Ástin á götunni FH-ingar í undanúrslit bikarsins FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitunum VISA-bikars karla í dag með 5-1 sigri á ÍA í framlengdum leik liðanna í Kaplakrika. Skagamenn skoruðu strax á 3 mínútu en FH-ingar tryggðu sér framlengingu 17 mínútum fyrir leikslok og unnu hana síðan örugglega 4-0. Allir varamenn Íslandsmeistaranna skoruðu í leiknum. Sport 13.10.2005 19:31 Niðurlægðir í framlengingu FHingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu með 5-1 sigri á ÍA á heimavelli sínum í Kaplakrika í gær. FH-ingar voru heppnir að koma leiknum í framlengingu en eftir að í hana var komnið var aldrei spurning um hvernig leikar myndu fara. Sport 13.10.2005 19:31 Allan að gulltryggja sigurinn Allan Borgvardt er nánast búinn að gulltryggja sigur FH og sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla eftir að hann kom FH í 3-1 á 108. mínútu með skalla úr markteig eftir frábæran undirbúning Guðmundar Sævarssonar. Sport 13.10.2005 19:31 Tvöföld skipting hjá FH og ÍA FHingar hafa gert tvær breytingar á liði sínu. Inná eru komnir Jónas Grani Garðarsson og Jón Þorgrímur Stefánsson og greinlegt að Ólafur Jóhannesson þjálfari ætlar sér að blása til sóknar til að freista þess að jafna leikinn, en það hafa verið Skagamenn sem hafa átt hvert dauðafærið á fætur öðru á síðustu mínútum. Sport 13.10.2005 19:31 Kominn hálfleikur í framlenginu FH-ingar hafa ágæt tök á leiknum gegn Skagamönnum eftir að Jón Þorgrímur Stefánsson kom þeim í 2-1 eftir aðeins 5 mínútna leik í framlenginunni. Það stefnir því í það að FH-ingar hafi sloppið með skrekkinn á heimavelli sínum í dag og séu komnir inn í undanúrslit VISA-bikars karla í knattspyrnu en gestirnir ofan af Skaga hafa 15 mínútur til að breyta því. Sport 13.10.2005 19:31 Jon Dahl Tomasson til Stuttgart Danski landsliðsmaðurinn, Jon Dahl Tomasson er genginn til liðs við þýska liðið Stuttgart frá A.C. Milan. Það hafa orðið miklar breytingar hjá Stuttgart í sumar því Matthias Sammer þjálfari liðsins á síðustu leiktíð er farinn og við starfi hans hefur tekið Giovanni Trappatoni. Sport 13.10.2005 19:31 Atli Viðar kemur FH í 5-1 Atli Viðar Björnsson er búinn að skora fjórða mark FH í framlengingunni og koma FH í 5-1 á 114. mínútu. Markið skoraði Atli Viðar eftir skyndisókn og sendingu Jónasar Grana Garðarssonar en þrír varamenn FH-liðsins eru búnir að skora í leiknum. Það er grátlegt að sjá Skagaliðið hrynja saman eftir frábæra frammistöðu í 90 mínútur. Sport 13.10.2005 19:31 Andri Júlíusson kemur ÍA yfir Andri Júlíusson er búinn að skora fyrir Skagamann eftir aðeins þrjár mínútur með skalla af markteig eftir skallasendingu Igors Pesic. Þetta var fyrsta marktilraun leiksins. Sport 13.10.2005 19:31 Skagamenn með stangarskot Skagamaðurinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson átti rétt í þessu skot sem hafnaði í stönginni á marki FH-inga, en hann hefur verið mjög sprækur á vinstri vængnum í liði ÍA í dag. Staðan eftir rúmlega hálftíma leik er því enn 1-0, Skagamönnum í vil. Sport 13.10.2005 19:31 Landsliðið upp um sjö sæti Íslenska landsliðið í knattspyrnu er hástökkvari mánaðarins á nýjum styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins. Ísland