Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Ólympíuleikarnir í Aþenu hafnir

Setningarathöfn Ólympíuleikanna hófst fyrir tæpri klukkustund. Einn af hápunktum athafnarinnar er flutningur Bjarkar Guðmundsdóttur á laginu Oceania sem var samið í tilefni leikanna.

Sport
Fréttamynd

Tveir Grikkir skrópuðu í lyfjapróf

Nú er hafinn rannsókn í Grikklandi á því hvers vegna hlaupararnir Kostas Kenteris og Katerína Tanou mættu ekki í lyfjapróf í Aþenu í gær. Rannsókninni var reyndar frestað í tvo daga því hlaupararnir lentu í mótorhjólaslysi í gærkvöldi, nokkrum klukkustundum eftir að þau mættu ekki í boðað lyfjapróf. Alþjóða Ólympíunefndin hefur skipað sérstaka rannsóknarnefnd til að fjalla um málið.

Sport
Fréttamynd

Ólympíuleikarnir settir í dag

Tuttugustu og áttundu Ólympíuleikarnir verða setttir í Aþenu síðdegis en fyrstu nútímaleikarnir fóru fram í Grikklandi árið 1896. Guðmundur Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, verður fánaberi íslenska Ólympíuliðsins þegar gengið verður inn á Ólympíuleikvanginn í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Óvænt úrslit á Ólympíuleikunum

Það urðu óvænt úrslit í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna í gær þegar japanska kvennalandsliðið sigraði Svía með einu marki gegn engu. Það urðu ekki síður óvænt úrslit í karlakeppninni þegar Ghana og Ítalía gerðu jafntefli 2 - 2. Þá unnu Írakar Portúgala, 4-2.

Sport
Fréttamynd

Saga Ólympíuleikanna á sýningu

Sýning á fornleifum sem rekja sögu Ólympíuleikanna tvö þúsund og átta hundruð ár aftur í tímann var opnuð á þjóðminjasafninu í Aþenu í dag. Þar má sjá styttur, málverk, og keramikverk sem sýna íþróttamenn til forna í íþróttum eins og glímu, hnefaleikum, kringlukasti og kappakstri á stríðsvögnum sem hestar draga.

Sport
Fréttamynd

Guðmundur fánaberi Íslendinga

Ólympíuleikarnir verða settir á morgun í Aþenu í Grikklandi. Guðmundur Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, verður fánaberi Íslendinga. Knattspyrnukeppnin á leikunum hófst í gær. Bandaríkin unnu Grikkand 3-0 og Þýskaland burstaði Kína 8-0 í kvennaflokki.

Sport
Fréttamynd

Ólympíudraumurinn strax úti

Ólympíudraumar helsta íþróttaþjálfara Lettlands enduðu áður en hann komst til Aþenu því honum var hent í land úr flugvél fyrir drykkjulæti. Eftir að honum var vísað frá borði hvarf þjálfarinn í sólarhring en skaut svo upp kollinum, án þess að gefa nokkra skýringu á fjarveru sinni.

Sport
Fréttamynd

Strákarnir eru komnir til Aþenu

Íslenska handboltalandsliðið er komið til Aþenu þar sem „strákarnir okkar“ hefja leik gegn heimsmeisturum Króata á laugardaginn. Það er mjög heitt í Aþenu og því munu þeir nota dagana fram að leik til að venjast loftslaginu.

Sport