Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Meiri­hluti vill við­ræður við ESB og mikið mann­fall í Íran

Meirhluti landsmanna er hlynntur upptöku viðræðna við Evrópusambandið samkvæmt könnun Maskínu, sem gerð var í desember. Stjórnmálafræðingur telur líklegt að afstaða fólks taki hröðum breytingum vegna óvissu á alþjóðavísu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Úti­lokar ekki borgara­styrj­öld

Hæstiréttur Venesúela hefur skipað Delcy Rodríguez, varaforseta ríkisins, að taka við embætti forseta meðan Nicolás Maduro er í haldi Bandaríkjamanna. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir margt óljóst varðandi stöðuna í Venesúela og vill ekki útiloka að það brjótist út borgarastyrjöld. 

Innlent
Fréttamynd

Marg­faldur þungi í loft­á­rásum og kyn­tákn kveður

Íbúar Úkraínu glíma við nær daglegt rafmagnsleysi og heitavatnsskort og svefnfriður er jafnan lítill þegar hvað mest lætur í árásum Rússa. Íslendingur í Kænugarði segir umfang loftárása Rússa hafa tífaldast frá því í fyrra með tilliti til fjölda vopna sem skotið er á Úkraínu. Það sé til marks um mikla framleiðslugetu Rússa sem sé ekki aðeins áhyggjuefni fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla.

Innlent
Fréttamynd

Landeldi í vexti og lög­regla lokar áfengisverslunum

Samherji gæti tvöfaldast að stærð nái áform í landeldi fram að ganga að sögn forstjóra félagsins. Félagið hyggist ráðast í þrjátíu milljarða króna fjárfestingu í greininni á næstu misserum með innlendum og erlendum fjárfestum.

Innlent
Fréttamynd

Von­brigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um gagnrýni sveitarstjóra Mýrdalshrepps á Vegagerðina og stjórnvöld en hann sakar þau um aðgerðarleysi. Mikill sjór gekk á land við Vík í vikunni en að hans mati mun þjóðvegurinn fara í sundur að öllu óbreyttu.

Innlent
Fréttamynd

Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“

Tölvuárás sem gerð var á kerfi Grundarheimilanna á miðvikudag verður kærð til lögreglu á næstu dögum. Forstjóri Grundar varar fólk við að bregðast við póstum frá heimilunum, þar sem netþrjótarnir gætu reynt að hafa samband við fólk.

Innlent