Ástin á götunni

Fréttamynd

Rooney fær tveggja leikja bann

Táningurinn skapstirði Wayne Rooney hjá Manchester United, fær tveggja leikja bann í Meistaradeild Evrópu fyrir brottvísun sína í leiknum gegn Villareal á dögunum, þar sem hann fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir kaldhæðnisleg mótmæli við dómara leiksins.

Sport
Fréttamynd

Beckham sló mótherja sinn

Sergio Sanches, leikmaður Espanyol á Spáni, sagði að David Beckham hefði slegið sig í göngunum þegar leikmenn gengu af velli eftir tap Real Madrid gegn Espanyol í spænsku deildinni um helgina.

Sport
Fréttamynd

Portsmouth datt út úr bikarnum

Nú er leik Gillingham og Portsmouth lokið í enska bikarnum. Það var Gillingham sem hafði sigur eftir framlengdan leik 3-2, eftir að hafa lent undir 2-1 í byrjun síðari hálfleiks. Það féllu því tvö úrvalsdeildarlið úr bikarnum í kvöld, því eins og fram kom hér áðan, tapaði Tottenham fyriri Grimsby.

Sport
Fréttamynd

Grimsby - Tottenham beint á Sýn

Enska deildarbikarkeppnin í knattspyrnu hefst í kvöld. 21 leikur verður háður en viðureign Grimsby og Tottenham verður sýnd beint á Sýn klukkan 18.45.

Sport
Fréttamynd

Hafði tap á tilfinningunni

Guðjón Þórðarson og félagar í Notts County töpuðu sínum fyrsta leik í ensku annari deildinni um helgina þegar liðið lá 2-0 fyrir Shrewsbury. "Ég var með slæma tilfinningu fyrir þessum leik alveg frá því ég vaknaði á laugardagsmorguninn," sagði Guðjón í viðtali á heimasíðu félagsins.

Sport
Fréttamynd

Rafa fer ekki fet

Fregnir bárust af því í morgun að spænska stórveldið Real Madrid væri að íhuga að nálgast Rafael Benitez stjóra Liverpool, sem næsta knattspyrnustjóra liðsins, en spænska liðinu hefur gengið afleitlega í síðustu leikjum.

Sport
Fréttamynd

Stórslagur í spænska í kvöld

Barcelona og Valencia mætast í kvöld í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld eftir að hafa tapað óvænt fyrir Atletico Madrid í síðustu umferð. Víctor Valdéz, markvörður Barcelona og spænska landsliðsins, á von á erfiðum leik.

Sport
Fréttamynd

Mido fær ekki lengra bann

Egypski framherjinn Mido hjá Tottenham verður leikfær með liði sínu í gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi, en hann klárar að taka út þriggja leikja bann sitt gegn Grimsby í bikarnum í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Enskir vilja Mourinho sem þjálfara

Sá orðrómur hefur farið fjöllunum hærra á Englandi undanfarnar vikur að portúgalski knattspyrnustjórinn Jose Mourninho hjá Chelsea muni taka við enska landsliðinu í framtíðinni. Hann hefur nú gengið svo langt að enskir fjölmiðlar slógu því upp í gær að Portúgalinn væri tilbúinn að breyta um þjóðfang til að fá starfið.

Sport
Fréttamynd

Real íhugar að kæra

Forystumenn Real Madríd íhuga að kæra leikinn gegn Espanyol í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrradag. Dómari leiksins, Julian Rodriguez Santiago, flautaði skömmu áður en Espanyol skoraði eina mark leiksins.

Sport
Fréttamynd

Bjarni horfir til Noregs

Bjarna Ólafi Eiríkssyni, varnarmanninum sterka í Val, stendur til boða að halda til Noregs og æfa með tveimur úrvalsdeildarfélögum, Vålerenga og Odd Grenland.

Sport
Fréttamynd

Capello með fæturna á jörðinni

Fabio Capello, þjálfari Juventus, segir að byrjun liðsins í deildarkeppninni á Ítalíu sé ekkert til að hrópa húrra fyrir þrátt fyrir fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar og hefur áhyggjur af leiknum við Udinese annað kvöld.

Sport
Fréttamynd

Wenger hrósar Sol í hástert

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósar varnarmanninum Sol Campbell í hástert fyrir það hugarfar sem hann hefur sýnt að undanförnu, en hann var lengi frá æfingum og keppni vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Enn skorar Gunnar Heiðar

Leikjum kvöldsins í sænska og norska boltanum er lokið. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var enn eina ferðina á skotskónum fyrir Halmstad sem gerði 1-1 jafntefli við Elfsborg á heimavelli. Kári Árnason lék 67 mínútur fyrir Djurgarden, sem sigraði IFK Gautaborg 3-1.

Sport
Fréttamynd

Ferguson í Noregi

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United er staddur í Noregi í dag, þar sem hann er að gera allt sem í hans valdi stendur til að greiða fyrir kaupum félagsins á nígeríska unglingnum John Obi Mikel. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag.

Sport
Fréttamynd

Gardner frá í tvo mánuði

Varnarmaðurinn Anthony Gardner hjá Tottenham Hotspurs, verður frá keppni í tvo mánuði vegna meiðsla á læri sem hann hlaut í leiknum gegn Aston Villa á laugardag. Þetta kom í ljós eftir að hann fór í læknisskoðun í morgun.

