Segir að leikmenn Vals séu einfaldlega ekki tilbúnir andlega þegar flautað er til leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2021 20:30 Valsmenn voru svekktir með sjálfa sig um helgina. Dominos Körfuboltakvöld Farið var yfir vandræði Valsmanna í síðasta þætti af Dominos Körfuboltakvöldi. Jón Halldór Eðvaldsson lét gamminn geisa og sagði að leikmenn Vals væru ekki andlega tilbúnir. Umræðan um Valsliðið hófst á skilti sem sýndi að Valur væri í neðsta sæti yfir stig skoruð í leik ásamt þriggja stiga og vítanýtingu. „Þetta er ekki eitthvað sem maður hefði giskað á fyrir þetta mót, að þetta lið myndi sitja þarna með þessar tölur,“ sagði Hermann Hauksson um þessa tölfræði. Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – spurði Jón Halldór Eðvaldsson [Jonna] út í líkamstjáningu Valsmanna er liðið var svo gott sem búið að tapa leik gegn Njarðvík á dögunum. „Ég upplifi þetta þannig að þeir leikmenn sem eru í þessu liði telji sig vera betri heldur en það sem er að gerast. Ef þú hugsar þetta alltaf þannig – að þú sért betri en þú ert að spila – þá verða vonbrigðin svona. Auðvitað eru þeir fyrst og fremst svekktir út í sjálfa sig en ég held að undirbúningur þeirra andlega sé einfaldlega þannig að þeir eru ekki tilbúnir þegar leikurinn byrjar,“ sagði Jonni um Valsliðið í leiknum gegn Njarðvík. „Ég veit að Valsliðinu vantar erlendan leikmann frá Bandaríkjunum en þetta er gjörsamlega galið, að menn skuli leyfa sér að mæta svona. Alveg sama hvað þú ert að spila illa, þú getur alltaf spilað vörn og þú getur alltaf barist. Ef þú gerir það ekki þá ertu ekki andlega undirbúinn undir það verkefni sem þú ert að fara í,“ bætti hann við. „Það sem gerðist hjá Val gegn Njarðvík er það að þú bætir óundirbúinn andlega í leikinn. Það er ekkert annað sem gerist. Mannskapurinn sem Valur er með á ekki að tapa þessum leik, þó það vanti bandarískan leikmann í þetta lið. Þá er ég ekki að tala niður til Njarðvíkur vegna þess að Njarðvík átti fullt skilið úr þessum leik í gær og er með fínt lið. Hins vegar er Valur með betri mannskap en í gær var Njarðvík miklu betra liðið,“ sagði Jonni að endingu. Í spilaranum hér að neðan má sjá eldræðu Jonna sem og dæmi um slakan varnarleik Vals í leiknum. Klippa: Vandræði Vals Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Það var nokkur vissa fyrir því að leikur Vals og Njarðvíkur yrði jafn og spennandi fyrirfram. Annað kom á daginn þar sem Njarðvík sigraði leikinn nokkuð örugglega 85-76 í Origo-höllinni í leik sem var hluti af fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik. 24. janúar 2021 22:10 „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst“ „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst,“ sagði maður leiksins, Antonio Hester, aðspurður hvað hefði skapað sigur hans manna er Njarðvík hafði betur gegn Val í fimmtu umferð Dominos deildar karla í kvöld 24. janúar 2021 22:46 „Það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða“ Leiðtogi Valsmanna, Jón Arnór Stefánsson var spurður hreint út í það hver munurinn á liðunum hefði verið í dag þegar Valur tapaði fyrir Njarðvík í fimmtu umferð Dominos deildar karla 76-85. 24. janúar 2021 22:25 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Umræðan um Valsliðið hófst á skilti sem sýndi að Valur væri í neðsta sæti yfir stig skoruð í leik ásamt þriggja stiga og vítanýtingu. „Þetta er ekki eitthvað sem maður hefði giskað á fyrir þetta mót, að þetta lið myndi sitja þarna með þessar tölur,“ sagði Hermann Hauksson um þessa tölfræði. Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – spurði Jón Halldór Eðvaldsson [Jonna] út í líkamstjáningu Valsmanna er liðið var svo gott sem búið að tapa leik gegn Njarðvík á dögunum. „Ég upplifi þetta þannig að þeir leikmenn sem eru í þessu liði telji sig vera betri heldur en það sem er að gerast. Ef þú hugsar þetta alltaf þannig – að þú sért betri en þú ert að spila – þá verða vonbrigðin svona. Auðvitað eru þeir fyrst og fremst svekktir út í sjálfa sig en ég held að undirbúningur þeirra andlega sé einfaldlega þannig að þeir eru ekki tilbúnir þegar leikurinn byrjar,“ sagði Jonni um Valsliðið í leiknum gegn Njarðvík. „Ég veit að Valsliðinu vantar erlendan leikmann frá Bandaríkjunum en þetta er gjörsamlega galið, að menn skuli leyfa sér að mæta svona. Alveg sama hvað þú ert að spila illa, þú getur alltaf spilað vörn og þú getur alltaf barist. Ef þú gerir það ekki þá ertu ekki andlega undirbúinn undir það verkefni sem þú ert að fara í,“ bætti hann við. „Það sem gerðist hjá Val gegn Njarðvík er það að þú bætir óundirbúinn andlega í leikinn. Það er ekkert annað sem gerist. Mannskapurinn sem Valur er með á ekki að tapa þessum leik, þó það vanti bandarískan leikmann í þetta lið. Þá er ég ekki að tala niður til Njarðvíkur vegna þess að Njarðvík átti fullt skilið úr þessum leik í gær og er með fínt lið. Hins vegar er Valur með betri mannskap en í gær var Njarðvík miklu betra liðið,“ sagði Jonni að endingu. Í spilaranum hér að neðan má sjá eldræðu Jonna sem og dæmi um slakan varnarleik Vals í leiknum. Klippa: Vandræði Vals Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Það var nokkur vissa fyrir því að leikur Vals og Njarðvíkur yrði jafn og spennandi fyrirfram. Annað kom á daginn þar sem Njarðvík sigraði leikinn nokkuð örugglega 85-76 í Origo-höllinni í leik sem var hluti af fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik. 24. janúar 2021 22:10 „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst“ „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst,“ sagði maður leiksins, Antonio Hester, aðspurður hvað hefði skapað sigur hans manna er Njarðvík hafði betur gegn Val í fimmtu umferð Dominos deildar karla í kvöld 24. janúar 2021 22:46 „Það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða“ Leiðtogi Valsmanna, Jón Arnór Stefánsson var spurður hreint út í það hver munurinn á liðunum hefði verið í dag þegar Valur tapaði fyrir Njarðvík í fimmtu umferð Dominos deildar karla 76-85. 24. janúar 2021 22:25 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Það var nokkur vissa fyrir því að leikur Vals og Njarðvíkur yrði jafn og spennandi fyrirfram. Annað kom á daginn þar sem Njarðvík sigraði leikinn nokkuð örugglega 85-76 í Origo-höllinni í leik sem var hluti af fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik. 24. janúar 2021 22:10
„Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst“ „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst,“ sagði maður leiksins, Antonio Hester, aðspurður hvað hefði skapað sigur hans manna er Njarðvík hafði betur gegn Val í fimmtu umferð Dominos deildar karla í kvöld 24. janúar 2021 22:46
„Það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða“ Leiðtogi Valsmanna, Jón Arnór Stefánsson var spurður hreint út í það hver munurinn á liðunum hefði verið í dag þegar Valur tapaði fyrir Njarðvík í fimmtu umferð Dominos deildar karla 76-85. 24. janúar 2021 22:25