Fischer gæti fengið vegabréf 17. desember 2004 00:01 Fari svo að Bobby Fischer fái að fara til Íslands og nýti sér dvalarleyfi sem honum hefur verið boðið, er síður en svo öruggt að hann setjist hér að. Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar segir að hugsanlega eigi Fischer rétt á svokölluðu útlendingavegabréfi. Það er veitt útlendingum sem hvorki eiga né geta orðið sér úti um vegabréf í heimalandi sínu. "Með slíku vegabréfi og dvalarleyfi hér gæti Fischer ferðast um að vild". Hrafn Jökulsson, varaforseti Skáksambands Íslands segir ólíklegt að Fischer setjist að hér á landi til langframa: "Markmið okkar hefur heldur aldrei verið að koma honum í íslenska landsliðið í skák, heldur að leysa þetta óleysanlega mál. Það verður Fischer í sjálfsvald sett hvar hann kýs síðan að vera." Miyoko Watai hin japanska unnusta Bobby Fischers skýrði frá því á blaðamannafundi í Tókíó í fyrrinótt að Fischer væri ánægður með að hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi. "Hann var mjög glaður að heyra þessar góðu fréttir, en óttast að Bandaríkin og Japan spilli málinu." Masako Suzuki, lögmaður Fischers segir hugsanlegt að Japan muni vísa honum úr landi og til Íslands. Fulltrúi japanska útlendingaeftirlitsins útilokaði ekki þann möguleika en sagði það erfitt því Fischer hefði ekki gilt vegabréf. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að ef taflmennska Fischers hafi verið brot á viðskiptabanninu á Júgóslavíu, sé það brot fyrnt, samkvæmt íslenskum lögum.Þetta kom fram í viðtali Ríkisútvarpsins-hljóðvarps við Davíð í gær. Hann benti á að Íslendingar, rétt eins og Bandaríkjamenn, hafi tekið þátt í viðskiptabanninu sem sett var á Júgóslavíu 1992. Utanríkisráðherra sagðii bandaríska sendiherranum frá ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar á miðvikudag. Hann segir engin formleg viðbrögð eða athugasemdir hafa borist frá bandarískum stjórnvöldum. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fari svo að Bobby Fischer fái að fara til Íslands og nýti sér dvalarleyfi sem honum hefur verið boðið, er síður en svo öruggt að hann setjist hér að. Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar segir að hugsanlega eigi Fischer rétt á svokölluðu útlendingavegabréfi. Það er veitt útlendingum sem hvorki eiga né geta orðið sér úti um vegabréf í heimalandi sínu. "Með slíku vegabréfi og dvalarleyfi hér gæti Fischer ferðast um að vild". Hrafn Jökulsson, varaforseti Skáksambands Íslands segir ólíklegt að Fischer setjist að hér á landi til langframa: "Markmið okkar hefur heldur aldrei verið að koma honum í íslenska landsliðið í skák, heldur að leysa þetta óleysanlega mál. Það verður Fischer í sjálfsvald sett hvar hann kýs síðan að vera." Miyoko Watai hin japanska unnusta Bobby Fischers skýrði frá því á blaðamannafundi í Tókíó í fyrrinótt að Fischer væri ánægður með að hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi. "Hann var mjög glaður að heyra þessar góðu fréttir, en óttast að Bandaríkin og Japan spilli málinu." Masako Suzuki, lögmaður Fischers segir hugsanlegt að Japan muni vísa honum úr landi og til Íslands. Fulltrúi japanska útlendingaeftirlitsins útilokaði ekki þann möguleika en sagði það erfitt því Fischer hefði ekki gilt vegabréf. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að ef taflmennska Fischers hafi verið brot á viðskiptabanninu á Júgóslavíu, sé það brot fyrnt, samkvæmt íslenskum lögum.Þetta kom fram í viðtali Ríkisútvarpsins-hljóðvarps við Davíð í gær. Hann benti á að Íslendingar, rétt eins og Bandaríkjamenn, hafi tekið þátt í viðskiptabanninu sem sett var á Júgóslavíu 1992. Utanríkisráðherra sagðii bandaríska sendiherranum frá ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar á miðvikudag. Hann segir engin formleg viðbrögð eða athugasemdir hafa borist frá bandarískum stjórnvöldum.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira