Handbolti

Fréttamynd

Kári sá eini í sigurliði

Bjerringbro-Silkeborg vann sinn leik í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en GOG Håndbold gerði jafntefli og Nordsjælland tapaði illa.

Handbolti
Fréttamynd

Ballið búið hjá Þóri og norsku stelpunum

Norska kvennalandsliðið í handbolta er úr leik á HM í Serbíu eftir þriggja marka tap á móti heimastúlkum í átta liða úrslitunum í kvöld. Dönsku stelpurnar verða fulltrúar Norðurlanda í undanúrslitunum eftir sigur á Þjóðverjum.

Handbolti
Fréttamynd

Aron Rafn góður í markinu í sigri Guif

Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson átti flottan leik með Eskilstuna Guif þegar liðið vann tíu marka sigur á Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Ólafur Guðmundsson og félagar í Kristianstad unnu á saman tíma öruggan sigur á Ystad.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingaliðin drógust ekki saman í þýska bikarnum

Það geta þrjú Íslendingalið komist í undanúrslit þýska bikarsins í handbolta á þessu tímabili en dregið var í átta liða úrslitin í kvöld. SG Flensburg-Handewitt, Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin sluppu við að mætast í átta liða úrslitunum.

Handbolti
Fréttamynd

Brasilía og Ungverjaland í átta liða úrslitin á HM

Brasilía og Ungverjaland eru komin í átta liða úrslitin á HM kvenna í handbolta sem fer fram þessa dagana í Serbíu. Ungverjar áttu ekki í miklum vandræðum með Spán og Brasilía vann öruggan sigur á Hollandi. Liðin mætast í átta liða úrslitunum á miðvikudaginn.

Handbolti
Fréttamynd

Stella enn með ský fyrir auganu

Stella Sigurðardóttir hefur ekki fengið fulla sjón enn eftir að hún fékk þungt högg á augað í æfingaleik með íslenska landsliðinu í síðasta mánuði.

Handbolti
Fréttamynd

Óvíst um framhaldið hjá Guðjóni Val

„Ég sagði bara nei við þeirra tilboði,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Hornamaðurinn staðfesti við Fréttablaðið að hann hefði neitað samningstilboði þýsku meistaranna í Kiel.

Handbolti
Fréttamynd

Þarf vélmennið aftur að fara í viðgerð?

Óvissa er um þátttöku Alexanders Petersson á EM í janúar. Þrálát axlarmeiðsli eru að plaga Alexander og mun það væntanlega liggja fyrir í næstu viku hvort hann treysti sér til að spila.

Handbolti
Fréttamynd

Fullt hús hjá lærimeyjum Þóris

Heimsmeistarar Noregs luku leik í riðlakeppni HM í Serbíu í kvöld með fimm marka sigri á Póllandi. Danir töpuðu gegn Brasilíu sem tryggðu sér sigur í B-riðli.

Handbolti