Lífið

Best skipu­lagða geymsla landsins í glæsihúsi við Laugardalinn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið er staðsett á eftirsóttum stað við Laugardalinn.
Húsið er staðsett á eftirsóttum stað við Laugardalinn.

Á eftirsóttum stað við Laugardalinn í Reykjavík er finna reisulegt 380 fermetra einbýlishús, teiknað af Sigvalda Thordarsyni arkitekt. Húsið var byggt árið 1961. Á síðustu árum hefur húsið verið mikið endurnýjað er hið smekklegasta.

Húsið skiptist í tvær hæðir og er gengið inn á efri hæðinni. Þar tekur rúmgott andyri á móti manni ásamt útsýni yfir eldhús, borðstofu og stofu. Aukin lofthæð og viðarklæðning í loftum gefa rýminu mikinn karakter ásamt stórum gluggum.

Eldhúsið er bjart og rúmgott búið stórri innréttingu með hvítum marmara á borðum. Þaðan er útgengt á stórar suðursvalir. Flæðið í húsinu er gott og skipulagið nútímalegt. 

Aftan við húsið er stór og skjólgóð timburverönd með fallegum glerskála sem hýsir bæði gufubað og nuddpott, sem skapar fullkomna aðstöðu fyrir afslöppun og ánægjustundir. Á lóðinni eru þrjár útigeymslur, þar af ein sem er einstaklega vel skipulögð og gæti talist ein best skipulagða geymsla landsins, ef marka má myndirnar. Þar má sjá svarta upphengda kassa með loki, sem bjóða upp á bæði stílhreint útlit og hámarks nýtingu á geymslurýminu, sem gerir hana ekki bara mjög snyrtilega heldur einnig sérlega hagkvæma.

Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og þrjú baðherbergi.

Nánar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×