Sport
Fréttamynd

Chelsea hugsar um að vinna

Steve Clarke, aðstoðarknattspyrnustjóri Chelsea, vísar því á bug að liðið sé að spila leiðinlegan fótbolta eins og margir vilja meina að liðið sé að gera um þessar mundir og segir að aðalmálið sé að vinna leiki.

Sport
Fréttamynd

Ensk lið á höttunum eftir Helguera

Nú er talið líklegt að spænski landsliðsmaðurinn Ivan Helguera, sem verið hefur á mála hjá Real Madrid undanfarin ár, gangi jafnvel til liðs við enskt úrvalsdeildarfélag þegar félagaskiptaglugginn á Englandi opnar um áramótin.

Sport
Fréttamynd

Didier Deschamps hættur hjá Mónakó

Didier Deschamps er hættur sem knattspyrnustjóri hjá franska úrvalsdeildarliðinu Mónakó en liðinu hefur ekki gengið vel það sem af er leiktíð. Eftir 2-0 tap gegn Rennes um helgina ákvað Deschamps að segja af sér.

Sport
Fréttamynd

Arsenal lagði Everton

Tvö mörk frá varnarmanninum Sol Campbell eftir föst leikatriði voru nóg fyrir Arsenal, sem lagði Everton í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni, 2-0. Campbell hefur verið lengi frá vegna meiðsla, en hefur nú svo sannarlega stimplað sig inn í liðið á ný.

Sport
Fréttamynd

Juventus með fullt hús

Juventus er eina liðið á Ítalíu sem hefur unnið alla leiki sína. Ítalíumeistararnir sigruðu Ascoli, 2-1, í gær. Juventus er með níu stig en fjögur lið eru með sjö stig: Fiorentina, Lazio, Palermo og Livorno.

Sport
Fréttamynd

Liverpool getur unnið hvern sem er

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist merkja framfarir hjá liði sínu frá í fyrra, jafnvel þótt það hafi ekki byrjað deildarkeppnina í ár með neinum glæsibrag, enda aðeins sex stig og eitt mark komið í hús í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins.

Sport
Fréttamynd

Jarosik slær í gegn hjá Birmingham

Tékkinn Jíri Jarosik hefur byrjarð tímabilið frábærlega með Birmingham City, en hann kom til félagsins frá Chelsea fyrir skemmstu. "Ég er mjög ánægður með það hvernig hefur gengið hjá Birmingham. Þetta er gott félag sem ég get vel hugsað mér að vera hjá í langan tíma, ef vel gengur."

Sport
Fréttamynd

Enski boltinn hefur breyst

Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen hefur áhyggjur af gangi mála í ensku úrvalsdeildinni, þar sem sóknarleikur er ekki lengur aðalsmerki deildarinnar. "Deildin hefur breyst á þessu eina ári sem ég var á Spáni. Öll liðin leggja meiri áherslu á að verjast heldur en að sækja og það er erfiðara að skora mörk heldur en áður."

Sport
Fréttamynd

Butt kærður fyrir kjaftbrúk

Nicky Butt, leikmaður Birmingham, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að úthúða aðstoðardómara þegar hann var rekinn af velli í leiknum gegn Portsmouth um helgina.

Sport
Fréttamynd

Rooney á að fara til sálfræðings

David James, fyrrum aðalmarkvörður enska landsliðsins og leikmaður Manchester City, segir að Wayne Rooney ætti að fara til íþróttasálfræðings til að leita sér hjálpar við skapferli sínu, sem hefur hvað eftir annað komið honum í vandræði undanfarið.

Sport
Fréttamynd

Ronaldinho bestur

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho var í gærkvöld kosinn knattspyrnumaður ársins við sérstaka athöfn í London í gærkvöldi, þar sem tilkynnt var sérstakt heimsúrval leikmanna. Það voru leikmennirnir sjálfir sem gáfu atkvæði í úrvalsliðið, en aðdáendur um heim allan sem réðu valinu á þeim besta.

Sport
Fréttamynd

Valskonur mæta Evrópumeisturunum

Kvennalið Vals mætir sjálfum Evrópumeisturunum í þýska liðinu Turbine Potsdam í 8 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Valur mætir þýska liðinu í Reykjavík 8. október og ytra 19. október. Sigurvegarinn úr þeirri rimmu mætir annaðhvort Spörtu Prag frá Tékklandi eða Djurgården/Älvsjö frá Svíþjóð í undanúrslitum.

Sport
Fréttamynd

Loks sigur hjá Newcastle

Newcastle vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið lagði Blackburn á útivelli, 0-3. Alan Shearer, Michael Owen og Charles N Zogbia skoruðu mörk gestanna sem fyrir leikinn höfðu aðeins landað tveimur stigum í fimm leikjum. Fyrr í dag gerðu Liverpool og Man Utd markalaust jafntefli á Anfield í tíðindalitlum leik.

Sport
Fréttamynd

Lokeren lagði Sint Truden

Arnar Grétarsson, Arnar Þór Viðarsson og Rúnar Kristinsson voru í byrjunarliði Lokeren sem vann Sint Truden 2-1 í belgísku fyrstu deildinni í fótbolta í gær. Lokeren er með 10 stig eftir fimm umferðir í sjötta sæti.

Sport