Innlent

Engin einkavæðing strax

„Einkavæðing Landsvirkjunar hefur ekki verið rædd í ríkisstjórninni," segir Halldór Ásgrímsson forsætisræðaherra. Halldór segir að verið sé að stíga þar fyrstu skrefin til breytinga á raforkumarkaðnum og menn sjái ekki alveg hvernig það muni ganga. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisfl okksins, gaf til kynna á landsfundi flokksins um síðustu helgi að einkavæðing í raforkugeiranum kæmi til greina. „Þar liggur mikið almannafé bundið. Ég sé fyrir mér að eftir nokkur ár verði tímabært að selja Landsvirkjun til langtímafjárfesta eins og lífeyrissjóða," sagði Geir. „Það liggur ekkert á í þeim efnum og einkavæðing Landsvirkjunar verður áreiðanlega ekki á dagskrá á þessu kjörtímabili," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Breytingar hafa þegar orðið á raforkumarkaði samkvæmt lögum sem samþykkt voru 2003. Frá 1. janúar á þessu ári gátu notendur, sem kaupa meira en 100 kíló-wattstundir af raforku, valið þann raforkusala sem þeir kjósa og um áramótin geta allir valið af hverjum þeir kaupa raforkuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×