er komið í 90.sæti eftir að hafa verið í 97. sæti en það var versta staða liðsins frá því styrkleikalisti alþjóða knattspyrnusambandsins var tekinn upp, í ágúst 1993. Sport 13.10.2005 19:31 Frétti af áhuga Newcastle hér Almir Cosic er úrvals knattspyrnumaður að sögn Vilbergs Jónassonar, þjálfara Leiknis á Fáskrúðsfirði sem leikur í þriðju deildinni á Íslandsmótinu. Það vakti furðu margra þegar greint var frá því í fjölmiðlum fyrr í sumar að Leiknir væri með mann innanborðs sem stuttu áður hefði verið metinn á um 300 milljónir króna. Sport 13.10.2005 19:31 Tilboði Chelsea í S.W.P. hafnað Tilboði Chelsea, ensku meistaranna í knattspyrnu, í sóknar-miðjumann Manchester City, Shaun Wright-Phillips sem hljóðaði upp á 20 milljónir punda hefur verið hafnað. Chelsea ætla þó ekki að gefast upp og búist er við því að þeir reyni aftur að klófesta kappann nú helgina. Sport 13.10.2005 19:31 Souness aðvarar Arsenal Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að forráðamenn Arsenal muni ekki hafa efni á að kaupa Jermaine Jenas af félaginu til að leysa af Patrick Vieira, sem í gær gekk í raðir Juventus á Ítalíu. Sport 13.10.2005 19:31 Man.Utd má ekki tapa einum leik Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Man.Utd, segir að lið sitt megi ekki tapa einum einsta leik á næsta tímabili, ætli liðið sér að eiga möguleika á enska meistaratitlinum. Sport 13.10.2005 19:31 Mourinho hrósar Eiði Smára José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hrósaði Eiði Smára Guðjohnsen í hástert eftir fyrsta æfingaleik félagsins á tímabilinu gegn Wycombe Wanderers, en honum lauk með 5-1 sigri Chelsea. Sport 13.10.2005 19:31 Sao Paulo S-Ameríkumeistari Sao Paulo, frá Brasilíu, sigraði í gær í Suður Ameríku keppni félagsliða eða Copa Libertadores keppninni í knattspyrnu. Þeir sigruðu Atletico Parananense, sem einnig eru frá Brasilíu, 4-0 í seinni leik liðanna en Sao Paulo vann einnig fyrri leik liðanna. Markvörður Sao Paulo, Rogerio Ceni, skoraði enn eina ferðina.... Sport 13.10.2005 19:31 Ungur markvörður Stoke til Man Utd Ben Foster, 22 ára gamall varamarkvörður Stoke City, er genginn til lið við Manchester United. Kaupverðið á markverðinum stóra og stæðilega er talið nema rúmri einni milljón punda. Forster er annar markvörðurinn til að ganga til við United í sumar, því í júní mánuði fékk liðið holleska markvörðinn Edwin van der Saar. Sport 13.10.2005 19:31 Park mun setja pressu á Giggs Að sögn Alex Fergusonar, stjóra Man.Utd, mun Ryan Giggs fá harða samkeppni frá nýjasta liðsmanni félagsins á komandi leiktíð, S-Kóreumanninum Park Ji-Sung. Sport 13.10.2005 19:31 Viera verður okkur mikilvægur Fabio Capello, þjálfari Juventus, segir að Patrick Vieira verði algjör lykilmaður í liði sínu á næstu leiktíð og hlakkar til að sjá hann spila með liðinu. Sport 13.10.2005 19:31 Góður sigur Blika-úrslit kvöldsins Topplið Landsbankadeildar kvenna, Breiðablik, gerði góða ferð suður með sjó og sigraði Keflavík 1-0 og færast því enn nær Íslandsmeistaratitlinum. Valur sigraði lið Stjörnunnar 3 -0 í Garðabæ og KR lagði Skagastúlkur af velli 3-0 í Frostaskjóli. Einnig voru tveir leikir í 1.deild karla, HK og KS unnu mikilvæga sigra í botnabaráttunni. Sport 13.10.2005 19:31 Jensen til Fulham <font face="Helv"> Danski landsliðsmaðurinn Niclas Jensen er á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Fulham, en með því leikur Heiðar Helguson. Jensen hefur ekki verið fastamaður hjá Dortmund undanfarið ár, en vonast eftir að fá fleiri tækifæri hjá Fulham. </font><font face="Tms Rmn"> </font> Sport 13.10.2005 19:31 Tilboði Arsenal hafnað Tilboði bikarmeistara Arsenal í basilíska sóknarmanninn, Julio Baptista sem leikur með Sevilla á Spáni hefur verið hafnað. Arsenal bauð fyrr í dag 13,75 milljómnir punda í leikmanninn en forráðámenn spænska liðsins höfnuðu tilboðinu. Sport 13.10.2005 19:31 Draumur að spila með aðalliðinu Bjarni Þór Viðarsson, knattspyrnumaðurinn ungi, lék sinn fyrsta leik með aðalliði enska liðsins Everton á miðvikudagskvöld þegar hann kom inn sem varamaður í æfingaleik gegn skoska liðinu Dundee United. Sport 13.10.2005 19:31 Fyrsta deild karla í kvöld Þrír leikir eru í fyrstu deild karla í fótbolta í kvöld og flautað verður til leiks klukkan 20. Fjölnir tekur á móti Víkingi Reykjavík. Haukar og Breiðablik eigast við og Völsungar mæta KA á Húsavík. Leiknir og ÍR leika í annarri deild og Selfoss og Tindastóll. Sport 13.10.2005 19:30 Kaupir Juventus Vieira í dag? Luciano Moggi, framkvæmdastjóri Juventus er staddur í London þessa stundina, þar sem hann segist vera að ganga frá kaupum á fyrirliða Arsenal, Patrick Vieira. Sport 13.10.2005 19:30 Evrópukeppni félagsliða í kvöld ÍBV og Keflavík verða í eldlínunni í dag í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Eyjamenn leika á heimavelli fyrri leik sinn gegn Færeyska liðinu B-36 og hefst leikurinn á Hásteinsvelli klukkan sex. Keflvíkingar leika gegn Etzella frá Luxembourg á útivelli og verður flautað til leiks klukkan 16.30. Sport 13.10.2005 19:30 Selfoss saxaði á Leikni Tveir leikir fóru fram í 2. deild karla í kvöld. Topplið Leiknis gerði 1-1 jafntefli í nágrannaslagnum gegn ÍR og Selfoss vann Tindastól 3-0. Leiknir er efst með 22 stig eftir 10 leiki en Selfoss komst í 2. sætið með sigrinum og hafa 19 stig eftir 10 leiki. ÍR komst úr fallsæti með jafnteflisstiginu og eru í 7. sæti með 10 stig. Sport 13.10.2005 19:31 ÍBV náði ekki að sigra heima ÍBV og B36 frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópukeppni félagsliða en leiknum var að ljúka á Hásteinsvellinum í Eyjum. Færeyska liðið skoraði strax á 7. mínútu en Pétur Óskar Sigurðsson jafnaði á 25. mínútu. Sport 13.10.2005 19:31 Gerrard hvíldur í vetur Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verður hvíldur reglulega á komandi keppnistímabili til þess að hann verði ekki ofkeyrður fyrir heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi á næsta ári. Sport 13.10.2005 19:30 Sænska úrvalsdeildin Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark Halmstad þegar liðið tapaði fyrir Gais 2-1 í sænsku bikarkeppninni í gær. Ásthildur Helgadóttir lék í 75.mínútu þegar lið hennar malmö bar sigurorð af AIK 2-0 í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Malmö og Umea eru efst í deildinni með 25 stig. Sport 13.10.2005 19:30 « ‹ 328 329 330 331 332 333 334 … 334 ›
