Kosningar 2009

Fréttamynd

Geir H. Haarde tekur ábyrgð á FL styrk

Fyrrum forsætisráðherrann Geir H. Haarde tekur alla ábyrgð á að Sjálfstæðisflokkurinn veitti styrk FL Group viðtöku í lok desember árið 2006. Þá var Geir formaður flokksins. Hann segir jafnframt í yfirlýsingu að framvkæmdarstjórar flokksins, núverandi og fyrrverandi, beri enga ábyrgð á þessu máli.

Innlent
Fréttamynd

Guðlaugur Þór: Ekki inn í fjármálum flokksins

„Ég er ekki inn í fjármálum flokksins," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins varðandi þrjátíu milljón króna styrk sem FL Group veitti Sjálfstæðisflokknumi lok desember 2006.

Innlent
Fréttamynd

Kjartan vissi ekki um FL styrkinn

Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, vissi ekki af 30 milljóna króna styrk FL Group til flokksins í árslok 2006. Hann heyrði fyrst af styrknum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og segir málið sér algjörlega óviðkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Bolli í 17: Trúi ekki að Kjartan hafi samþykkt þetta

Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, trúir því hreinlega ekki að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hafi samþykkt styrk frá FL Group upp á 30 milljónir rétt undir lok árs 2006.

Innlent
Fréttamynd

FL málið í höndum Bjarna og Þorgerðar

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ræddi 30 milljóna króna styrk FL Group til flokksins í árslok 2006 á miðstjórnarfundi sem haldinn var í dag, en boðað var til fundarins fyrr í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarskrárfrumvarpið fært til í dagskrá

Umdeilt frumvarp forystmanna allra flokka utan Sjálfstæðisflokks um breytingar á stjórnarskránni hefur verið fært til á dagskrá Alþingis. Þetta var niðurstaða fundar þingflokksformanna og forseta Alþingis í hádeginu. Umræða um frumvarpið hefur staðið undanfarna daga og sjálfstæðismenn verið sakaðir um málþóf.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei heyrt um neitt í líkingu við FL-styrkinn

Þorgeir Baldursson fyrrverandi formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins segist aldrei hafa heyrt um styrk sem sé eitthvað í líkingu við þær 30 milljónir króna sem flokkurinn fékk frá FL-Group árið 2006. Þorgeir segist hafa verið hættur þegar umræddur styrkur barst. Vilhjálmur Egilsson núverandi formaður fjármálaráðs segist hafa byrjað eftir að styrkurinn var veittur. Hvorugur þeirra segist vita hver gegndi stöðunni í millitíðinni en fjármálaráð sér um að afla styrkja fyrir flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

VG með allt uppi á borði

Drífa Snædal, framkvæmdastýra Vinstri Grænna, segir að flokkurinn hafi ávallt haft bókhald sitt opið. Hægt sé að nálgast endurskoðaða reikninga flokksins á heimasíðu hans aftur til ársins 2003. Reikningar flokksins hafi verið birtir frá því löngu áður en lög um að flokkarnir opni bókhald sitt tóku gildi árið 2007. Upplýst hafi verið um öll framlög umfram hálfa milljón króna.

Innlent
Fréttamynd

Jóhanna skipar starfshóp um siðareglur ráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 17. mars skipað starfshóp sem ætlað er að semja drög að siðareglum fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Páll Þórhallsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, er formaður starfshópsins.

Innlent
Fréttamynd

Kjör neytenda myndu stórbatna við aðild Íslands að ESB

Talsmaður neytenda telur réttindi neytenda lítið breytast þó að aukaaðild Íslands að ESB yrði að fullri aðild. Öðru máli gegni hins vegar um kjör neytenda sem myndu stórbatna við aðild sem og möguleikar íslenskra aðila til þess að bæta stöðu neytenda hérlendis.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn gagnrýndu forseta Alþingis

Sjálfstæðismenn gagnrýndu fundarstjórn Guðbjarts Hannessonar, forseta Alþingis, í upphafi þingfundar í dag. Þingmennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir, Ásta Möller og Pétur Blöndal sögðust öll hafa viljað leggja óundirbúnar fyrirspurnir fyrir ráðherra en sá liður var ekki á dagskrá né sérstök umræða um störf þingsins. Arnbjörg sagði forseta umturna öllum venjum í þinginu með því að hafa hvorugan liðin á dagskrá.

