Stj.mál

Fréttamynd

Sá að flugfreyjur voru óstyrkar

"Hver maður á sitt skapadægur og það var greinilega ekki komið að okkur," segir Gunnar I. Birgisson, alþingismaður sem staddur var um borð í flugvél British Airways þegar reykur kom upp í flugstjórnarklefanum.

Innlent
Fréttamynd

Bæturnar hækka um 3,5%

Bætur almannatrygginga hækka um 3,5% um áramótin samkvæmt reglugerð sem heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra hefur undirritað. Þá hækka frítekjumörk um 5%. Félagsmálaráðherra hefur og ákveðið að hækka atvinnuleysisbætur um 3% frá 1. janúar, sem og fæðingarstyrk og lágmarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, einnig um 3%.

Innlent
Fréttamynd

Undanþágan gegn stefnu stjórnvalda

Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir það geðþóttaákvörðun, sem fari þvert gegn stefnu stjórnvalda, að veita Bobby Fischer undanþágu um dvalarleyfi hér á landi. Honum líst illa á framtíðina fái útlendingar ekki að koma inn í landið eða dvelja í því, nema með undantekningum.

Innlent
Fréttamynd

Alþingismenn hætt komnir í flugi

Farþegar í flugvél British Airways voru hætt komnir þegar öryggi í flugstjórnarklefa brann yfir. Fjármálaráðherra Íslands var um borð í vélinni ásamt fimm þingismönnum og starfsmönnum utanríkisráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Kröfugerð ríkisins líklega kærð

"Þetta kemur mér á óvart í ljósi hæstaréttardómsins sem féll í haust," segir Rúnar Þórarinsson, oddviti sveitarstjórnar í Öxarfjarðarhreppi, um kröfugerð ríkisins um þjóðlendur á Norðausturlandi

Innlent
Fréttamynd

Léttlestarkerfi ekki raunhæft

Léttlestarkerfi er ekki raunhæfur kostur á höfuðborgarsvæðinu við óbreyttar aðstæður, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðismenn telja eðlilegra að efla stórlega vannýtt strætisvagnakerfi þar sem sætanýtingin sé aðeins um 10 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Vestmannaeyjabær rekinn með halla

Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar var lögð fram á fimmtudag. Gert er ráð fyrir að eigið fé bæjarsjóðs verði neikvætt um rúmar 185 milljónir í lok árs 2005. Auka á langtímalán um rúmar 33 milljónir. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Brot Fischers fyrnt

Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að bandarísk yfirvöld hafi ekki gert formlegar athugasemdir við ákvörðun Íslendinga um að veita skákmeistaranum Bobby Fischer dvalarleyfi hér á landi. Ef taflmennska Fischers hefði verið brot á viðskiptabanninu á Júgóslavíu væri það brot fyrnt samkvæmt íslenskum lögum segir utanríkisráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Rekstarafgangurinn lækkar

Eftir breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, lækkar áætlaður rekstarafgangur um 350 milljónir. Sjálfstæðismenn segir borgina komna í fjárhagslega erfiðleika. </font />

Innlent
Fréttamynd

Undrandi yfir forræðishyggju

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir undrun stjórnarinnar á þeirri forræðishyggju sem komi fram í tillögu þingmanna Samfylkingarinnar um að leggja bann við auglýsingum á óhollum matvörum í fjölmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Umræðu vantar

"Hjá sjálfstæðu ríki hefði mátt búast við umfangsmikilli umræðu um stjórnarskrána, en hún hefur aldrei farið fram hér á landi. Það er ekki víst að það þurfi að breyta miklu en það er mikilvægt að raunveruleg endurskoðun fari fram og hún ætti að ná lengra út í samfélagið en ekki vera bundið við þingmenn," segir Ágúst Þór Árnason, verkefnastjóri við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, um fyrirhugaða endurskoðun á stjórnarskrá Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Hægrimenn herja á Halldór

Samband ungra sjálfstæðismanna hefur sent Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra að gjöf bókina „Sigmund sér til þín!" Með þessu vilja ungir sjálfstæðismenn mótmæla þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að kaupa allar teikningar listamannsins fyrir 18 milljónir króna af skattfé.

Innlent
Fréttamynd

Laxnessraunir

Halldór Guðmundsson hefur ritað sannkallað stórvirki um nafna sinn Laxness. Í stuttu máli frábæra bók þar sem þræddir eru saman ótrúlega haglega allir þræðirnir í lífi skáldsins Laxness.

Innlent
Fréttamynd

Þróunaraðstoð aukin

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra telur að loftslagsvæn tækni, ekki síst í orkumálum, geti átt stóran þátt í að draga úr veðurfarsbreytingum og losun gróðurhúsalofttegunda.

Innlent
Fréttamynd

Sex prósenta hækkun

Á fundi bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum á fimmtudag var samþykkt að hækka far- og farmgjöld með Herjólfi um sex prósent.

Innlent
Fréttamynd

Nýi bæjarstjórinn í Kópavogi

Hansína Á. Björgvinsdóttir tekur við sem bæjarstjóri í Kópavogi á fyrsta vinnudegi á nýju ári. Hún þurfti góðan umhugsunarfrest áður en hún ákvað að takast á við verkefnið. "Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta verkefni," segir hún. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fischer gæti fengið vegabréf

Fari svo að Bobby Fischer fái að fara til Íslands og nýti sér dvalarleyfi sem honum hefur verið boðið, er síður en svo öruggt að hann setjist hér að. Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar segir að hugsanlega eigi Fischer rétt á svokölluðu útlendingavegabréfi.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn kunna að krefjast framsals Fischers

Lögfræðingar bandaríska dómsmálaráðuneytisins eru að kynna sér stöðuna sem upp er komin vegna boðs stjórnvalda hér um landvistarleyfi handa Bobby Fischer. Stjórnvöld hér ráðfærðu sig ekki við yfirvöld vestra áður en ákvörðunin var tekin. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Kaupin á verkum Sigmunds einsdæmi

Listfræðingar segja 18 milljóna króna kaup forsætisráðuneytisins á verkum teiknarans Sigmunds ekkert fordæmi eiga sér í listasögu Íslendinga. Fjárhæðin er nærri tvöföld árleg fjárveiting Listasafns Íslands til listaverkakaupa. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Eftirlaunasjóður stjórnmálamanna?

Allt frá upphafi hefur íslenska utanríkisþjónustan - að ákveðnu marki - verið svo nátengd íslenskum stjórnmálum að segja má að þar hafi embættis- og stjórnmálakerfið runnið saman í eitt. Til skamms tíma voru það aðeins "lýðræðisflokkarnir" sem höfðu aðgang að þessu kerfi.

Innlent
Fréttamynd

130 milljónir á kílómetra

Hver kílómetri sem sparast við að Kolgrafarfjörður á Snæfellsnesi hefur verið brúaður, kostar rúmar 128 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Vilja auka velmegun

Fyrsti fundur félagsmálaráðherra Evrópuríkja sem vinna að átaksverkefni um bætta lýðheilsu í Norður-Evrópu var haldinn í Tallinn í Eistlandi í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

22 konur - 79 karlar

Konur halda um stjórnartaumana í 22 af 101 sveitarfélagi í landinu. Karlar stjórna hinum 79. Konur eru í forsvari fyrir fjögur af átta sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Flestir eru kvensveitarstjórarnir á Norðurlandi eystra en fæstir á Norðurlandi vestra. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Glataður snillingur

Líf Bobby Fischer hefur verið þyrnum stráð en líklega hefur hann sáldrað þeim flestum sjálfur. Vinir hans segja hann þó viðkvæmt ljúfmenni sem hefur gaman af Robbie Williams.

Innlent
Fréttamynd

Júlíus Hafstein 35. sendiherrann

Júlíus Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, tekur við starfi sendiherra í utanríkisráðuneytinu um áramótin. Þar með verður hann 35. sendiherra Íslands og sá fimmti sem skipaður er á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Áhersla á jarðhita

"Í máli mínu hér mun ég mun fyrst og fremst leggja áherslu á hvað við erum að gera varðandi jarðhitamál og vetni, auk ýmislegs annars," sagði Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra sem nú situr ráðherrafund tíunda aðildarríkjaþings Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Selur á 160 milljónir og leigir

Reykjavíkurborg hefur selt fyrirtækinu Stoðum sýningarskála í kjallara hótels við Aðalgötu sem fyrirtækið byggir fyrir 160 milljónir króna. Borgin leigir kjallarann fyrir tæplega 1,7 milljónir króna á mánuði næstu 25 árin.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnsýslukæru vísað frá

Stjórnsýslukæru sem barst landbúnaðarráðuneytinu vegna niðurskurðar búfjár í Biskupstungum hefur verið vísað frá þar sem kærandi eigi ekki aðild að málinu.

Innlent
Fréttamynd

Málamiðlun um nýtt háhýsi

Síðastliðinn þriðjudag samþykktu tíu bæjarfulltrúar af ellefu í bæjarstjórn Akureyrar að SS Byggir fengi að reisa sjö hæða fjölbýlishús, með 40 íbúðum fyrir aldraða, á lóð sem kennd er við húsið Baldurshaga og er á milli Glerártorgs og gamla miðbæjarins.

Innlent