FH-ingar í undanúrslit bikarsins FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitunum VISA-bikars karla í dag með 5-1 sigri á ÍA í framlengdum leik liðanna í Kaplakrika. Skagamenn skoruðu strax á 3 mínútu en FH-ingar tryggðu sér framlengingu 17 mínútum fyrir leikslok og unnu hana síðan örugglega 4-0. Allir varamenn Íslandsmeistaranna skoruðu í leiknum. Sport 13.10.2005 19:31
Niðurlægðir í framlengingu FHingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu með 5-1 sigri á ÍA á heimavelli sínum í Kaplakrika í gær. FH-ingar voru heppnir að koma leiknum í framlengingu en eftir að í hana var komnið var aldrei spurning um hvernig leikar myndu fara. Sport 13.10.2005 19:31
Allan að gulltryggja sigurinn Allan Borgvardt er nánast búinn að gulltryggja sigur FH og sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla eftir að hann kom FH í 3-1 á 108. mínútu með skalla úr markteig eftir frábæran undirbúning Guðmundar Sævarssonar. Sport 13.10.2005 19:31
Tvöföld skipting hjá FH og ÍA FHingar hafa gert tvær breytingar á liði sínu. Inná eru komnir Jónas Grani Garðarsson og Jón Þorgrímur Stefánsson og greinlegt að Ólafur Jóhannesson þjálfari ætlar sér að blása til sóknar til að freista þess að jafna leikinn, en það hafa verið Skagamenn sem hafa átt hvert dauðafærið á fætur öðru á síðustu mínútum. Sport 13.10.2005 19:31
Kominn hálfleikur í framlenginu FH-ingar hafa ágæt tök á leiknum gegn Skagamönnum eftir að Jón Þorgrímur Stefánsson kom þeim í 2-1 eftir aðeins 5 mínútna leik í framlenginunni. Það stefnir því í það að FH-ingar hafi sloppið með skrekkinn á heimavelli sínum í dag og séu komnir inn í undanúrslit VISA-bikars karla í knattspyrnu en gestirnir ofan af Skaga hafa 15 mínútur til að breyta því. Sport 13.10.2005 19:31
Jon Dahl Tomasson til Stuttgart Danski landsliðsmaðurinn, Jon Dahl Tomasson er genginn til liðs við þýska liðið Stuttgart frá A.C. Milan. Það hafa orðið miklar breytingar hjá Stuttgart í sumar því Matthias Sammer þjálfari liðsins á síðustu leiktíð er farinn og við starfi hans hefur tekið Giovanni Trappatoni. Sport 13.10.2005 19:31
Atli Viðar kemur FH í 5-1 Atli Viðar Björnsson er búinn að skora fjórða mark FH í framlengingunni og koma FH í 5-1 á 114. mínútu. Markið skoraði Atli Viðar eftir skyndisókn og sendingu Jónasar Grana Garðarssonar en þrír varamenn FH-liðsins eru búnir að skora í leiknum. Það er grátlegt að sjá Skagaliðið hrynja saman eftir frábæra frammistöðu í 90 mínútur. Sport 13.10.2005 19:31
Andri Júlíusson kemur ÍA yfir Andri Júlíusson er búinn að skora fyrir Skagamann eftir aðeins þrjár mínútur með skalla af markteig eftir skallasendingu Igors Pesic. Þetta var fyrsta marktilraun leiksins. Sport 13.10.2005 19:31
Skagamenn með stangarskot Skagamaðurinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson átti rétt í þessu skot sem hafnaði í stönginni á marki FH-inga, en hann hefur verið mjög sprækur á vinstri vængnum í liði ÍA í dag. Staðan eftir rúmlega hálftíma leik er því enn 1-0, Skagamönnum í vil. Sport 13.10.2005 19:31
