Körfubolti

Fréttamynd

„Það er kominn tími til að hreinsa til og stoppa þetta“

Fanney Lind Thomas, leikmaður Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna í körfubolta, segir að óviðeigandi hegðun þjálfara og annarra karla í valdastöðum innan körfuboltahreyfingarinnar hafi fengið að viðgangast óáreitt um árabil. Hún kveðst þekkja mýmörg dæmi um slíkt og jafnframt upplifað sjálf. Taka verði á vandamálinu fyrir komandi kynslóðir.

Innlent
Fréttamynd

„Vorum ekki að hlaupa kerfin af krafti“

Emil Barja fyrirliði Hauka var ósáttur eftir tap hans manna gegn Grindavík í HS Orku höllinni í kvöld. Haukar eru með þrjú töp á bakinu eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Domino´s deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Ég held að ég hafi ekki það mikil völd

Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var yfir sig ánægður að vera loksins kominn út á völlinn aftur. Þá var hann eðlilega mjög ánægður með stórsigur sinna manna í kvöld en Keflavík vann Þór Þorláksöfn með 28 stiga mun, 115-87.

Körfubolti
Fréttamynd

Eigum að gera betur varnar­lega

Dominos-deild karla í körfubolta er farin aftur af stað eftir langa pásu sökum kórónufaraldursins. Grindavík vann flottan 14 stiga sigur á Þór Þorlákshöfn í kvöld, 119-105.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukur Helgi frá næstu sex vikurnar

Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Andorra í spænsku úrvalsdeildinni, verður frá næstu sex vikurnar eða svo. Þetta kom fram á Twitter-síðu félagsins í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Valencia tapaði stórt á Ítalíu

Martin Hermannsson og félagar í Valencia töpuðu með fimmtán stiga mun gegn Olimpia Milano á útivelli í EuroLeague í kvöld, lokatölur 95-80. Valencia er þar með ekki lengur meðal átta efstu liða deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar Már með tvöfalda tvennu í sigri

Elvar Már Friðriksson skoraði ellefu stig og gaf sömuleiðis ellefu stoðsendingar í 94-88 sigri Siauliai á Neptunas í litháísku úrvalsdeildinni í körfubolta. Elvar leikur með fyrrnefnda liðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Leikmenn smeykir við leikjaálagið framundan

Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður Vals í Domino's deild kvenna í körfubolta, segir leikmenn þurfa að vera vel undirbúna fyrir það mikla leikjaálag sem verður í deildinni er hún hefst á ný í næstu viku.

Körfubolti