBA-körfuboltanum.

Sport
Fréttamynd

NBA - Spurs aftur í framlengingu

San Antonio Spurs lentu annan daginn í röð í tvöfaldri framlengingu í nótt, þegar þeir heimsóttu sjóðheitt lið Golden State Warriors. Rétt eins og í fyrri leiknum, náðu Spurs að hafa sigur og sækja nú fast á hæla Phoenix Suns í baráttunni um efsta sætið í Vesturdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Slagsmál í Dallas

Kirk Snyder, leikmaður Utah Jazz og Jerry Stackhouse, leikmaður Dallas Mavericks gætu átt yfir höfði sér sektir eða leikbönn fyrir að slást eftir leik liðanna í Dallas um helgina.

Sport
Fréttamynd

9 leikir í NBA í nótt

Það var mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt og nokkrar af aðal byssunum í deildinni voru í banastuði. Spennan í keppninni um sæti í úrslitakeppninni er að ná hámarki og línur eru teknar að skýrast nokkuð með niðurröðun liða.

Sport
Fréttamynd

Sacramento vann LA Lakers

Lið Sacramento Kings er að finna taktinn sóknarlega eftir að miklar breytingar voru gerðar á liðinu í kjölfar leikmannaskiptanna sem sendu Chris Webber til Philadelphia 76ers.

Sport
Fréttamynd

Detroit lagði Miami

Fyrsta leik kvöldsins er lokið í NBA deildinni í körfubolta. Meistarar Detroit Pistons minntu rækilega á sig þegar þeir lögðu Miami Heat á útivelli, 80-72.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar leiða enn

Keflvíkingar hafa góða forystu eftir þrjá leikhluta í Stykkishólmi og færast nær Íslandsmeistaratitlinum.

Sport
Fréttamynd

Snæfell hefur jafnað

Snæfellingar hafa jafnað leikinn gegn Keflavík með góðri rispu og nú rétt í þessu var Helgi Reynir Guðmundsson að jafna leikinn í stöðunni 50-50 með þriggja stiga körfu rétt fyrir lok annars leikhluta.

Sport
Fréttamynd

Keflavík yfir í hálfleik

Keflvíkingar hafa yfir í hálfleik 53-50 gegn Snæfelli í Stykkishólmi í fjórða leik liðanna í úrslitarimmu Íslandsmótsins í körfuknattleik.

Sport
Fréttamynd

Sigurvegarinn Anna María

"Þegar ég kom heim eftir leikinn þá beið mín skeyti frá Jóni Kr. Gíslasyni. Þar stóð: Þú ert mesti sigurvegari hópíþróttar sem Ísland hefur alið. Mér fannst frábært að fá þetta frá mínum fyrsta þjálfara og er rosalega stolt yfir þessu," segir Anna María Sveinsdóttir, 35 ára körfuknattleikskona úr Keflavík sem á miðvikudaginn varð Íslandsmeistari í tólfta sinn á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Óvænt úrslit í NBA

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós.Phoenix Suns heimsóttu hið skyndilega sjóðheita lið Golden State Warriors og lágu í valnum, 127-119. Warriors, sem eiga enga möguleika á að komast í úrslitakeppnina síðar í mánuðinum, hafa öllum á óvart nú sigrað í 11 af síðustu 12 leikjum sínum og í nótt kafsigldu þeir feyknasterkt lið Phoenix með þriggja stiga skotum.

Sport
Fréttamynd

Jón fær sína fimmtu villu

Jón Nordal Hafsteinsson var að fá sína fimmtu villu og fór blóðugur af velli eftir samstuð við Hlyn Bæringsson.

Sport
Fréttamynd

Góð rispa hjá Snæfelli

Snæfellingar eru að vakna til lífsins á heimavelli sínum og hafa minnkað muninn verulega með góðri rispu í öðrum leikhluta.

Sport
Fréttamynd

Keflavík leiðir og 5 mínútur eftir

Keflvíkingar eru komnir með aðra höndina á Íslandsmeistarabikarinn, því þeir hafa 11 stiga forystu þegar 5 mínútur eru eftir af leiknum og fátt í spilunum sem bendir til annars en að þeir fari með sigur af hólmi.

Sport
Fréttamynd

Keflavík hefur undirtökin

Keflvíkingar hafa byrjað betur í Stykkishólmi í dag og hafa yfir 33- 22eftir fyrsta leikhlutann. Magnús Gunnarsson hefur farið mikinn í fyrsta leikhlutanum og hefur skorað 3 þriggja stiga körfur og er kominn með 13 stig

Sport
Fréttamynd

Keflavík Íslandsmeistari

Keflvíkingar eru Íslandsmeistarar í körfuknattleik, þriðja árið í röð, eftir að þeir lögðu Snæfell, 98-88 í Stykkishólmi nú rétt í þessu og sigruðu 3-1 í einvígi liðanna.

Sport
Fréttamynd

Það kemur ekkert lengur á óvart

Snæfell og Keflavík mætast í Stykkishólmi í dag í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Intersportdeildarinnar í körfubolta. Keflavík leiðir í einvíginu, 2-1, eftir að hafa unnið þriðja leikinn í Keflavík á fimmtudagskvöldið, 86-83, á dramatískan hátt. Þessir þrír leikir liðanna tveggja hafa verið frábær skemmtun og Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrum landsliðsþjálfari, segir að miðað við það, hvernig þessi rimma hafi þróast þá geti allt gerst í fjórða leiknum í dag

Sport
Fréttamynd

Auglýst eftir mönnum á spjallborði

"Höttur í úrvalsdeild í fyrsta sinn - erum að leita að leikmönnum," segir á spjallborði sport.is. Það er ekki á hverjum degi sem að lið sést auglýsa eftir liðsauka með þessum hætti en að sögn Björgvins Karls Gunnarssonar, fyrirliða Hattar, þótti tilvalið að bregða á þetta ráð.

Sport
Fréttamynd

Dallas valtaði yfir San Antonio

Dallas Mavericks settu á svið sýningu á heimavelli sínum í nótt, þegar liðið vann sinn stærsta sigur í sögunni á San Antonio Spurs, sem greinilega sakna Tim Duncan mikið.

Sport
Fréttamynd

16-20 eftir fyrsta leikhluta

Snæfell leiðir með fjögurra stiga mun, 20-16, eftir fyrsta leikhluta í úrslitakeppni Intersportdeildarinnar í körfuknattleik. Snæfellingar byrjuðu mjög vel en Keflvíkingar komu til baka í lok leikhlutans

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik í Keflavík

Þegar gengið er til búningsherbergja í Keflavík er staðan jöfn, 39-39. Snæfellingar byrjuðu betur en Keflvíkingar komu til baka og leikurinn er í algjörum járnum. Nick Bradford er lang stigahæstur hjá Keflvíkingum, búinn að gera 15 stig, þar af þrjá þrista, en Calvin Clemmons er atkvæðamestur hjá Snæfellingum með 12 stig og Hlynur Bæringsson hefur gert 9.

Sport
Fréttamynd

NBA í nótt

Nokkrir leikir voru á dagskrá í NBA í nótt og spennan eykst jafnt og þétt fyrir úrslitakeppnina sem hefst síðar í mánuðinum. Fá óvænt úrslit litu dagsins ljós og þau lið sem eru að berjast um efstu sætin í úrslitakeppninni, unnu öll leiki sína.

Sport
Fréttamynd

Keflavík komið í 2-1

Keflavík sigrað Snæfell í hörkuleik í Keflavík með þriggja stiga mun, 86-83, og þurfa nú aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

Howard ekki meira með Rockets

Lið Houston Rockets í NBA deildinni í körfubolta hefur orðið fyrir miklu áfalli, því framherji liðsins Juwan Howard, verður líklega ekki meira með liðinu á tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

Allt í járnum í Keflavík

Það er allt í járnum fyrir síðasta leikhluta í Keflavík, en heimamenn leiða með einu stig fyrir fjórða og síðasta leikhluta, 63-62.

Sport