Handbolti

Danmörk sló Evrópumeistarana úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Danir fagna í dag.
Danir fagna í dag. Nordic Photos / Getty Images
Danir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit á HM kvenna í handbolta eftir nauman sigur á Evrópumeisturum Svartfjallalands.

16-liða úrslitin hófust á HM í Serbíu í dag og unnu Danir eins marks sigur í spennuleik, 22-21.

Svertfellingar voru nálægt því að jafna metin í lokin en skoruðu þegar leiktíminn var útrunninn. Sætur sigur Dana var því staðreynd.

Louise Burgaard skoraði sex mörk fyrir Dani og Ann-Grete Nørgaard fimm en staðan í hálfleik var 12-11, Svartfjallalandi í vil.

Danir mæta Þjóðverjum í 8-liða úrslitum en Þýskaland hafði betur gegn Angóla fyrr í dag, 29-21.

Þá vann Pólland sigur á Rúmeníu, 31-29, og mætir Frakklandi sem vann Japan örugglega í dag, 27-19.

Noregur, lið Þóris Hergeirssonar, mætir Tékklandi í 16-liða úrslitunum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×