Stj.mál

Fréttamynd

Á rétt á tæpum 2 milljónum

Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, hefur störf sem seðlabankastjóri í dag. Samkvæmt nýju eftirlaunalögunum hefur Davíð rétt á töku eftirlauna fyrir ráðherratíma sinn auk þess að þiggja laun sem seðlabankastjóri.

Innlent
Fréttamynd

Varðveitum sátt fjölmiðlanefndar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra í upphafi þingfundar í gær hvort til stæði að rjúfa þá sátt sem hún teldi liggja fyrir í fjölmiðlamálinu og lagður hefði verið grunnur að í fjölmiðlanefnd sem skilaði niðurstöðum sínum síðastliðið vor.

Innlent
Fréttamynd

Byggt verði á sögulegri sátt

Forsætisráðherra segir að byggt verði á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinnar svokölluðu í nýju frumvarpi um fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu yfirlýsingar nýrrar forystu Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag um að nauðsynlegt væri að takmarka eignarhald á fjölmiðlum meira en sáttin gerði ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Engin einkavæðing strax

<font size="1"> </font>„Einkavæðing Landsvirkjunar hefur ekki verið rædd í ríkisstjórninni," segir Halldór Ásgrímsson forsætisræðaherra. Halldór segir að verið sé að stíga þar fyrstu skrefin til breytinga á raforkumarkaðnum og menn sjái ekki alveg hvernig það muni ganga.

Innlent
Fréttamynd

Innanlandsflugið fer hvergi

Lítill áhugi er á fyrir því á þingi að flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni og enn minni áhugi fyrir því að byggja upp nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Þetta mátti heyra í utandagskrárumræðum á Alþingi þar sem aðeins þrír af tíu ræðumönnum lýstu trú á að flugið færi úr Vatnsmýrinni.

Innlent
Fréttamynd

Flugbraut á Lönguskerjum fráleit

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir fráleitt að byggja upp flugvöll á Lönguskerjum. Hann segir í pistli í Morgunkornum VG að uppbygging flugvallar á Lönguskerjum þýddi að áður en yfir lyki væri Skerjafjörður malbikaður nánast stranda á milli.

Innlent
Fréttamynd

Flokksformenn ekki í takt

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ekki gert ráð fyrir lækkun matarskatts sem lið í því að treysta grundvöll kjarasamninga.

Innlent
Fréttamynd

Undrast viðbótarkostnað

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir sjálfsagt og nauðsynlegt að fara á næstunni yfir eftirlaunamál ráðherra og þingmanna.Um 650 milljóna króna viðbótarkostnaður hefur hlotist af nýju lögunum miðað við upphaflegar áætlanir og ákvæði í lögunum hafa sætt gagnrýni.

Innlent
Fréttamynd

Leyfir ekki innflutning erfðaefnis

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að leyfa innflutning erfðaefna til að blanda við íslenska kúastofninn. Hann furðar sig á ályktun borgfirskra bænda um að undirbúningur að slíkum innflutningi skuli hafinn.

Innlent
Fréttamynd

Álit fjöllmiðlanefndar standi

Ég er tilbúinn fyrir hönd míns flokks að standa að setningu laga sem byggir á þeirri þverpólitísku sátt sem náðist í fjölmiðlanefndinni," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Eftirlaun ráðherra til skoðunar

Misræmi á kostnaði vegna eftirlaunafrumvarpsins kemur forsætisráðherra á óvart. Hann segir stjórnvöld hafa rætt um að endurskoða lögin, en það verði ekki gert nema með samkomulagi allra stjórnmálaflokka. Alþingi samþykkti breytt lög um eftirlaun æðstu embættismanna og þingmanna rétt fyrir árslok 2003, og þiggja níu fyrrverandi ráðherrar nú eftirlaun, þótt þeir séu í öðrum störfum hjá ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

ASÍ vill svör frá ríkisstjórninni

Forseti Alþýðusambands Íslands segir að stjórnvöld verði að brúa bilið milli gerðra kjarasamninga og verðbólgunnar sem nú blasir við, eigi friður að haldast á almennum vinnumarkaði. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin vilji ræða málið þar sem skynsamlegt sé fyrir alla að kjarasamningar haldi.

Innlent
Fréttamynd

Skoða lagasetningu um einkavæðingu

Skipaður verður starfshópur sem kanna á hvort endurskoða þurfi verklagsreglur um einkavæðingu og hvort þörf sé á lögum þar um. Framkvæmdanefnd vinnur að samantekt á eignum ríkisins svo skoða megi frekari einkavæðingu.

Innlent
Fréttamynd

Auðveldi úrræði í kynferðisbrotum

Félagsmálaráðherra hefur hrint af stað aðgerðaráætlun gegn heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi á Íslandi. Hann segir umræðuna að undanförnu hafa haft áhrif og þakkar fyrir kjark þeirra sem þar gengu á undan.

Innlent
Fréttamynd

Skoða reglur einkavæðingarnefndar

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að skipa starfshóp til að skoða verklagsreglur einkavæðingarnefndar og athuga hvort ástæða sé til að breyta þeim. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, utanríkisráðuneytis og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn mildast

Sjórnmálafræðingar virðast nokkuð sammála um að yfirbragð Sjálfstæðisflokksins muni mildast við brotthvarf Davíðs Oddssonar. Að öðru leyti er ekki búist við miklum breytingum. Úlfar Hauksson, stjórnmálafræðingur á ekki von á miklum breytingum og benti á að forystan hefði náð kjöri með miklum yfirborðum á landsfundinum. Því hefði forystan í góðan styrk á bakvið sig og gott umboð. Hann sagði að flokkurinn héldi sínu striki.

