Andlát á geðdeild Landspítala

Enn engin ákvörðun tekin um ákæru í máli hjúkrunarfræðingsins
Embætti héraðssaksóknara hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort að ákæra verði gefin út í máli hjúkrunarfræðings sem starfaði á geðdeild Landspítalans og grunaður er um að hafa orðið sjúklingi að bana á síðasta ári. Málið er enn til meðferðar hjá embættinu.

Rannsókn lögreglu á máli hjúkrunarfræðingsins lokið
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti sem varð á geðdeild Landspítalans í ágúst síðastliðnum, þar sem hjúkrunarfræðingur er grunaður um að hafa orðið sjúklingi að bana, er lokið.

Gera sér vonir um að sjá fyrir enda rannsóknarinnar
Andlát sem varð á geðdeild Landspítalans í ágúst síðastliðnum, þar sem hjúkrunarfræðingur er grunaður um að hafa orðið sjúklingi að bana, er enn til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tafir á rannsókn þar sem kalla hafi þurft eftir nýjum og fleiri upplýsingum
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að rannsókn á andláti sem varð á geðdeild Landspítala í ágúst síðastliðinn þar sem hjúkrunarfræðingur er grunaður um að hafa orðið sjúklingi að bana.

Lögregla enn að rannsaka mál hjúkrunarfræðingsins
Rannsókn lögreglu á máli hjúkrunarfræðings sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild Landspítalans að bana miðar vel að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni.

Koma verði í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka
Þrjú læknafélög telja ótækt að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka þegar upp koma alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, í stað þess að einblína á kerfislægar brotalamir. Engar úrbætur hafi orðið þrátt fyrir tillögur og ábendingar síðustu ár.

Hjúkrunarfræðingurinn laus úr haldi lögreglu
Hjúkrunarfræðingur sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana er laus úr haldi lögreglu. Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.

Útiloka hvorki ásetning né gáleysi
Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar.

Segir Landspítalann notast við hugmyndafræði sem leyfi þvinganir
Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, harmar andlát sem talið er hafa borið að með saknæmum hætti á geðdeild Landspítalans fyrr í mánuðinum en segir atvikið ekki koma sér á óvart.

Hjúkrunarfræðingur á Landspítala grunaður um manndráp
Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði.

Lögregla telur lát konu á Landspítala hafa borið að með saknæmum hætti
Andlát konu á sextugsaldri sem lést á Landspítalanum fyrr í þessum mánuði er talið hafa borið að með saknæmum hætti. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel og var kona á sextugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku.