Ólöf tekur við kynningarmálum hjá Hampiðjunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2024 09:35 Ólöf Snæhólm hefur starfað við kynningarmál í vel á annan áratug. Hampiðjan hefur ráðið Ólöfu Snæhólm Baldursdóttur í starf samskipta- og kynningarfulltrúa. Ólöf var ein 63 umsækjenda um starfið og hefur hún hafið störf. Ólöf starfaði sem sérfræðingur í samskiptum og markaðsmálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur í ríflega sex ár þar sem hún sá m.a. um upplýsingamál dótturfyrirtækisins Veitna. Þar áður var hún upplýsinga- og kynningarfulltrúi hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg í áratug. Ólöf lauk prófi í fjölmiðlafræði við Ohio University í Bandaríkjunum og las til meistaraprófs í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. „Hampiðjan er öflugt, alþjóðlegt fyrirtæki sem stendur á ákveðnum tímamótum um þessar mundir vegna aukinna umsvifa og skráningar á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Það kallar á nýjar áherslur í samskiptum við hluthafa, viðskiptavini og aðra hagaðila. Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem því fylgja með öflugum hópi samstarfsfólks,“ segir Ólöf. Stærsta veiðarfærafyrirtæki í heimi Í tilkynningu frá Hampiðjunni segir að rekstur Hampiðjusamstæðunnar er umfangsmikill. „Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað frá stofnun árið 1934 og er það nú stærsta veiðarfærafyrirtæki heims með 51 dótturfyrirtæki innan sinna vébanda,“ segir í tilkynningu. Samstæðan sé með starfsstöðvar á 76 stöðum í 21 landi og ríflega 2.000 starfsmenn og teygir starfsemin sig frá ysta odda í Alaska í vestri og til Nýja-Sjálands í austri. „Framleiðsla á netum og köðlum hefur ætíð verið kjarnastarfsemi fyrirtækisins sem síðustu tvo áratugina hefur orðið ráðandi á markaði með byltingarkenndum vörum og lausnum fyrir fiskveiðar og olíuiðnað. Hampiðjan var skráð á aðalmarkað Nasdaq Iceland í júní 2023.“ Hjörtur Erlendsson forstjóri segir mikinn feng fyrir Hampiðjuna að fá Ólöfu til starfa. „Hún býr að mikilli reynslu, færni og þekkingu sem eiga eftir að nýtast okkur vel í framtíðinni. Okkar bíða aðkallandi verkefni í hinum stafræna heimi ásamt miðlun upplýsinga og áframhaldandi mótun markaðsstarfs Hampiðjunnar, bæði hér heima og sem erlendis og þar kemur Ólöf sterk inn,“ segir Hjörtur. Vistaskipti Sjávarútvegur Hampiðjan Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira
Ólöf starfaði sem sérfræðingur í samskiptum og markaðsmálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur í ríflega sex ár þar sem hún sá m.a. um upplýsingamál dótturfyrirtækisins Veitna. Þar áður var hún upplýsinga- og kynningarfulltrúi hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg í áratug. Ólöf lauk prófi í fjölmiðlafræði við Ohio University í Bandaríkjunum og las til meistaraprófs í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. „Hampiðjan er öflugt, alþjóðlegt fyrirtæki sem stendur á ákveðnum tímamótum um þessar mundir vegna aukinna umsvifa og skráningar á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Það kallar á nýjar áherslur í samskiptum við hluthafa, viðskiptavini og aðra hagaðila. Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem því fylgja með öflugum hópi samstarfsfólks,“ segir Ólöf. Stærsta veiðarfærafyrirtæki í heimi Í tilkynningu frá Hampiðjunni segir að rekstur Hampiðjusamstæðunnar er umfangsmikill. „Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað frá stofnun árið 1934 og er það nú stærsta veiðarfærafyrirtæki heims með 51 dótturfyrirtæki innan sinna vébanda,“ segir í tilkynningu. Samstæðan sé með starfsstöðvar á 76 stöðum í 21 landi og ríflega 2.000 starfsmenn og teygir starfsemin sig frá ysta odda í Alaska í vestri og til Nýja-Sjálands í austri. „Framleiðsla á netum og köðlum hefur ætíð verið kjarnastarfsemi fyrirtækisins sem síðustu tvo áratugina hefur orðið ráðandi á markaði með byltingarkenndum vörum og lausnum fyrir fiskveiðar og olíuiðnað. Hampiðjan var skráð á aðalmarkað Nasdaq Iceland í júní 2023.“ Hjörtur Erlendsson forstjóri segir mikinn feng fyrir Hampiðjuna að fá Ólöfu til starfa. „Hún býr að mikilli reynslu, færni og þekkingu sem eiga eftir að nýtast okkur vel í framtíðinni. Okkar bíða aðkallandi verkefni í hinum stafræna heimi ásamt miðlun upplýsinga og áframhaldandi mótun markaðsstarfs Hampiðjunnar, bæði hér heima og sem erlendis og þar kemur Ólöf sterk inn,“ segir Hjörtur.
Vistaskipti Sjávarútvegur Hampiðjan Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira