Gos á Fimmvörðuhálsi Tíðindalaust af gosstöðvunum Kvikustreymi og gosmökkur frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Í minnisblaði frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir að ekki sjáist merki um að gosi sé að ljúka, þó að virkni á yfirborði sé minni en þegar mest lét. Innlent 26.4.2010 19:34 Aukið rennsli í Markarfljóti Ekki hefur orði vart við öskufall frá gosinu í Eyjafjallajökli í morgun, en rennsli hefur aukist í Markarfljóti, án þess þó að jarðvísindamenn reikni með flóði. Innlent 26.4.2010 12:26 Óttast að verða innlyksa á Íslandi Hundruð erlendra ferðamanna hafa afbókað gistingu á hótelum borgarinnar í apríl og maí vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Hótelstjórar eru uggandi og segja fólk helst óttast að verða innlyksa hér á landi. Innlent 26.4.2010 12:19 Flug að komast í samt lag Iceland Express vonast til að flug komist í eðlilegt horf í dag. Framan af degi má þó búast við einhverjum seinkunum, að fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Reiknað er með að allt flug Iceland Express verði svo komið í samt lag frá Keflavík í fyrramálið. Innlent 26.4.2010 11:54 Engar fregnir hafa borist af öskufalli Gosið í Eyjafjallajökli er enn í gangi en heldur minni drunur heyrðust frá því niður á Hvolsvöll í nótt en verið hefur. Engar fregnir hafa borist af öskufalli í nótt, en í fyrrinótt varð þess vart, meðal annars á Selfossi. Innlent 26.4.2010 08:12 Bandaríska hagkerfið tapaði 100 milljörðum á öskunni Bandaríska hagkerfið tapaði 813 milljón dollara eða ríflega 100 milljörðum kr. vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Hér er átt við fyrstu sex dagana sem gosið stóð og lamaði meir og minna flugsamgöngur í norðurhluta Evrópu. Viðskipti erlent 26.4.2010 08:11 Komu flugvéla seinkað í nótt vegna óvissu Tvær vélar frá Icelandair komu til Akureyrar frá Glasgow í nótt og eru báðar farnar út aftur. Komu þeirra seinkaði í nótt vegna óvissu um ösku í lofti. Þá er vél væntanleg frá Glasgow laust fyrir klukkan tíu. Millilandaflug félagsins verður áfram á milli Akureyrar og Glasgow í dag og allt Ameríkuflugið fer beint á milli Bandaríkjanna og Glasgow. Innlent 26.4.2010 08:01 Farþegaflug milli Íraks og Bretlands Farþegaþota flaug í gær í fyrsta sinn í tvo áratugi milli Íraks og Bretlands. Eldgosið í Eyjafjallajökli olli því að fresta þurfti fluginu um níu daga. Erlent 26.4.2010 07:58 Salan aðeins svipur hjá sjón eftir gosið Ráðast þarf í miklar aðgerðir til að fá erlenda ferðamenn aftur til landsins. Þetta er mat framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, Ernu Hauksdóttur. Viðskipti innlent 25.4.2010 23:08 Stefnt að innanlandsflugi eftir helgarhlé Vonast er til að sú breyting verði á dreifingu ösku frá Eyjafjallajökli að hægt verði að taka innanlandsflug upp að nýju í dag. Innanlandsflugið lá niðri um helgina. Innlent 25.4.2010 23:07 Gosóróinn svipaður og undanfarna daga Ekkert sást til gosmökksins úr Eyjafjallajökli í gærdag, hvorki ofan né neðan frá, að sögn sérfræðinga Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Innlent 25.4.2010 23:07 Sala á flugferðum aðeins fjórðungur af því sem var fyrir gos Það sem stefndi í að verða mesta ferðamannasumar í manna minnum er aðeins svipur hjá sjón eftir eldgosið. Salan er aðeins fjórðungur af því sem var fyrir gos. Þetta segir Matthías Imsland forstjóri Iceland Express. Hann vonar þó að hægt verði að lenda á Keflavíkurflugvelli á morgun. Innlent 25.4.2010 18:36 Minnt á lokun á Emstruvegi Lögreglan á Hvolsvelli vill minna á að lokað er um Emstruveg og hafa núna verið sett upp sérstök umferðarskilti