Landsliðið upp um sjö sæti Íslenska landsliðið í knattspyrnu er hástökkvari mánaðarins á nýjum styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins. Ísland er komið í 90.sæti eftir að hafa verið í 97. sæti en það var versta staða liðsins frá því styrkleikalisti alþjóða knattspyrnusambandsins var tekinn upp, í ágúst 1993. Sport 13.10.2005 19:31
Frétti af áhuga Newcastle hér Almir Cosic er úrvals knattspyrnumaður að sögn Vilbergs Jónassonar, þjálfara Leiknis á Fáskrúðsfirði sem leikur í þriðju deildinni á Íslandsmótinu. Það vakti furðu margra þegar greint var frá því í fjölmiðlum fyrr í sumar að Leiknir væri með mann innanborðs sem stuttu áður hefði verið metinn á um 300 milljónir króna. Sport 13.10.2005 19:31
Tilboði Chelsea í S.W.P. hafnað Tilboði Chelsea, ensku meistaranna í knattspyrnu, í sóknar-miðjumann Manchester City, Shaun Wright-Phillips sem hljóðaði upp á 20 milljónir punda hefur verið hafnað. Chelsea ætla þó ekki að gefast upp og búist er við því að þeir reyni aftur að klófesta kappann nú helgina. Sport 13.10.2005 19:31
Souness aðvarar Arsenal Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að forráðamenn Arsenal muni ekki hafa efni á að kaupa Jermaine Jenas af félaginu til að leysa af Patrick Vieira, sem í gær gekk í raðir Juventus á Ítalíu. Sport 13.10.2005 19:31
Man.Utd má ekki tapa einum leik Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Man.Utd, segir að lið sitt megi ekki tapa einum einsta leik á næsta tímabili, ætli liðið sér að eiga möguleika á enska meistaratitlinum. Sport 13.10.2005 19:31
Mourinho hrósar Eiði Smára José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hrósaði Eiði Smára Guðjohnsen í hástert eftir fyrsta æfingaleik félagsins á tímabilinu gegn Wycombe Wanderers, en honum lauk með 5-1 sigri Chelsea. Sport 13.10.2005 19:31
Sao Paulo S-Ameríkumeistari Sao Paulo, frá Brasilíu, sigraði í gær í Suður Ameríku keppni félagsliða eða Copa Libertadores keppninni í knattspyrnu. Þeir sigruðu Atletico Parananense, sem einnig eru frá Brasilíu, 4-0 í seinni leik liðanna en Sao Paulo vann einnig fyrri leik liðanna. Markvörður Sao Paulo, Rogerio Ceni, skoraði enn eina ferðina.... Sport 13.10.2005 19:31
Ungur markvörður Stoke til Man Utd Ben Foster, 22 ára gamall varamarkvörður Stoke City, er genginn til lið við Manchester United. Kaupverðið á markverðinum stóra og stæðilega er talið nema rúmri einni milljón punda. Forster er annar markvörðurinn til að ganga til við United í sumar, því í júní mánuði fékk liðið holleska markvörðinn Edwin van der Saar. Sport 13.10.2005 19:31
Park mun setja pressu á Giggs Að sögn Alex Fergusonar, stjóra Man.Utd, mun Ryan Giggs fá harða samkeppni frá nýjasta liðsmanni félagsins á komandi leiktíð, S-Kóreumanninum Park Ji-Sung. Sport 13.10.2005 19:31
Viera verður okkur mikilvægur Fabio Capello, þjálfari Juventus, segir að Patrick Vieira verði algjör lykilmaður í liði sínu á næstu leiktíð og hlakkar til að sjá hann spila með liðinu. Sport 13.10.2005 19:31
Góður sigur Blika-úrslit kvöldsins Topplið Landsbankadeildar kvenna, Breiðablik, gerði góða ferð suður með sjó og sigraði Keflavík 1-0 og færast því enn nær Íslandsmeistaratitlinum. Valur sigraði lið Stjörnunnar 3 -0 í Garðabæ og KR lagði Skagastúlkur af velli 3-0 í Frostaskjóli. Einnig voru tveir leikir í 1.deild karla, HK og KS unnu mikilvæga sigra í botnabaráttunni. Sport 13.10.2005 19:31
