Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Ragnheiður komst ekki áfram

Ragnheiður Ragnarsdóttir var langt frá sínu besta í 100 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíuleikunum í Aþenu í morgun og komst ekki áfram í úrslit. Hún varð í 40. sæti af fimmtíu keppendum. Ragnheiður var langt frá Íslandsmeti sínu sem er 56,77 sekúndur og synti á 58,47 sekúndum.

Sport
Fréttamynd

Unnu Slóvena með fimm mörkum

Íslenska landsliðið í handknattleik vann frækinn sigur á Slóvenum, 30-25, á Ólympíuleikunum í morgun. Þetta var fyrsti sigur liðsins eftir tvo tapleiki. Staðan var 10-10 í leikhléi. Landsliðið sýndi mikinn sigurvilja í síðari hálfleik og tryggði sér sigurinn með frábærum lokakafla.

Sport
Fréttamynd

Stefán og Gunnar á sínum fyrstu ÓL

Þeir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson hafa borið höfuð og herðar yfir aðra handknattleiksdómara á Íslandi undanfarin ár. Frammistaða þeirra á alþjóðavettvangi hefur heldur ekki verið til að draga úr góðu orðspori þeirra. Þeir hafa loksins náð toppnum og eru komnir á Ólympíuleika í fyrsta skipti.

Sport
Fréttamynd

Grikkirnir hætta þátttöku

Grísku hlaupararnir tveir sem mættu ekki í lyfjapróf fyrir Ólympíuleikana í Aþenu hafa ákveðið að hætta þátttöku á leikunum. Þau Costas Kenteris og Katerina Thanou segja ástæðu þess að þau mættu ekki í prófið þá að þau lentu í mótorhjólaslysi sama dag.

Sport
Fréttamynd

Örn á öðrum forsendum

Fremsti sundmaður okkar Íslendinga síðustu ár, Örn Arnarson, fer með nokkrum öðrum forsendum á ÓL en hann ætlaði að gera í upphafi.

Sport
Fréttamynd

Nýt þess að keppa

KR-ingurinn Hjörtur Már Reynisson er ekki bara afburðasundmaður heldur einnig sleipur stærðfræðingur en hann stundar nám við háskólann í Reykjavík í stærðfræði.

Sport
Fréttamynd

Hef ekki verið sérstaklega góður

"Loksins sigruðum við," sagði Jaliesky Garcia Padron hlæjandi eftir leikinn. "Ég held að menn hafi verið svolítið stressaðir í fyrstu leikjunum en mönnum mun líða betur eftir þennan sigur.

Sport
Fréttamynd

Phelps enginn Spitz

Sundkappinn Michael Phelps mun ekki ná að slá met Mark Spitz, sem vann til sjö gullverðlauna á Ólympíuleikum, eftir að hann varð þriðji í 200 metra skriðsundi í fyrradag.

Sport
Fréttamynd

Rúmlega helmingur miða seldur

Skipuleggjendur og forráðamenn Ólympíuleikanna í Aþenu tilkynntu í gær að rúmlega helmingur aðgöngumiða á leikana væri seldur, eða rétt rúmlega 3 milljónir af þeim 5,3 milljónum sem í boði voru.

Sport
Fréttamynd

Nenni ekki að lemja mig í hausinn

Lára Hrund Bjargardóttir var tiltölulega sátt þótt hún hefði verið nokkuð frá sínu besta í lauginni í Aþenu í gær. Lára Hrund tók þátt í 200 metra fjórsundi og kom í mark á tímanum 2:22,00 mínútum en Íslandsmet hennar er 2:20,35 mínútur.

Sport
Fréttamynd

Leikur okkar hrundi í lokin

Guðmundur Hrafnkelsson markvörður fann sig engann veginn í fyrsta leiknum á móti Króötum en hann var heldur betur vaknaður í gær. Varði eins og berserkur og hélt íslenska liðinu inni í leiknum á köflum. Alls varði Guðmundur 21 skot, 20 fleiri skot en hann varði í fyrsta leiknum. Því miður dugði þessi stórleikur Guðmundar ekki til sigurs.

Sport
Fréttamynd

Hrun hjá íslenska liðinu í lokin

Íslendingar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Spánverja í gær á Ólympíuleikunum í Aþenu. Algjört hrun á lokakaflanum orsakaði átta marka tap eftir jafnræði lengstum þar sem Spánverjar höfðu reyndar ávallt nokkuð frumkvæði.

Sport
Fréttamynd

Megum ekki detta í þunglyndi

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ekki upplitsdjarfur rétt eftir leik en eftir að hafa melt leikinn í nokkrar mínútur náðum við tali af honum.

Sport
Fréttamynd

Megum ekki detta í þunglyndi

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ekki upplitsdjarfur rétt eftir leik en eftir að hafa melt leikinn í nokkrar mínútur náðum við tali af honum.

Sport
Fréttamynd

Aþena draumur hryðjuverkamannsins

Blaðamaður breska blaðsins The Sunday Mirror segir Ólympíuleikana í Aþenu vera „draum hryðjuverkamannsins“ eftir að hafa stundað smá tilraunamennsku í þeim efnum undanfarið.