Innlent
Fréttamynd

Slær varnagla við einkavæðingu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki forngangsmál að selja hlut ríkisins í Landsvirkjun eins og ályktað var um á Landsfundi flokksins um helgina og Geir H. Haarde nýkjörinn formaður gerði að sérstöku umtalsefni í ræðu sinni á laugardag. Sjálfstæðismenn vilja Íbúðalánasjóð út af almennum húsnæðislánamarkaði og leggja niður stimpilgjöld.

Innlent
Fréttamynd

Lokað prófkjör

Ákveðið hefur verið að hafa lokað prófkjör hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði við uppstillingu á lista flokksins fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. Tillaga kom fram á félagsfundi um að hafa opið prófkjör en aðeins um fjórðungur félagsmanna var hlynntur því.

Innlent
Fréttamynd

Fá eftirlaun en gegna öðru starfi

Níu fyrrverandi ráðherrar þiggja nú eftirlaun þótt þeir séu í öðrum störfum hjá ríkinu. Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að skoða sérstaklega hvers vegna 250 milljón krónum meira hefur farið í eftirlaun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna, en ráð var fyrir gert.

Innlent
Fréttamynd

Vilja stimpilgjöldin burt

Sjálfstæðismenn vilja að stimpilgjöld verði felld niður í núverandi mynd. Þetta er meðal efnis í ályktun landsfundar sjálfstæðismanna í húsnæðismálum sem samþykkt var í gær. Fyrir fundinum lágu drög að ályktun í sama málaflokki þar sem einungis var gert ráð fyrir því að fella bæri stimpilgjöld niður þegar aðstæður leyfðu.

Innlent
Fréttamynd

Öryggisráðsframboði ekki mótmælt

Ekki var ályktað gegn framboði Íslands í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær, þrátt fyrir tilraunir ungra sjálfstæðismanna í þá átt. Fyrrverandi formaður flokksins gerði það svo að einu af sínum síðustu verkum að hvetja til að róttæk ályktun um afnám ríkisstyrkja í landbúnaði yrði felld.

Innlent
Fréttamynd

Misráðin ályktun

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja að ályktun Sjálfstæðisflokksins um að synjunarvald forsetans verði fellt úr gildi, sé misráðin og beri ekki vott um sáttatón. Flokkurinn sé hikandi við að ákveða hvað eigi að koma í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Bótahækkanir gætu fallið niður

Ef hætt verður við að afnema bensínstyrk til öryrkja getur það orðið til þess að hætta verður við hækkanir bóta til öryrkja sem lagðar eru til í fjárlagafrumvarpinu, sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra við upphaf þingfundar. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, hafði hvatt sér hljóðs um málið vegna ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki einkavæðingu

Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að flokkur sinn hljóti að berjast með oddi og egg gegn einkavæðingu Landsvirkjunar.

Innlent
Fréttamynd

Barátta um varaformannsembætti

Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll, sem staðið hefur síðan á fimmtudag, lýkur um miðjan dag í dag. Geir H. Haarde utanríkisráðherra tekur við sem formaður flokksins af Davíð Oddssyni en Geir er sá eini sem hefur boðið sig fram til starfans. Þá verður kosið um eftirmann Geirs í embætti varaformanns flokksins klukkan þrjú í dag, en þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri hafa þegar gefið kost á sér.

Innlent
Fréttamynd

Níu konur í miðstjórn

Kosningu í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins sem fram fór á landsfundi í Laugardalshöll er lokið, en alls börðust 24 um ellefu sæti í stjórninni. Alls voru níu konur kjörnar í miðstjórnina og tveir karlar, en það eru Birna Lárusdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Elínbjörg Magnúsdóttir, Grímur Gíslason, Magni Kristjánsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Björk Guðjónsdóttir, Helga Þorbergsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Stefanía Katrín Karlsdóttir, Sigríður Ásthildur Andersen.

Innlent
Fréttamynd

Bensínstyrkir verði ekki skertir

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í dag að hvetja til þess að fallið verði frá því að skerða bensínstyrk til öryrkja. Þá vilja sjálfstæðismenn að styrkir hreyfihamlaðra til bifreiðakaupa verði auknir.

Innlent
Fréttamynd

Geir hlaut 94,3 prósent atkvæða

Geir H. Haarde utanríkisráðherra var rétt í þessu kjörinn áttundi formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Geir hlaut 94,3 prósent atkvæða, en hann gaf einn kost á sér til formanns. 23 aðrir sjálfstæðismenn hlutu samtals 65 atkvæði, en auðir seðlar voru 40. Nú stendur yfir varaformannskjör en þar höfðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, gefið kost á sér.

Innlent
Fréttamynd

500 milljarða halli í sjö ár

Steingrímur J. Sigfússon vill yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að stjóriðjuframkvæmdir verði stöðvarðar til ársins 2012.  Engin höft segir forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Hrærður og þakklátur

Geir H. Haarde var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með nær öllum greiddum atkvæðum á landsfundi flokksins í dag. Nýr formaður sagðist hrærður og þakklátur en sá gamli gekk á táknrænan hátt af hinu pólitíska sviði.

Innlent