Innlent
Fréttamynd

Skora á stjórnvöld að tryggja sumarannir

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, taka undir þá kröfu stúdenta að háskólar landsins opni dyr sínar til að mæta atvinnuleysi námsmanna í sumar. Framhaldsskólar þurfa sömuleiðis að koma til móts við nemendur sína nú meðan tímabundið atvinnuleysi er mest. Ungir jafnaðarmenn segja að hið opinbera tapar miklum peningum á að bregðast ekki við með þessum hætti. Þá mótmæla Ungir jafnaðarmenn misrétti milli nemenda einkarekinna og opinberra háskóla.

Innlent
Fréttamynd

Við höfum reynsluna

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði Sjálfstæðisflokkinn bera mikla ábyrgð með innleiðingu frjálshyggju sem þróast hafi í taumlausa græðgisvæðingu og gróðadýrkun, ofurlaun, bruðl og siðleysi.

Innlent
Fréttamynd

Þingið þarf að afsala sér valdi tímabundið

Þar sem Alþingi hefur gert margar árangurslitlar tilraunir til að breyta stjórnarskránni á síðustu 40-50 árum er nauðsynlegt að taka stjórnarskrárgjafarvaldið tímabundið úr höndum þingsins og færa til þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Skuldir sliga heimilin

„Það er grafalvarleg staðreynd að 50 til 100 hafa að jafnaði misst atvinnu á hverjum einasta degi síðustu vikur og mánuði,“ sagði Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sem sagði atvinnuleysi átján þúsund manns óviðunandi og kröfur um róttækar aðgerðir stjórnvalda því eðlilegar. Stuðla yrði að mannfrekum framkvæmdum og huga að fjölbreyttum atvinnutækifærum.

Innlent
Fréttamynd

Björn Bjarnason: Hefði aftekið þessa ráðstöfun fjár með öllu

„Ég vissi þetta ekki og hefði aftekið þessa ráðstöfun fjár með öllu hefði ég haft pata af henni og séð þetta rétt," segir Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurður út í þrjátíu milljón króna fjárstyrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn veitti styrknum viðtöku þann 29. desember árið 2006, aðeins tveimur dögum áður en lög um hámarkstyrki til stjórnmálaflokka tóku gildi.

Innlent
Fréttamynd

Árni M: Ég hafði enga hugmynd

„Ég hafði enga hugmynd. Ég heyrði þetta bara fyrst í fréttunum áðan," sagði fyrrum fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Árni M. Mathíesen, spurður hvort hann hefði heyrt af risaháum styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins í lok desember árið 2006, aðeins þremur dögum áður en lögin tóku gildi um hámarksstyrk fyrirtækja til stjórnmálaflokka.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Líndal: Siðferðislega ámælisvert að hagnýta sér lög

„Það er siðferðislega ámælisvert að hagnýta sér lög sem maður sjálfur átti þátt í að samþykkja, þó þau hafi ekki formlega tekið gildi," segir Sigurður Líndal, lagaprófessor við frétt Stöðvar 2 þar sem sagt var frá því að FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir þann 29. desember 2006, aðeins þremur dögum áður en lög um hámarksstyrki til stjórnmálaflokka tóku gildi.

Innlent
Fréttamynd

Þurfum aukna tekjuöflun og aðhald í ríkisrekstri

Steingrímur Sigfússon fjármálaráðherra sagði að starfsöm og samhent ríkisstjórn sem tók við 1. febrúar hefði komið miklu í verk eftir að nýfrjálshyggja Sjálfstæðisflokksins hafði beðið skipbrot eftir átján ár.

Innlent