Sjávarútvegur

Fréttamynd

Kaup­höllin kallar eftir nýrri um­gjörð utan um er­lent eignar­hald í sjávar­út­vegi

Forsvarsmenn íslensku Kauphallarinnar mæla fyrir breytingum á umgjörð utan um erlenda fjárfestingu í sjávarútvegsfyrirtækjum, sem núna dregur úr gagnsæi og girðir í reynd nánast fyrir aðkomu slíkra fjárfesta, og vilja að regluverkið um erlent eignarhald verði svipað og gildir um flugrekstur hér á landi. Núverandi fyrirkomulag hefur meðal annars valdið því að íslensku sjávarútvegsfélögin eru ekki gjaldgeng í alþjóðlegar hlutabréfavísitölur ólíkt öðrum stórum skráðum félögum.

Innherji
Fréttamynd

Ráðin samskiptastjóri Haf­ró

Dóra Magnúsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf samskiptastjóra Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna.

Innlent
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir stækka við hlut sinn í Ís­fé­laginu eftir skráningu á markað

Tveir lífeyrissjóðir, sem voru meðal umsvifamestu þátttakenda í almennu hlutafjárútboði Ísfélagsins undir lok síðasta árs, hafa stækkað talsvert við stöðu sína í fyrirtækinu með kaupum á eftirmarkaði síðustu vikur fyrir samtals vel á annan milljarð króna. Hlutabréfaverð Ísfélagsins hefur haldist nánast óbreytt frá fyrsta degi viðskipta þegar félagið var skráð á markað fyrir einum mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Telur ein­sýnt að Svan­dís eigi að víkja

Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 

Innlent
Fréttamynd

Katrín segir á­lit Um­boðs­manns ekki til­efni til af­sagnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Svandísar Svavardóttur matvælaráðherra. Hún segir að mikilvægt sé að taka niðurstöðu Umboðsmanns alvarlega og draga af henni lærdóm en að hún gefi ekki tilefni til róttækra aðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Kristján segir Hval ætla að krefjast skaða­bóta

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Tekur á­litið al­var­lega en hyggst ekki segja af sér

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. 

Innlent
Fréttamynd

Segir skip­stjórana tvo hafa van­rækt skyldur sínar

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir tvo skipstjórnarmenn á Huginn VE hafa vanrækt skyldur sínar í tengslum við það þegar akkeri féll frá borði og setti neysluvatnskerfi Vestmannaeyinga í uppnám. 

Innlent
Fréttamynd

Sam­herji finnur not fyrir gamla Landsbankahúsið

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, hafa stofnað frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtæki sem verður til húsa í gamla Landsbankahúsinu við Ráðhústorg á Akureyri. Fyrirtækið mun bera nafnið Drift EA.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Smábátur lenti í vand­ræðum við Álfta­nes

Skipverji smábáts, sem var skammt undan Álftanesi, gaf út hjálparbeiðni í gærkvöldi vegna vélarvandræða. Vél bátsins hafði ofhitnað við áreynslu, og taldi skipverji ekki óhætt að halda áfram fyrir eigin vélarafli.

Innlent
Fréttamynd

Vöktuðu bryggjuna í Grinda­vík í nótt

Starfsmenn Grindavíkurhafnar og Vísis vöktuðu Grindavíkurhöfn í nótt vegna hættu á flóðum af völdum lægðarinnar sem gekk yfir landið. Leyfi fékkst frá almannavörnum til þess að mæta fyrr í bæinn í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Töf á við­gerð á vatnslögninni vegna veðurs

Slæmt veður hefur hamlað viðgerðarvinnu á vatnslögn til Vestmannaeyja. Það kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði Vestmannaeyja. Þar kemur fram að mikil vinna hafi verið lögð í að festa vatnslögnina. Vinnan hafi gengið vel en ekki eins hratt og áætlanir hafi gert ráð fyrir, vegna veðurs.

Innlent
Fréttamynd

Líf­eyris­­sjóður verslunar­manna um­svifa­mesti fjár­festirinn í út­­boði Ís­­fé­lagsins

Lífeyrissjóður verslunarmanna keypti tæplega fimmtung allra þeirra bréfa sem voru seld í nýafstöðnu hlutafjárútboði Ísfélagsins fyrir samtals um 3,5 milljarða. Þrír af stærstu lífeyrissjóðum landsins fengu hins vegar ekki úthlutað neinum bréfum en hlutabréfaverð Ísfélagsins, sem var skráð í Kauphöllina í morgun, hefur rokið upp um meira en tuttugu prósent miðað við útboðsgengið til almennra fjárfesta.

Innherji
Fréttamynd

Guð­björg hringdi bjöllunni

Viðskipti með hlutabréf Ísfélags hf. á aðalmarkaði Nasdaq Iceland hófust í morgun. Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ísfélags, hringdi af því tilefni Kauphallarbjöllunni um borð í Sigurði VE í Vestmannaeyjahöfn í morgun og naut hún þar aðstoð barnabarna sinna, þeim Magnúsi og Sigurði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afríka bíður meðan Eyja­menn fá búnað sem tryggir drykkjar­vatn

Vinnslustöðin hefur fest kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn og má reikna með að fyrsti gámurinn komi til landsins milli jóla og nýárs og hinir tveir í upphafi næsta árs. Þar sem félagið þarf bara einn gám til að fullnægja eigin þörfum hefur Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ verið boðið að kaupa hina tvo.

Innlent
Fréttamynd

Verður Ís­land útibúaland eða land höfuð­stöðva blárrar ný­sköpunar?

Á skömmum tíma hafa mörg af mest hraðvaxandi fyrirtækjum hérlendis verið seld erlendum fjárfestum. Við fögnum þessum aukna áhuga erlendra fjárfesta á íslenskri nýsköpun og auðlindum henni tengdri. En þessi þróun kallar þó á að við metum hvaða áhrif hún getur haft á íslenska nýsköpun og athafnalíf. Eins er mikilvægt að rekstrarskilyrði þessara fyrirtækja séu sem best þannig að höfuðstöðvar þeirra haldist hér áfram. Sjávarklasinn hefur ekki hingað til talið skipta máli hvaða litur er á vegabréfum eigenda íslenskra fyrirtækja en þegar erlendir aðilar taka að fullu yfir okkar framsæknustu fyrirtæki er ástæða til að skoða áhrifin af því. Í þessari greiningu Sjávarklasans er fjallað um erlenda fjárfestingu og möguleg áhrif hennar á bláa hagkerfið hérlendis.

Skoðun
Fréttamynd

Grindavíkurhöfn dýpri og mikill hugur í hafnarstjóranum

Grindavíkurhöfn hefur dýpkað eftir jarðhræringar undanfarinna vikna. Bryggjurnar hafa sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra. Hafnarstjóri segir höfnina geta verið viðkvæmari fyrir flóðum en segir dýpkunina líka hafa ýmsa kosti í för með sér. Tekið verður á móti fyrsta skipi til löndunar síðan að bærinn var rýmdur á morgun.

Viðskipti innlent