Tvíburaendurfundir í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 14:01 Sara Rún og Bríet Sif Hinriksdætur voru ánægðar að hittast á ný í Slóveníu í morgun. KKÍ Tvíburasysturnar Sara Rún og Bríet Sif Hinriksdætur voru sameinaðar á ný í morgun þegar Sara Rún kom til móts við íslenska landsliðshópinn í Slóveníu. Bríet Sif er að spila með Haukum í Domino´s deildinni og fór út með hinum landsliðsstelpunum þegar liðið lagði af stað frá Íslandi á laugardaginn. Sara Rún Hinriksdóttir er eini leikmaður liðsins sem er að spila erlendis en hún spilar með Leicester Raiders í bresku deildinni. Þetta er þriðja landsliðsverkefnið þar sem tvíburarnir úr Keflavík eru báðar með landsliðinu en það voru líka báðar með í tveimur leikjum í nóvember 2018 og í tveimur leikjum í nóvember 2020. Sara Rún hefur spilað 21 landsleik en Bríet Sif hefur spilað fjóra landsleiki til þessa á ferlinum. Í morgun mætti Sara Rún til liðs við hópinn í Ljubljana frá Englandi þar sem hún spilar og var mikil gleði hjá hópnum við það. Systurnar Sara Rún og Bríet Sif voru að sjálfsögðu mjög kátar að hittast #korfubolti #EuroBasketWomen pic.twitter.com/HXnVOdqSkL— KKÍ (@kkikarfa) February 1, 2021 Íslenski hópurinn flaug með Icelandair til Amsterdam á laugardaginn og gisti þar í eina nótt á flugvallarhóteli. Hópurinn ferðaðist svo á sunnudaginn á áfangastað og tók sína fyrstu æfingu í Ljubljana í gær. Ferðalagi Söru Rúnar seinkaði aðeins en hún kom til móts við íslenska hópinn í morgun og voru tvíburasysturnar því sameinaðar á nýjan leik. Sara Rún Hinriksdóttir var langbesti leikmaður íslenska liðsins i leikjunum í nóvember þar sem hún var með 54 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar í tveimur leikjum. Leikir íslensku stelpnanna fara fram í landsliðsglugga FIBA dagana 31. janúar-7. febrúar og verða leiknir eins og áður hefur komið fram í Slóveníu í öruggri „bubblu“ sem FIBA setur upp fyrir öll liðin í A-riðli undankeppninnar. Farið verður eftir ströngum reglum innan hennar með sóttvarnir. Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvember og nú í febrúar áttu að vera heima og að heiman líkt og venjulega en var breytt fyrir alla riðlana níu í keppninni í einangraða leikstaði á nokkrum leikstöðum. Íslenska liðið mætir fyrst Grikkjum 4. febrúar næstkomandi og 6. febrúar spilar liðið síðan gegn heimastúlkum í Slóveníu. Landslið kvenna mættar til Slóveníu! Allt til fyrirmyndar þar og frábærar aðstæður. Ferðlagið gekk vel hjá hópnum en...Posted by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands on Sunnudagur, 31. janúar 2021 Körfubolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Bríet Sif er að spila með Haukum í Domino´s deildinni og fór út með hinum landsliðsstelpunum þegar liðið lagði af stað frá Íslandi á laugardaginn. Sara Rún Hinriksdóttir er eini leikmaður liðsins sem er að spila erlendis en hún spilar með Leicester Raiders í bresku deildinni. Þetta er þriðja landsliðsverkefnið þar sem tvíburarnir úr Keflavík eru báðar með landsliðinu en það voru líka báðar með í tveimur leikjum í nóvember 2018 og í tveimur leikjum í nóvember 2020. Sara Rún hefur spilað 21 landsleik en Bríet Sif hefur spilað fjóra landsleiki til þessa á ferlinum. Í morgun mætti Sara Rún til liðs við hópinn í Ljubljana frá Englandi þar sem hún spilar og var mikil gleði hjá hópnum við það. Systurnar Sara Rún og Bríet Sif voru að sjálfsögðu mjög kátar að hittast #korfubolti #EuroBasketWomen pic.twitter.com/HXnVOdqSkL— KKÍ (@kkikarfa) February 1, 2021 Íslenski hópurinn flaug með Icelandair til Amsterdam á laugardaginn og gisti þar í eina nótt á flugvallarhóteli. Hópurinn ferðaðist svo á sunnudaginn á áfangastað og tók sína fyrstu æfingu í Ljubljana í gær. Ferðalagi Söru Rúnar seinkaði aðeins en hún kom til móts við íslenska hópinn í morgun og voru tvíburasysturnar því sameinaðar á nýjan leik. Sara Rún Hinriksdóttir var langbesti leikmaður íslenska liðsins i leikjunum í nóvember þar sem hún var með 54 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar í tveimur leikjum. Leikir íslensku stelpnanna fara fram í landsliðsglugga FIBA dagana 31. janúar-7. febrúar og verða leiknir eins og áður hefur komið fram í Slóveníu í öruggri „bubblu“ sem FIBA setur upp fyrir öll liðin í A-riðli undankeppninnar. Farið verður eftir ströngum reglum innan hennar með sóttvarnir. Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvember og nú í febrúar áttu að vera heima og að heiman líkt og venjulega en var breytt fyrir alla riðlana níu í keppninni í einangraða leikstaði á nokkrum leikstöðum. Íslenska liðið mætir fyrst Grikkjum 4. febrúar næstkomandi og 6. febrúar spilar liðið síðan gegn heimastúlkum í Slóveníu. Landslið kvenna mættar til Slóveníu! Allt til fyrirmyndar þar og frábærar aðstæður. Ferðlagið gekk vel hjá hópnum en...Posted by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands on Sunnudagur, 31. janúar 2021
Körfubolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira