Lögreglumál

Fréttamynd

Var sagður ölvaður en reyndist glíma við heilsu­kvilla

Nóttin virðist hafa verið fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sinnti þó útköllum vegna innbrots í Hafnarfirði og einstaklings sem var til ama í miðborginni en sá hét því að láta af hegðun sinni eftir samtal við lögreglumenn.

Innlent
Fréttamynd

Sá bíl­lyklana sína á Vísi og fann loksins bílinn

Björn Sigurðs­son, hlað­maður hjá Icelandair, fann bílinn sinn í dag við Víði­mel í vestur­bæ Reykja­víkur eftir rúma fjögurra vikna leit. Honum var stolið af starfs­manna­plani á Reykja­víkur­flug­velli í upp­hafi mánaðar en inn­brots­þjófurinn tjónaði bílinn með því að keyra aftan á annan á Sæ­brautinni og stinga af.

Innlent
Fréttamynd

Sér­sveit send á skemmti­stað vegna hnífa­burðar

Talsverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Sérsveit Ríkislögreglustjóra var til að mynda tvívegis kölluð út, annars vegar vegna tilkynningar um mann með skammbyssu og hins vegar vegna manns sem sagður var hóta fólki með hníf á skemmtistað.

Innlent
Fréttamynd

Eldurinn kviknaði í iðnaðar­bili

Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi brunans á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Búið er að staðsetja upptök eldsins en orsök hans liggur ekki enn fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Framdi rán vopnaður örvum en án boga

Vaktin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Óvenjulegt atvik kom hins vegar upp í miðborginni, þar sem tilkynnt var um rán.

Innlent
Fréttamynd

Meintur hand­rukkari aftur á bak við lás og slá

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmanni verði gert að afplána 445 daga eftirstöðvar fangelsisdóms, sem hann fékk reynslulausn á í lok árs 2021. Maðurinn er með 26 mál í ferli hjá lögreglu, þar á meðal tvö sem varða grun um frelsisviptingar og stórfelldar líkamsárásir.

Innlent
Fréttamynd

Kæra Vítalíu endan­lega felld niður

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur staðfest ákvörðun héraðssak­sókn­ara frá því í apríl síðastliðnum um að fella niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur þeim Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni.

Innlent
Fréttamynd

Inn­brot og líkams­á­rás í Garða­bæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna innbrots og líkamsárásar í Garðabæ um klukkan 20 í gærkvöldi. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi komist undan en hann er ókunnur. 

Innlent
Fréttamynd

Hefur ekki heyrt af dýrum sem brunnu inni

Vettvangur þar sem gríðarlegur eldsvoði varð í Hafnarfirði í gær hefur verið afhentur lögreglu. Slökkvistarfi lauk í nótt eftir tólf tíma aðgerð. Slökkvistjórinn segist ekki vita til þess að dýr hafi brunnið inni. 

Innlent
Fréttamynd

Myndir frá vett­vangi brunans við Hval­eyra­r­braut

Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt.

Innlent
Fréttamynd

Mikið ung­linga­fyllerí á Menningar­nótt

Fimmtán ungmenni voru flutt á athvarf á vegum Reykjavíkurborgar þar sem foreldrar komu og náðu í börn sín. Í nokkrum tilvikum var áfengi hellt niður sem tekið var af ungmennum undir lögaldri.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina

Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið.

Innlent