Innlent

Sá að flugfreyjur voru óstyrkar

"Hver maður á sitt skapadægur og það var greinilega ekki komið að okkur," segir Gunnar I. Birgisson, alþingismaður sem staddur var um borð í flugvél British Airways þegar reykur kom upp í flugstjórnarklefanum. "Lendingin var hastarlegri en maður á að venjast og ég heyrði það á flugfreyjunum að þær voru stressaðar," segir Gunnar. Að hans sögn voru sumir farþeganna skelfdir, sérstaklega eftir á, en flestir héldu þó ró sinni. Sjálfur segist hann ekki hafa verið óttasleginn, enda var ekki ljóst lengst framan af hvað væri að. Gunnari segir að sér hafi verið sagt að öryggi hafi brunnið yfir í flugstjórnarklefanum og reykur gosið upp í kjölfarið, en flugmönnunum hafi sjálfum tekist að slökkva eldinn áður en hann náði að brjótast út. "Þegar upp var staðið fór þetta náttúrulega allt vel og maður er þakklátur fyrir það."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×