til að vekja athygli á því. Mjög hart verður tekið á brotum gegn banni við umferð á þessum vegi. Innlent 25.4.2010 17:39 Enn heyrast drunur úr Eyjafjallajökli Miklar drunur hafa heyrst frá Eyjafjallajökli í allan dag, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Innlent 25.4.2010 16:45 Flugsamgöngur enn í lamasessi Enn liggur innanlandsflug hjá Flugfélagi Íslands niðri og er ekki búist við því að það verði neitt flogið í dag. Innlent 25.4.2010 14:44 Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar og Lundúna Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar og London frá Akureyri núna eftir hádegið. Vélin til Kaupmannahafnar fer klukkan þrjú og vélin til London klukkustund síðar eða klukkan fjögur. Sætaferðir fyrir farþega eru frá BSÍ . Innlent 25.4.2010 13:09 Drunur heyrðust frá Eyjafjallajökli Miklar drunur heyrðust frá Eyjafjallajökli í gærkvöldi, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Hraun rennur nú hægt til norðurs og bræðir ís en ekki er talin flóðahætta á svæðinu. Karen Kjartansdóttir ræddi við jarðfræðing á Veðurstofu Íslands. Innlent 25.4.2010 12:08 Hátt í hundrað manns ætla að taka þátt í hreinsunarstarfi í dag Nóttin var róleg í grennd við gosstöðvarnar á Eyjafjallajökli. Lögreglan á Hvolsvelli á í dag von á hátt í hundrað manns, félögum björgunarsveita, jeppaklúbbnum 4x4, félögum Fésbókarsíðu og öðrum sem vilja aðstoða við hreinsun og störf á bæjum undir Eyjafjöllum. Innlent 25.4.2010 09:17 Engin merki um að gosi sé að ljúka Gosmökkur stendur upp frá gígnum í Eyjafjallajökli til suðvesturs upp í 4 kílómetra hæð. Gjóskufall er lítið og ekki hefur frést af öskufalli á láglendi. Gróflega áætlað er vatnsrennsli frá Gígjökli um 100 til 120 rúmmetrar á sekúndu, samkvæmt tilkynningu sem send var frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjórans nú á áttunda tímanum. Innlent 24.4.2010 19:51 Enn órói í Eyjafjallajökli Órói er enn í Eyjafjallajökli, samkvæmt upplýsingum sérfræðinga Veðurstofu Íslands á fjölmiðlafundi í Skógarhlíð í morgun. Öskuframleiðsla er enn í gangi en gosmökkurinn er undir 3 km hæð og mælist því ekki á ratsjá. Innlent 24.4.2010 12:19 Gosmistur yfir höfuðborgarsvæðinu Mistur liggur yfir höfuðborgarsvæðinu nú og segir sérfræðingur frá Veðurstofunni að það sé af völdum gossins í Eyjafjallajökli. Dökkan mökk leggur nú frá eldstöðvunum og einhver öskumyndun er enn til staðar. Innlent 24.4.2010 09:37 Öllu vanur eftir þrjú eldgos um ævina Kristján Guðmundsson býr að Steinum undir Eyjafjöllum og er því í nágrenni eldgossins í jöklinum. Hann kippir sér ekkert upp við eldsumbrotin, enda öllu vanur þar sem þetta er þriðja gosið sem hann sér í návígi. Innlent 23.4.2010 22:31 Hefur trú á að grasið spretti „Ég hef fulla trú á að grasið spretti upp úr öskunni í sumar því hér er rigningasamt og hlýtt en ég óttast að erfitt verði að heyja á túnunum þar sem askan rótast upp undan vélunum.“ Þetta segir Guðni Þorvaldsson, doktor í gróðurfræðum og einn þeirra sem nú sinnir kindum sínum og klárum við erfiðar aðstæður austur undir Eyjafjöllum. Jörðin hans Raufarfell er á því svæði sem öskulagið er hvað þykkast. Innlent 23.4.2010 22:30 Hreinsað á Önundarhorni Þegar hefur verið hafist handa við hreinsum á bænum Önundarhorni undir Eyjafjöllum, en jörðin varð sérstaklega illa úti þegar Svaðbælisá hljóp skömmu eftir að gosið hófst í Eyjafjallajökli. Innlent 23.4.2010 22:30 Eru á móti bótum frá ríkinu Flugumferð Finnair, ríkisflugfélags Finna, færist í eðlilegt horf um helgina eftir að hafa farið mjög úr skorðum í vikunni vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Í