Sport
Fréttamynd

Neitaði að keppa vegna stríðs

Íranskur júdókappi neitaði að keppa við ísraelskan andstæðing sinn á Ólympíuleikunum í Aþenu í dag sökum stríðsins á milli Ísraela og Palestínumanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Íraninn, Arash Miresmaelii að nafni, sagði - eftir að dregið hafði verið um hverjir ættu að mætast í fyrstu umferð og í ljós kom hver andstæðingur hans væri - að hann myndi ekki keppa við Ísraelsmanninn vegna samúðar sinnar og stuðnings við Palestínumenn.

Sport
Fréttamynd

Keppt um Ólympíuleikana 2012

Á meðan heimsbyggðin fylgist með afrekum íþróttamanna á Ólympíuleikunum í Aþenu bíða íbúar nokkurra stærstu borga heims eftir úrslitum í annarri keppni, sem þó tengist leikunum. New York, París, Lundúnir, Moskva og Madríd keppast nefnilega um að fá að halda Ólympíuleikana árið 2012.

Sport
Fréttamynd

Heimsmet í 400 m fjórsundi

Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps vann gullverðlaun og setti heimsmet í 400 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í Aþenu í gær á 4 mínútum, 8,26 sekúndum. Ástralinn Ian Thorpe vann gullverðlaun í 400 metra skriðsundi. Hann kom í mark á 3 mínútum, 43,10 sekúndum. Þá sigraði sveit Ástralíu og setti heimsmet í 4x100 metra skriðsundi.

Sport
Fréttamynd

Íris Edda komst ekki áfram

Íris Edda Heimisdóttir hafnaði í 40. sæti af 48 keppendum í undanrásum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Aþenu í morgun. Íris Edda kom í mark á 1.15.23 sekúndum og var langt frá sínu besta.

Sport
Fréttamynd

Setti Íslandsmet í undanrásum

Jakob Jóhann Sveinsson setti Íslandsmet í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Aþenu í morgun þegar hann vann sigur í sínum riðli í undanrásum á 1.02.97 sekúndum. Jakob Jóhann bætti eigið met um 14/100 úr sekúndu og hafnaði í 23. sæti af sextíu keppendum og komst ekki áfram.

Sport
Fréttamynd

Opnunarhátíðin tókst vel

Tuttugustu og áttundu Ólympíuleikarnir voru settir í Aþenu í gærkvöldi. Opnunarhátíðin þótti takast sérstaklega vel en Björk Guðmundsdóttir fór með stórt hlutverk. Skuggi lyfjahneykslis hvílir yfir grísku þjóðinni en tvær helstu vonarstjörnur Grikkja í frjálsum íþróttum liggja undir grun um að misnota ólögleg efni.

Sport
Fréttamynd

Djurgarden býður í Kára

Djurgarden frá Svíþjóð hefur gert Víkingum tilboð í Kára Árnason sem nýlega var valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu. Víkingar eru að skoða tilboðið en gert er ráð fyrir að Kári klári tímabilið með Víkingum í Landsbankadeildinni.

Sport
Fréttamynd

Baráttuglatt íslenskt lið tapaði

Íslenska handboltalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Aþenu með fjórum mörkum, 30-34, gegn heimsmeisturum Króata í gær. Íslenska liðið gafst aldrei upp í leiknum þótt Króatar virtust nokkrum sinnum vera að stinga af og barátta íslensku strákanna hélt þeim inni í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Kína fékk fyrsta gullið

Kíverjar unnu í morgun fyrstu gullverðlaun Ólympíuleikanna í Aþenu þegar Li Du sigraði í skotfimi kvenna með loftriffli af 10 metra færi. Lioubov Galkina frá Rússlandi varð önnur og hin tékkneska Katerina Kurkova hirti bronsið. 

Sport
Fréttamynd

Ísland 4 mörkum undir

Það lítur ekki gæfulega út hjá íslenska liðinu í handknattleik eftir fyrri hálfleikinn gegn Krötum á Ólympíuleikunum í Aþenu. Staðan í hálfleik er 16-12, Króötum í vil. Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Jaliesky Garcia eru markahæstir, hafa allir skorað þrjú mörk.

Sport
Fréttamynd

Ísland - Króatía í dag

Í dag klukkan hálf fimm mætir íslenska landsliðið í handknattleik Króötum en handknattleikskeppni leikanna hófst í morgun. Spánverjar unnu nauman sigur á Suður-Kóreu , 31-30, en Spánverjar höfðu fimm marka forystu í hálfleik, 17-12. 

Sport
Fréttamynd

Rússar unnu Slóvena

Tveimur leikjum er lokið í A-riðli handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum í Aþenu en það er riðill okkar Íslendinga. Rússar unnu Slóvena 28-25 og Spánverjar báru sigurorð af Suður-Kóreumönnum, 31-30, eftir að hafa haft fimm marka forystu í hálfleik, 17-12. Íslendingar spila við heimsmeistara Króata eftir tæpan klukkutíma, eða klukkan 16:30.

Sport