Jensen til Fulham <font face="Helv"> Danski landsliðsmaðurinn Niclas Jensen er á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Fulham, en með því leikur Heiðar Helguson. Jensen hefur ekki verið fastamaður hjá Dortmund undanfarið ár, en vonast eftir að fá fleiri tækifæri hjá Fulham. </font><font face="Tms Rmn"> </font> Sport 13.10.2005 19:31
Tilboði Arsenal hafnað Tilboði bikarmeistara Arsenal í basilíska sóknarmanninn, Julio Baptista sem leikur með Sevilla á Spáni hefur verið hafnað. Arsenal bauð fyrr í dag 13,75 milljómnir punda í leikmanninn en forráðámenn spænska liðsins höfnuðu tilboðinu. Sport 13.10.2005 19:31
Draumur að spila með aðalliðinu Bjarni Þór Viðarsson, knattspyrnumaðurinn ungi, lék sinn fyrsta leik með aðalliði enska liðsins Everton á miðvikudagskvöld þegar hann kom inn sem varamaður í æfingaleik gegn skoska liðinu Dundee United. Sport 13.10.2005 19:31
Fyrsta deild karla í kvöld Þrír leikir eru í fyrstu deild karla í fótbolta í kvöld og flautað verður til leiks klukkan 20. Fjölnir tekur á móti Víkingi Reykjavík. Haukar og Breiðablik eigast við og Völsungar mæta KA á Húsavík. Leiknir og ÍR leika í annarri deild og Selfoss og Tindastóll. Sport 13.10.2005 19:30
Kaupir Juventus Vieira í dag? Luciano Moggi, framkvæmdastjóri Juventus er staddur í London þessa stundina, þar sem hann segist vera að ganga frá kaupum á fyrirliða Arsenal, Patrick Vieira. Sport 13.10.2005 19:30
Evrópukeppni félagsliða í kvöld ÍBV og Keflavík verða í eldlínunni í dag í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Eyjamenn leika á heimavelli fyrri leik sinn gegn Færeyska liðinu B-36 og hefst leikurinn á Hásteinsvelli klukkan sex. Keflvíkingar leika gegn Etzella frá Luxembourg á útivelli og verður flautað til leiks klukkan 16.30. Sport 13.10.2005 19:30
Selfoss saxaði á Leikni Tveir leikir fóru fram í 2. deild karla í kvöld. Topplið Leiknis gerði 1-1 jafntefli í nágrannaslagnum gegn ÍR og Selfoss vann Tindastól 3-0. Leiknir er efst með 22 stig eftir 10 leiki en Selfoss komst í 2. sætið með sigrinum og hafa 19 stig eftir 10 leiki. ÍR komst úr fallsæti með jafnteflisstiginu og eru í 7. sæti með 10 stig. Sport 13.10.2005 19:31
ÍBV náði ekki að sigra heima ÍBV og B36 frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópukeppni félagsliða en leiknum var að ljúka á Hásteinsvellinum í Eyjum. Færeyska liðið skoraði strax á 7. mínútu en Pétur Óskar Sigurðsson jafnaði á 25. mínútu. Sport 13.10.2005 19:31
Gerrard hvíldur í vetur Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verður hvíldur reglulega á komandi keppnistímabili til þess að hann verði ekki ofkeyrður fyrir heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi á næsta ári. Sport 13.10.2005 19:30
Sænska úrvalsdeildin Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark Halmstad þegar liðið tapaði fyrir Gais 2-1 í sænsku bikarkeppninni í gær. Ásthildur Helgadóttir lék í 75.mínútu þegar lið hennar malmö bar sigurorð af AIK 2-0 í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Malmö og Umea eru efst í deildinni með 25 stig. Sport 13.10.2005 19:30