tilkynningu félagsins í gær var haft eftir Mika Vehviläinen, forstjóra Finnair, að farþegar sem orðið hefðu fyrir röskunum yrðu aðstoðaðir eftir megni. Enn voru þá nokkur þúsund strand. Erlent 23.4.2010 22:30 Eldgos seinkaði skákeinvíginu Heimsmeistarinn Viswanathan Anand og Búlgarinn Veselin Topalov hefja einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák í dag. Erlent 23.4.2010 22:30 Telja að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður fram yfir helgi Icelandair gerir ráð fyrir lokun Keflavíkurflugvelli verði lokað fram yfir helgi og hefur sett upp flugáætlun fyrir mánudaginn sem tekur mið af áframhaldandi lokun Keflavíkurflugvallar vegna spár um dreifingu ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli. Innlent 23.4.2010 21:20 Flugumferð um Akureyri takmörkuð Flugumferð um Akureyrarflugvöll verður takmörkuð í kvöld og nótt vegna nýrrar öskufallsspár. Þar verður ekki gefin svokölluð blindflugsheimild, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa Flugstoða. Von er á næstu öskufallspá á miðnætti. Innlent 23.4.2010 20:17 Fólk virði lokanir Lögreglan á Hvolsvelli minnir á að öll almenn umferð er bönnuð nærri eldstöðinni á Eyjafjallajökli. Bannsvæðið nær yfir jökulinn og hlíðar hans, Fimmvörðuháls og Mýrdalsjökul. Einnig er vegurinn í Þórsmörk lokaður allri umferð. Fólk er beðið um að virða þessar lokanir. Gert hefur verið kort af bannsvæði Eyjafjallajökuls sem fylgir með þessari frétt. Innlent 23.4.2010 19:59 Allt flug um Akureyrarflugvöll Allt flug, til og frá landinu, fer nú um Akureyrarflugvöll á meðan Keflavíkurflugvöllur er lokaður af völdum eldgossins. Mikið álag hefur verið á starfsfólkinu fyrir norðan en allt hefur gengið áfallalaust fyrir sig. Innlent 23.4.2010 19:09 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 13 ›
Tíðindalaust af gosstöðvunum Kvikustreymi og gosmökkur frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Í minnisblaði frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir að ekki sjáist merki um að gosi sé að ljúka, þó að virkni á yfirborði sé minni en þegar mest lét. Innlent 26.4.2010 19:34
Aukið rennsli í Markarfljóti Ekki hefur orði vart við öskufall frá gosinu í Eyjafjallajökli í morgun, en rennsli hefur aukist í Markarfljóti, án þess þó að jarðvísindamenn reikni með flóði. Innlent 26.4.2010 12:26
Óttast að verða innlyksa á Íslandi Hundruð erlendra ferðamanna hafa afbókað gistingu á hótelum borgarinnar í apríl og maí vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Hótelstjórar eru uggandi og segja fólk helst óttast að verða innlyksa hér á landi. Innlent 26.4.2010 12:19
Flug að komast í samt lag Iceland Express vonast til að flug komist í eðlilegt horf í dag. Framan af degi má þó búast við einhverjum seinkunum, að fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Reiknað er með að allt flug Iceland Express verði svo komið í samt lag frá Keflavík í fyrramálið. Innlent 26.4.2010 11:54
Engar fregnir hafa borist af öskufalli Gosið í Eyjafjallajökli er enn í gangi en heldur minni drunur heyrðust frá því niður á Hvolsvöll í nótt en verið hefur. Engar fregnir hafa borist af öskufalli í nótt, en í fyrrinótt varð þess vart, meðal annars á Selfossi. Innlent 26.4.2010 08:12
Bandaríska hagkerfið tapaði 100 milljörðum á öskunni Bandaríska hagkerfið tapaði 813 milljón dollara eða ríflega 100 milljörðum kr. vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Hér er átt við fyrstu sex dagana sem gosið stóð og lamaði meir og minna flugsamgöngur í norðurhluta Evrópu. Viðskipti erlent 26.4.2010 08:11
Komu flugvéla seinkað í nótt vegna óvissu Tvær vélar frá Icelandair komu til Akureyrar frá Glasgow í nótt og eru báðar farnar út aftur. Komu þeirra seinkaði í nótt vegna óvissu um ösku í lofti. Þá er vél væntanleg frá Glasgow laust fyrir klukkan tíu. Millilandaflug félagsins verður áfram á milli Akureyrar og Glasgow í dag og allt Ameríkuflugið fer beint á milli Bandaríkjanna og Glasgow. Innlent 26.4.2010 08:01
Farþegaflug milli Íraks og Bretlands Farþegaþota flaug í gær í fyrsta sinn í tvo áratugi milli Íraks og Bretlands. Eldgosið í Eyjafjallajökli olli því að fresta þurfti fluginu um níu daga. Erlent 26.4.2010 07:58
Salan aðeins svipur hjá sjón eftir gosið Ráðast þarf í miklar aðgerðir til að fá erlenda ferðamenn aftur til landsins. Þetta er mat framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, Ernu Hauksdóttur. Viðskipti innlent 25.4.2010 23:08
Stefnt að innanlandsflugi eftir helgarhlé Vonast er til að sú breyting verði á dreifingu ösku frá Eyjafjallajökli að hægt verði að taka innanlandsflug upp að nýju í dag. Innanlandsflugið lá niðri um helgina. Innlent 25.4.2010 23:07
Gosóróinn svipaður og undanfarna daga Ekkert sást til gosmökksins úr Eyjafjallajökli í gærdag, hvorki ofan né neðan frá, að sögn sérfræðinga Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Innlent 25.4.2010 23:07
Sala á flugferðum aðeins fjórðungur af því sem var fyrir gos Það sem stefndi í að verða mesta ferðamannasumar í manna minnum er aðeins svipur hjá sjón eftir eldgosið. Salan er aðeins fjórðungur af því sem var fyrir gos. Þetta segir Matthías Imsland forstjóri Iceland Express. Hann vonar þó að hægt verði að lenda á Keflavíkurflugvelli á morgun. Innlent 25.4.2010 18:36
Minnt á lokun á Emstruvegi Lögreglan á Hvolsvelli vill minna á að lokað er um Emstruveg og hafa núna verið sett upp sérstök umferðarskilti til að vekja athygli á því. Mjög hart verður tekið á brotum gegn banni við umferð á þessum vegi. Innlent 25.4.2010 17:39
Enn heyrast drunur úr Eyjafjallajökli Miklar drunur hafa heyrst frá Eyjafjallajökli í allan dag, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Innlent 25.4.2010 16:45
Flugsamgöngur enn í lamasessi Enn liggur innanlandsflug hjá Flugfélagi Íslands niðri og er ekki búist við því að það verði neitt flogið í dag. Innlent 25.4.2010 14:44
Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar og Lundúna Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar og London frá Akureyri núna eftir hádegið. Vélin til Kaupmannahafnar fer klukkan þrjú og vélin til London klukkustund síðar eða klukkan fjögur. Sætaferðir fyrir farþega eru frá BSÍ . Innlent 25.4.2010 13:09
Drunur heyrðust frá Eyjafjallajökli Miklar drunur heyrðust frá Eyjafjallajökli í gærkvöldi, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Hraun rennur nú hægt til norðurs og bræðir ís en ekki er talin flóðahætta á svæðinu. Karen Kjartansdóttir ræddi við jarðfræðing á Veðurstofu Íslands. Innlent 25.4.2010 12:08
Hátt í hundrað manns ætla að taka þátt í hreinsunarstarfi í dag Nóttin var róleg í grennd við gosstöðvarnar á Eyjafjallajökli. Lögreglan á Hvolsvelli á í dag von á hátt í hundrað manns, félögum björgunarsveita, jeppaklúbbnum 4x4, félögum Fésbókarsíðu og öðrum sem vilja aðstoða við hreinsun og störf á bæjum undir Eyjafjöllum. Innlent 25.4.2010 09:17
Engin merki um að gosi sé að ljúka Gosmökkur stendur upp frá gígnum í Eyjafjallajökli til suðvesturs upp í 4 kílómetra hæð. Gjóskufall er lítið og ekki hefur frést af öskufalli á láglendi. Gróflega áætlað er vatnsrennsli frá Gígjökli um 100 til 120 rúmmetrar á sekúndu, samkvæmt tilkynningu sem send var frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjórans nú á áttunda tímanum. Innlent 24.4.2010 19:51
Enn órói í Eyjafjallajökli Órói er enn í Eyjafjallajökli, samkvæmt upplýsingum sérfræðinga Veðurstofu Íslands á fjölmiðlafundi í Skógarhlíð í morgun. Öskuframleiðsla er enn í gangi en gosmökkurinn er undir 3 km hæð og mælist því ekki á ratsjá. Innlent 24.4.2010 12:19
Gosmistur yfir höfuðborgarsvæðinu Mistur liggur yfir höfuðborgarsvæðinu nú og segir sérfræðingur frá Veðurstofunni að það sé af völdum gossins í Eyjafjallajökli. Dökkan mökk leggur nú frá eldstöðvunum og einhver öskumyndun er enn til staðar. Innlent 24.4.2010 09:37
Öllu vanur eftir þrjú eldgos um ævina Kristján Guðmundsson býr að Steinum undir Eyjafjöllum og er því í nágrenni eldgossins í jöklinum. Hann kippir sér ekkert upp við eldsumbrotin, enda öllu vanur þar sem þetta er þriðja gosið sem hann sér í návígi. Innlent 23.4.2010 22:31
Hefur trú á að grasið spretti „Ég hef fulla trú á að grasið spretti upp úr öskunni í sumar því hér er rigningasamt og hlýtt en ég óttast að erfitt verði að heyja á túnunum þar sem askan rótast upp undan vélunum.“ Þetta segir Guðni Þorvaldsson, doktor í gróðurfræðum og einn þeirra sem nú sinnir kindum sínum og klárum við erfiðar aðstæður austur undir Eyjafjöllum. Jörðin hans Raufarfell er á því svæði sem öskulagið er hvað þykkast. Innlent 23.4.2010 22:30
Hreinsað á Önundarhorni Þegar hefur verið hafist handa við hreinsum á bænum Önundarhorni undir Eyjafjöllum, en jörðin varð sérstaklega illa úti þegar Svaðbælisá hljóp skömmu eftir að gosið hófst í Eyjafjallajökli. Innlent 23.4.2010 22:30
Eru á móti bótum frá ríkinu Flugumferð Finnair, ríkisflugfélags Finna, færist í eðlilegt horf um helgina eftir að hafa farið mjög úr skorðum í vikunni vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Í tilkynningu félagsins í gær var haft eftir Mika Vehviläinen, forstjóra Finnair, að farþegar sem orðið hefðu fyrir röskunum yrðu aðstoðaðir eftir megni. Enn voru þá nokkur þúsund strand. Erlent 23.4.2010 22:30
Eldgos seinkaði skákeinvíginu Heimsmeistarinn Viswanathan Anand og Búlgarinn Veselin Topalov hefja einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák í dag. Erlent 23.4.2010 22:30
Telja að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður fram yfir helgi Icelandair gerir ráð fyrir lokun Keflavíkurflugvelli verði lokað fram yfir helgi og hefur sett upp flugáætlun fyrir mánudaginn sem tekur mið af áframhaldandi lokun Keflavíkurflugvallar vegna spár um dreifingu ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli. Innlent 23.4.2010 21:20
Flugumferð um Akureyri takmörkuð Flugumferð um Akureyrarflugvöll verður takmörkuð í kvöld og nótt vegna nýrrar öskufallsspár. Þar verður ekki gefin svokölluð blindflugsheimild, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa Flugstoða. Von er á næstu öskufallspá á miðnætti. Innlent 23.4.2010 20:17
Fólk virði lokanir Lögreglan á Hvolsvelli minnir á að öll almenn umferð er bönnuð nærri eldstöðinni á Eyjafjallajökli. Bannsvæðið nær yfir jökulinn og hlíðar hans, Fimmvörðuháls og Mýrdalsjökul. Einnig er vegurinn í Þórsmörk lokaður allri umferð. Fólk er beðið um að virða þessar lokanir. Gert hefur verið kort af bannsvæði Eyjafjallajökuls sem fylgir með þessari frétt. Innlent 23.4.2010 19:59
Allt flug um Akureyrarflugvöll Allt flug, til og frá landinu, fer nú um Akureyrarflugvöll á meðan Keflavíkurflugvöllur er lokaður af völdum eldgossins. Mikið álag hefur verið á starfsfólkinu fyrir norðan en allt hefur gengið áfallalaust fyrir sig. Innlent 23.4.2010 19:09
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent